Innlent

Áfram sofandi í öndunarvél

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar á slysstað við Suðurlandsveg á mánudaginn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á slysstað við Suðurlandsveg á mánudaginn. Vísir/MHH
Maðurinn sem slasaðist í bílslysi á Suðurlandsvegi á mánudag er enn sofandi í öndunarvél. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var annar tveggja í bíl sem valt á vegakaflanum milli Landvegamóta og Hellu um tvöleytið.

Maðurinn sem fluttur var alvarlega slasaður á Landspítalann eftir vélsleðaslys nálægt Hrafntinnuskeri á laugardaginn liggur á gjörgæslu.

Þá er ástand mannsins sem slasaðist þegar fólksbíll og jeppi skullu saman á Vesturlandsvegi skammt frá Tungufossi á laugardaginn stöðugt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×