Innlent

Lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóra standa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gerðardómur mun ákveða kjör flugumferðarstjóra.
Gerðardómur mun ákveða kjör flugumferðarstjóra. Vísir/Heiða
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að lög sem Alþingi setti á yfirvinnubann flugumferðarstjóra í júní síðastliðnum standist stjórnarskrá.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra höfðaði dómsmál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóra brjóta gegn stjórnarskrá.

Flugumferðarstjórar felldu nýjan kjarasamning fyrr í mánuðinum og hefur gerðardómur verið kallaður saman samkvæmt lögum Alþingis sem flugumferðarstjórar reyndu að fá hnekkt.

Samkvæmt lögunum á gerðardómur að ákveða kjör stéttarinnar fyrir þann 18. júlí næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×