Umboðsmaður barna í Englandi: Vonast til að barnahús að íslenskri fyrirmynd bæti verkferla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2016 11:56 Anne Longfield, umboðsmaður barna í Englandi. vísir/stefán Anne Longfield, umboðsmaður barna í Englandi, segir að ein helsta áskorun sem stjórnvöld þar í landi standi frammi fyrir þegar kemur að velferð barna sé kynferðisofbeldi gegn börnum innan fjölskyldna. Skýrsla sem Longfield lét gera á síðasta ári leiddi í ljós að aðeins eitt af hverjum átta tilfellum þar sem börn verða fyrir kynferðisofbeldi innan fjölskyldunnar kemur til kasta yfirvalda. Longfield vill bæta úr þessu og var heimsókn hennar og fleiri embættismanna hingað til lands í síðustu viku liður í því markmiði. Kynnti hópurinn sér sérstaklega starfsemi Barnahúss. „Það hversu fá tilfelli kynferðisofbeldi innan fjölskyldunnar koma inn á borð til yfirvalda verður til þess börnin bera þessa byrði ein án allrar hjálpar. Við vitum að oft þora börn ekki að segja frá kynferðislegri misnotkun en ef þau gera það er kerfið okkar byggt upp þannig að það tekur langan tíma að safna sönnunargögnum og það tekur líka langan tíma að fara með málin fyrir dóm,“ segir Longfield í samtali við Vísi.Mjög hrifin af starfsemi Barnahúss Að sögn Longfield getur það tekið allt að tvö ár fyrir mál af þessu tagi að fara fyrir dóm en það er í raun ekki fyrr en að því loknu sem kerfið býður barninu upp á einhverja aðstoð eða meðferð. „Á meðan þjáist barnið og hefur engan til að tala við. Síðan þegar það á að fara að tala og segja frá, til dæmis fyrir dómi, er það jafnvel búið að gleyma ýmsum smáatriðum varðandi ofbeldið sem það varð fyrir.“ Eitt af því sem mælt var með í skýrslunni var að yfirvöld myndu skoða það vel hvort að barnahús að fyrirmynd hins íslenska Barnahúss væri eitthvað sem gæti bætt ferlið þannig að fleiri kynferðisbrot gegn börnum verði rannsökuð og brotamennirnir sóttir til saka. „Þess vegna komum við hingað til Íslands til að kynna okkur starfsemi Barnahúss. Það er mikill áhugi fyrir þessu úti og stóra spurningin er hvort að við getum nýtt okkur það sem gert hefur verið hér til þess að auka stuðning og aðstoð við börn sem orðið hafa kynferðisofbeldi. Við höfum verið mjög hrifin af því sem við höfum séð og ég held að það gæti orðið mjög til bóta ef við byrjum á því að opna eitt barnahús úti sem tilraunaverkefni til að sjá hvaða áhrif það myndi hafa,“ segir Longfield.Kerfið taki tillit til barna, ekki bara fullorðinna Ekki hefur verið formlega samþykkt enn varðandi opnun barnahúss í Englandi en Longfield segist vongóð um að það verði samþykkt á næstu mánuðum. Barnahúsið gæti þá tekið til starfa eftir um það bil ár. „Það sem heillar mig mest varðandi Barnahúsið hér er þessi hugmyndafræði um það að barnið er miðpuntkurinn. Allir sem að málinu koma koma til barnsins. Það veitir barninu sjálfstraust til að segja frá og trú á að það fái þá hjálp sem það þarf. Hér er líka talað um barnvænt dómskerfi og það er eitthvað sem ég vil gjarnan sjá í Englandi. Ef við hugsum bara um hvernig ríkið virkar þá er það almennt ekki gert til þess að virka fyrir börn heldur fyrir fullorðna og börn þurfa því að passa inn í rammann sem búinn er til fyrir hina fullorðnu. Það virkar einfaldlega ekki alltaf og þetta er því ekki bara spurning um hvernig við gerum hlutina heldur líka hvernig við hugsum inni í kerfinu sjálfu um þessi mál,“ segir Longfield. Tengdar fréttir Ensk sendinefnd kynnir sér starfsemi íslenska Barnahússins Stefnt að því að opna tvö barnahús í London á árinu. 27. apríl 2016 14:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Anne Longfield, umboðsmaður barna í Englandi, segir að ein helsta áskorun sem stjórnvöld þar í landi standi frammi fyrir þegar kemur að velferð barna sé kynferðisofbeldi gegn börnum innan fjölskyldna. Skýrsla sem Longfield lét gera á síðasta ári leiddi í ljós að aðeins eitt af hverjum átta tilfellum þar sem börn verða fyrir kynferðisofbeldi innan fjölskyldunnar kemur til kasta yfirvalda. Longfield vill bæta úr þessu og var heimsókn hennar og fleiri embættismanna hingað til lands í síðustu viku liður í því markmiði. Kynnti hópurinn sér sérstaklega starfsemi Barnahúss. „Það hversu fá tilfelli kynferðisofbeldi innan fjölskyldunnar koma inn á borð til yfirvalda verður til þess börnin bera þessa byrði ein án allrar hjálpar. Við vitum að oft þora börn ekki að segja frá kynferðislegri misnotkun en ef þau gera það er kerfið okkar byggt upp þannig að það tekur langan tíma að safna sönnunargögnum og það tekur líka langan tíma að fara með málin fyrir dóm,“ segir Longfield í samtali við Vísi.Mjög hrifin af starfsemi Barnahúss Að sögn Longfield getur það tekið allt að tvö ár fyrir mál af þessu tagi að fara fyrir dóm en það er í raun ekki fyrr en að því loknu sem kerfið býður barninu upp á einhverja aðstoð eða meðferð. „Á meðan þjáist barnið og hefur engan til að tala við. Síðan þegar það á að fara að tala og segja frá, til dæmis fyrir dómi, er það jafnvel búið að gleyma ýmsum smáatriðum varðandi ofbeldið sem það varð fyrir.“ Eitt af því sem mælt var með í skýrslunni var að yfirvöld myndu skoða það vel hvort að barnahús að fyrirmynd hins íslenska Barnahúss væri eitthvað sem gæti bætt ferlið þannig að fleiri kynferðisbrot gegn börnum verði rannsökuð og brotamennirnir sóttir til saka. „Þess vegna komum við hingað til Íslands til að kynna okkur starfsemi Barnahúss. Það er mikill áhugi fyrir þessu úti og stóra spurningin er hvort að við getum nýtt okkur það sem gert hefur verið hér til þess að auka stuðning og aðstoð við börn sem orðið hafa kynferðisofbeldi. Við höfum verið mjög hrifin af því sem við höfum séð og ég held að það gæti orðið mjög til bóta ef við byrjum á því að opna eitt barnahús úti sem tilraunaverkefni til að sjá hvaða áhrif það myndi hafa,“ segir Longfield.Kerfið taki tillit til barna, ekki bara fullorðinna Ekki hefur verið formlega samþykkt enn varðandi opnun barnahúss í Englandi en Longfield segist vongóð um að það verði samþykkt á næstu mánuðum. Barnahúsið gæti þá tekið til starfa eftir um það bil ár. „Það sem heillar mig mest varðandi Barnahúsið hér er þessi hugmyndafræði um það að barnið er miðpuntkurinn. Allir sem að málinu koma koma til barnsins. Það veitir barninu sjálfstraust til að segja frá og trú á að það fái þá hjálp sem það þarf. Hér er líka talað um barnvænt dómskerfi og það er eitthvað sem ég vil gjarnan sjá í Englandi. Ef við hugsum bara um hvernig ríkið virkar þá er það almennt ekki gert til þess að virka fyrir börn heldur fyrir fullorðna og börn þurfa því að passa inn í rammann sem búinn er til fyrir hina fullorðnu. Það virkar einfaldlega ekki alltaf og þetta er því ekki bara spurning um hvernig við gerum hlutina heldur líka hvernig við hugsum inni í kerfinu sjálfu um þessi mál,“ segir Longfield.
Tengdar fréttir Ensk sendinefnd kynnir sér starfsemi íslenska Barnahússins Stefnt að því að opna tvö barnahús í London á árinu. 27. apríl 2016 14:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ensk sendinefnd kynnir sér starfsemi íslenska Barnahússins Stefnt að því að opna tvö barnahús í London á árinu. 27. apríl 2016 14:47