Brjóstamiðstöð í Ármúla lítur til Grænlands Sæunn Gísladóttir skrifar 29. janúar 2016 07:00 Kristján Skúli og Rógvi hafa starfað saman síðan árið 2010. Vísir/Anton Rekstur alþjóðlegrar brjóstamiðstöðvar er hafinn í Klíníkinni Ármúla. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstakrabbameinsskurðlæknir og Rógvi Winthereig Rasmussen, sérfræðingur í myndgreiningu brjósta, hafa stofnað fyrirtækið The Nordic Breast Institute í kringum starfsemina. „Við erum í viðræðum við Sjúkratryggingar og erum bjartsýnir á að við munum geta boðið íslenskum brjóstakrabbameinssjúklingum þjónustuna,“ segir Kristján Skúli. Markmið miðstöðvarinnar er að bjóða upp á sérhæfða þjónustu í greiningu, ráðgjöf og meðferð brjóstameina. Einnig verður boðið upp á ráðgjöf, eftirlit og fyrirbyggjandi skurðaðgerðir fyrir konur sem eru arfberar BRCA-gensins. Miðstöðin hefur verið starfandi í Klíníkinni Ármúla frá því í október á síðasta ári. Á þeim tíma hafa fimm hópar af færeyskum konum komið í skurðaðgerð. Þeir Kristján Skúli og Rógvi hafa gert samning við færeyska ríkið vegna kvennanna. Nú vilja þeir bæta við sig íslenskum og grænlenskum konum. „Þetta er einkarekstur, greiddur af ríkinu, en ekki einkavæðing, það er það sem er mikilvægt,“ segir Kristján Skúli og bendir á að mikill skortur sé á sérfræðingum á sviði hans og Rógva. „Á stórum kennslusjúkrahúsum getur verið erfitt að fá sérfræðinga í sérstök störf, það er meiri þörf á almennum læknum frekar en sérfræðingum. Þannig að við getum boðið upp á okkar þjónustu með því að ferðast mikið.“ Kristján Skúli og Rógvi hafa unnið saman frá árinu 2010 við greiningar og aðgerðir á færeyskum konum. „Frá þeim tíma höfum við haft mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram og þróa módelið til að bjóða öðrum þjóðum upp á það,“ segir Kristján Skúli. Félagarnir eru í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands og segjast bjartsýnir á það að samningar náist. Einnig eru viðræður í gangi við grænlenska ríkið um að taka á móti grænlenskum konum. „Það væri mjög mikið tækifæri að hjálpa þeim, landið er svo nálægt okkur,“ segir Kristján Skúli. Ef vel gengur á brjóstamiðstöðinni segir Rógvi að það komi til greina að fjölga sérfræðingum hjá fyrirtækinu. „Við erum með góð tengsl í Englandi, Svíþjóð og í Danmörku, þannig að það kemur til greina,“ segir Rógvi. Einnig kæmi til greina að taka á móti konum frá öðrum Norðurlöndum. Félagarnir hyggjast einnig nýta aðstöðuna til alþjóðlegra fundahalda á sviði læknisfræðinnar. Fyrsti fundur þeirra verður í maí á þessu ári og verður fjallað um BRCA-genið. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Rekstur alþjóðlegrar brjóstamiðstöðvar er hafinn í Klíníkinni Ármúla. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstakrabbameinsskurðlæknir og Rógvi Winthereig Rasmussen, sérfræðingur í myndgreiningu brjósta, hafa stofnað fyrirtækið The Nordic Breast Institute í kringum starfsemina. „Við erum í viðræðum við Sjúkratryggingar og erum bjartsýnir á að við munum geta boðið íslenskum brjóstakrabbameinssjúklingum þjónustuna,“ segir Kristján Skúli. Markmið miðstöðvarinnar er að bjóða upp á sérhæfða þjónustu í greiningu, ráðgjöf og meðferð brjóstameina. Einnig verður boðið upp á ráðgjöf, eftirlit og fyrirbyggjandi skurðaðgerðir fyrir konur sem eru arfberar BRCA-gensins. Miðstöðin hefur verið starfandi í Klíníkinni Ármúla frá því í október á síðasta ári. Á þeim tíma hafa fimm hópar af færeyskum konum komið í skurðaðgerð. Þeir Kristján Skúli og Rógvi hafa gert samning við færeyska ríkið vegna kvennanna. Nú vilja þeir bæta við sig íslenskum og grænlenskum konum. „Þetta er einkarekstur, greiddur af ríkinu, en ekki einkavæðing, það er það sem er mikilvægt,“ segir Kristján Skúli og bendir á að mikill skortur sé á sérfræðingum á sviði hans og Rógva. „Á stórum kennslusjúkrahúsum getur verið erfitt að fá sérfræðinga í sérstök störf, það er meiri þörf á almennum læknum frekar en sérfræðingum. Þannig að við getum boðið upp á okkar þjónustu með því að ferðast mikið.“ Kristján Skúli og Rógvi hafa unnið saman frá árinu 2010 við greiningar og aðgerðir á færeyskum konum. „Frá þeim tíma höfum við haft mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram og þróa módelið til að bjóða öðrum þjóðum upp á það,“ segir Kristján Skúli. Félagarnir eru í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands og segjast bjartsýnir á það að samningar náist. Einnig eru viðræður í gangi við grænlenska ríkið um að taka á móti grænlenskum konum. „Það væri mjög mikið tækifæri að hjálpa þeim, landið er svo nálægt okkur,“ segir Kristján Skúli. Ef vel gengur á brjóstamiðstöðinni segir Rógvi að það komi til greina að fjölga sérfræðingum hjá fyrirtækinu. „Við erum með góð tengsl í Englandi, Svíþjóð og í Danmörku, þannig að það kemur til greina,“ segir Rógvi. Einnig kæmi til greina að taka á móti konum frá öðrum Norðurlöndum. Félagarnir hyggjast einnig nýta aðstöðuna til alþjóðlegra fundahalda á sviði læknisfræðinnar. Fyrsti fundur þeirra verður í maí á þessu ári og verður fjallað um BRCA-genið.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira