Þórir er í guðatölu í Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 08:30 Þórir fagnar hér í úrslitaleiknum gegn Hollandi í gær. Enn eitt gullið kom um háls Þóris eftir leikinn í gær. fréttablaðið/afp „Þetta var svakalega flottur leikur og góð auglýsing fyrir kvennahandboltann,“ segir Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er Fréttablaðið heyrði í honum eftir úrslitaleikinn á EM í gær. Noregur vann þá Holland, 30-29, í úrslitaleik sem seint gleymist. Úrslitaleikurinn var nefnilega ótrúlega spennandi og lokasekúndurnar með ólíkindum. Noregur virtist vera búinn að tryggja sér sigur í leiknum er hollenska liðið átti frábæra endurkomu. Norska liðið virtist síðan vera að brotna á lokamínútunni og Holland gat jafnað í lokasókninni. Hollendingar fengu aukakast fyrir utan teig Noregs er fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Þá kom eitt af klúðrum ársins. Leikmaðurinn sem kastaði boltanum úr aukakastinu gerði sér lítið fyrir og kastaði boltanum beint í hné liðsfélaga síns. Boltinn hrökk frá henni og leiktíminn rann út. Norska liðið fagnaði að vonum ógurlega en hollenska liðið trúði vart sínu eigin klúðri. Nora Mörk var að öðrum ólöstuðum hetja leiksins en hún skoraði tólf mörk úr sautján skotum fyrir norska liðið í leiknum. Hollenska liðið átti engin svör við leik hennar. Það er ekki bara að norska liðið hafi unnið mótið heldur vann liðið alla tíu leiki sína á mótinu. Liðið steig ekki feilspor og er svo sannarlega verðugur Evrópumeistari.Norska liðið fagnar hér eftir klúður Hollendinga í lokin.fréttablaðið/afpKom mörgum á óvart „Þetta kom eflaust mörgum á óvart. Það voru Ólympíuleikar í sumar og breytingar á mörgum liðum og þar á meðal norska liðinu. Ungar stelpur komu inn og það var ekki alveg vitað hvar liðið stóð. Það kom því á óvart að liðið færi í gegnum mótið án þess að tapa leik. Norska liðið kemur venjulega þungt inn í mót, á það til að tapa í upphafi en vinna svo á er líður á mótin,“ segir Axel en hann þekkir vel til í herbúðum norska liðsins eftir að hafa séð um B-lið Norðmanna í fjögur ár. Þá vann hann náið með Þóri.Frábær stjórnandi „Þórir er orðinn reyndur og gerir marga flotta hluti. Það er búið að leggja grunninn að þessu í mörg ár. Hann er svo með frábært fólk í kringum sig. Þórir stýrir þessu svo öllu og hann er frábær stjórnandi, kallinn. Það er hans sterka hlið. Til að vera góður handboltaþjálfari þá þarf maður að vera góður stjórnandi og Þórir er alveg ótrúlega flottur stjórnandi,“ segir Axel um vin sinn frá Selfossi. „Það var mjög gaman að vinna með honum hjá norska sambandinu. Það er mjög þægilegt að vinna undir hans stjórn. Hann er góður yfirmaður sem hlustar og tekur gagnrýni. Það má ræða málin við hann og allir fá að koma sínu að. Svo finnur hópurinn venjulega lausnir sem ganga alltaf upp að lokum. Þau gerðu ákveðnar breytingar á liðinu frá ÓL sem gengu fullkomlega upp á þessu móti núna. Þórir er óhræddur við að gera breytingar þegar það þarf að gera breytingar.“ Þórir er með samning við Norðmenn fram yfir ÓL 2020 og Axel segir að Þórir sé svo mikill prinsippmaður að hann svíki þann samning ekki. Þórir er búinn að vera viðloðandi norska landsliðið lengi. Hann gerðist aðstoðarþjálfari Marit Breivik sumarið 2001 og tók svo við af henni sem aðalþjálfari árið 2009. Árangur landsliðsins undir stjórn Þóris hefur auðvitað ekki verið neitt annað en stórkostlegur.Ekki eins og hjá Gumma Gumm „Ég held að Þórir fái ekkert meiri gagnrýni í starfi í Noregi þar sem hann er Íslendingur. Hann er búinn að vera hérna úti svo lengi. Það er samt alltaf hörð gagnrýni þegar hlutirnir ganga ekki upp. Yfirleitt er nú gagnrýnin frekar vel fram sett. Þetta er ekki svona persónulegt eins og víða. Hann hefur ekki gengið í gegnum neitt svipað og Gummi gerði í Danmörku. Það er samt mikil pressa á honum í þessu starfi enda ætlast til þess að liðið vinni alltaf gull,“ segir Axel og bætir við að Þórir sé mikill vinnuhestur sem leggi afar hart að sér. Það kunni Norðmenn að meta. „Þórir er í guðatölu hérna í Noregi. Ég tala nú ekki um þar sem ég bý í Elverum en þar þjálfaði Þórir á sínum tíma. Hann er algjörlega í guðatölu. Ekki spurning um það.“ Handbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Þetta var svakalega flottur leikur og góð auglýsing fyrir kvennahandboltann,“ segir Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er Fréttablaðið heyrði í honum eftir úrslitaleikinn á EM í gær. Noregur vann þá Holland, 30-29, í úrslitaleik sem seint gleymist. Úrslitaleikurinn var nefnilega ótrúlega spennandi og lokasekúndurnar með ólíkindum. Noregur virtist vera búinn að tryggja sér sigur í leiknum er hollenska liðið átti frábæra endurkomu. Norska liðið virtist síðan vera að brotna á lokamínútunni og Holland gat jafnað í lokasókninni. Hollendingar fengu aukakast fyrir utan teig Noregs er fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Þá kom eitt af klúðrum ársins. Leikmaðurinn sem kastaði boltanum úr aukakastinu gerði sér lítið fyrir og kastaði boltanum beint í hné liðsfélaga síns. Boltinn hrökk frá henni og leiktíminn rann út. Norska liðið fagnaði að vonum ógurlega en hollenska liðið trúði vart sínu eigin klúðri. Nora Mörk var að öðrum ólöstuðum hetja leiksins en hún skoraði tólf mörk úr sautján skotum fyrir norska liðið í leiknum. Hollenska liðið átti engin svör við leik hennar. Það er ekki bara að norska liðið hafi unnið mótið heldur vann liðið alla tíu leiki sína á mótinu. Liðið steig ekki feilspor og er svo sannarlega verðugur Evrópumeistari.Norska liðið fagnar hér eftir klúður Hollendinga í lokin.fréttablaðið/afpKom mörgum á óvart „Þetta kom eflaust mörgum á óvart. Það voru Ólympíuleikar í sumar og breytingar á mörgum liðum og þar á meðal norska liðinu. Ungar stelpur komu inn og það var ekki alveg vitað hvar liðið stóð. Það kom því á óvart að liðið færi í gegnum mótið án þess að tapa leik. Norska liðið kemur venjulega þungt inn í mót, á það til að tapa í upphafi en vinna svo á er líður á mótin,“ segir Axel en hann þekkir vel til í herbúðum norska liðsins eftir að hafa séð um B-lið Norðmanna í fjögur ár. Þá vann hann náið með Þóri.Frábær stjórnandi „Þórir er orðinn reyndur og gerir marga flotta hluti. Það er búið að leggja grunninn að þessu í mörg ár. Hann er svo með frábært fólk í kringum sig. Þórir stýrir þessu svo öllu og hann er frábær stjórnandi, kallinn. Það er hans sterka hlið. Til að vera góður handboltaþjálfari þá þarf maður að vera góður stjórnandi og Þórir er alveg ótrúlega flottur stjórnandi,“ segir Axel um vin sinn frá Selfossi. „Það var mjög gaman að vinna með honum hjá norska sambandinu. Það er mjög þægilegt að vinna undir hans stjórn. Hann er góður yfirmaður sem hlustar og tekur gagnrýni. Það má ræða málin við hann og allir fá að koma sínu að. Svo finnur hópurinn venjulega lausnir sem ganga alltaf upp að lokum. Þau gerðu ákveðnar breytingar á liðinu frá ÓL sem gengu fullkomlega upp á þessu móti núna. Þórir er óhræddur við að gera breytingar þegar það þarf að gera breytingar.“ Þórir er með samning við Norðmenn fram yfir ÓL 2020 og Axel segir að Þórir sé svo mikill prinsippmaður að hann svíki þann samning ekki. Þórir er búinn að vera viðloðandi norska landsliðið lengi. Hann gerðist aðstoðarþjálfari Marit Breivik sumarið 2001 og tók svo við af henni sem aðalþjálfari árið 2009. Árangur landsliðsins undir stjórn Þóris hefur auðvitað ekki verið neitt annað en stórkostlegur.Ekki eins og hjá Gumma Gumm „Ég held að Þórir fái ekkert meiri gagnrýni í starfi í Noregi þar sem hann er Íslendingur. Hann er búinn að vera hérna úti svo lengi. Það er samt alltaf hörð gagnrýni þegar hlutirnir ganga ekki upp. Yfirleitt er nú gagnrýnin frekar vel fram sett. Þetta er ekki svona persónulegt eins og víða. Hann hefur ekki gengið í gegnum neitt svipað og Gummi gerði í Danmörku. Það er samt mikil pressa á honum í þessu starfi enda ætlast til þess að liðið vinni alltaf gull,“ segir Axel og bætir við að Þórir sé mikill vinnuhestur sem leggi afar hart að sér. Það kunni Norðmenn að meta. „Þórir er í guðatölu hérna í Noregi. Ég tala nú ekki um þar sem ég bý í Elverum en þar þjálfaði Þórir á sínum tíma. Hann er algjörlega í guðatölu. Ekki spurning um það.“
Handbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira