Dæmdur fyrir kynferðisbrot í heitu pottunum í Laugardalslaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:34 Magnús Skarphéðinsson sagðist oft hafa grínast í piltinum og að um gamnislag hefði verið að ræða. Vísir/GVA Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér. Sundlaugar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér.
Sundlaugar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels