Lögreglan bylti hugsun sinni um afbrot Sveinn Arnarsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 "Lögreglumenn í Bretlandi fá tveggja daga kennslu í sálrænum veikindum, það er ófullnægjandi,“ segir Barry Loveday. vísir/auðunn Menntun lögreglumanna þarf að umbylta að mati Barry Loveday, rannsóknarprófessors við Háskólann í Portsmouth á Englandi. Að hans mati eru lögreglumenn illa í stakk búnir að takast á við nýjar tegundir glæpa á internetinu auk þess sem þekking þeirra á geðrænum vandamálum einstaklinga er ekki nægjanleg. Loveday heldur erindi á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri í dag og fer yfir rannsóknir sínar um vanda lögreglumanna í breyttri heimsmynd. Barry Loveday er rannsóknaprófessor við Rannsóknastofnun í réttarfræði við Háskólann í Portsmouth. Hann vinnur að rannsóknum á áhrifum nýrra tegunda fjársvika og netglæpa á störf lögreglunnar. Loveday hefur varið nær öllum sínum ferli í rannsóknir á glæpum, aðallega á Englandi og í Wales, en einnig hefur hann gert samanburðarrannsóknir á afbrotum á Norður-Írlandi og í Ástralíu. „Afbrot á internetinu hafa, allt fram á síðustu ár, ekki verið mikið rannsökuð af lögreglunni á Englandi. Hægt er að leiða að því líkur að það megi segja um önnur svæði Evrópu einnig. Lögreglan er ekki í stakk búin til að rannsaka netglæpi að neinu ráði,“ segir Loveday. Lögreglumenn hafi ekki menntun til að rannsaka þennan nýja vanda. „Ef lögreglan ætlar ekki að viðurkenna þennan stóra brotaflokk mun hún eiga í vanda.“ Loveday nefnir að um leið og afbrot eigi sér stað á heimilum fólks sé það næsta víst að lögreglan komi á vettvang, kanni aðstæður og rannsaki innbrotið. Hins vegar, ef brotist sé inn á bankareikning fólks og ævisparnaði þess stolið, sé iðulega fyrsta svar lögreglunnar að tala við bankann.Barry Loveday.vísir/auðunn„Það sem skiptir miklu máli er að telja þetta vera lögbrot þar sem eigandi bankareikningsins er brotaþoli. Þetta er ekki mál milli bankans og viðskiptavinar.“ Að mati Lovedays þarfnast lögreglan einnig mun meiri menntunar í andlegum krankleika einstaklinga. Þekking lögreglumanna sé af skornum skammti þegar kemur að sálrænum veikindum fólks sem þeir þurfa að kljást við. „Lögreglumenn virðast ekki, samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef skoðað, fá nægilega kennslu í þeim efnum. Lögreglan er „hin dulda félagsþjónusta“ þar sem rannsóknir hafa sýnt að á milli 25 og 40 prósent af tíma lögreglumanna er varið í að eiga við andlega veikt fólk,“ segir Loveday. Prófessorinn bendir réttilega á að þeir einstaklingar sem sitja bak við lás og slá séu einstaklingar í lægri þrepum samfélagsins sem búi við erfiðar félagslegar aðstæður, litla menntun og lítið læsi. Loveday fagnar þeim breytingum sem orðið hafa á lögreglunáminu á Íslandi með því að taka það út úr sérstökum lögregluskóla og láta lögreglumenn sitja tíma með öðrum. „Það skiptir miklu máli að lögreglumenn kenni ekki öðrum lögreglumönnum. Lögreglumenn verða að öðlast skilning á samfélagi sínu og sitja tíma með öðrum nemendum. Þannig öðlast þeir víðsýni til að geta orðið góðir lögreglumenn. Að mínu mati virðist Háskólinn á Akureyri sýna þessum hlutum mikinn skilning og það er öllum til góða,“ segir Loveday. Netglæpir eru oftar en ekki framdir af vel menntuðu fólki en hefðbundnari glæpir framdir af minna menntuðum einstaklingum í lægri þrepum samfélagsins. „Í Bretlandi er meðalfangi með lestrarhæfni á við tíu ára barn. Þessu þurfum við að breyta og við verðum að hjálpa þessum hópi manna að mennta sig. Læsi og menntun eru lykillinn að því,“ segir Barry Loveday.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Menntun lögreglumanna þarf að umbylta að mati Barry Loveday, rannsóknarprófessors við Háskólann í Portsmouth á Englandi. Að hans mati eru lögreglumenn illa í stakk búnir að takast á við nýjar tegundir glæpa á internetinu auk þess sem þekking þeirra á geðrænum vandamálum einstaklinga er ekki nægjanleg. Loveday heldur erindi á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri í dag og fer yfir rannsóknir sínar um vanda lögreglumanna í breyttri heimsmynd. Barry Loveday er rannsóknaprófessor við Rannsóknastofnun í réttarfræði við Háskólann í Portsmouth. Hann vinnur að rannsóknum á áhrifum nýrra tegunda fjársvika og netglæpa á störf lögreglunnar. Loveday hefur varið nær öllum sínum ferli í rannsóknir á glæpum, aðallega á Englandi og í Wales, en einnig hefur hann gert samanburðarrannsóknir á afbrotum á Norður-Írlandi og í Ástralíu. „Afbrot á internetinu hafa, allt fram á síðustu ár, ekki verið mikið rannsökuð af lögreglunni á Englandi. Hægt er að leiða að því líkur að það megi segja um önnur svæði Evrópu einnig. Lögreglan er ekki í stakk búin til að rannsaka netglæpi að neinu ráði,“ segir Loveday. Lögreglumenn hafi ekki menntun til að rannsaka þennan nýja vanda. „Ef lögreglan ætlar ekki að viðurkenna þennan stóra brotaflokk mun hún eiga í vanda.“ Loveday nefnir að um leið og afbrot eigi sér stað á heimilum fólks sé það næsta víst að lögreglan komi á vettvang, kanni aðstæður og rannsaki innbrotið. Hins vegar, ef brotist sé inn á bankareikning fólks og ævisparnaði þess stolið, sé iðulega fyrsta svar lögreglunnar að tala við bankann.Barry Loveday.vísir/auðunn„Það sem skiptir miklu máli er að telja þetta vera lögbrot þar sem eigandi bankareikningsins er brotaþoli. Þetta er ekki mál milli bankans og viðskiptavinar.“ Að mati Lovedays þarfnast lögreglan einnig mun meiri menntunar í andlegum krankleika einstaklinga. Þekking lögreglumanna sé af skornum skammti þegar kemur að sálrænum veikindum fólks sem þeir þurfa að kljást við. „Lögreglumenn virðast ekki, samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef skoðað, fá nægilega kennslu í þeim efnum. Lögreglan er „hin dulda félagsþjónusta“ þar sem rannsóknir hafa sýnt að á milli 25 og 40 prósent af tíma lögreglumanna er varið í að eiga við andlega veikt fólk,“ segir Loveday. Prófessorinn bendir réttilega á að þeir einstaklingar sem sitja bak við lás og slá séu einstaklingar í lægri þrepum samfélagsins sem búi við erfiðar félagslegar aðstæður, litla menntun og lítið læsi. Loveday fagnar þeim breytingum sem orðið hafa á lögreglunáminu á Íslandi með því að taka það út úr sérstökum lögregluskóla og láta lögreglumenn sitja tíma með öðrum. „Það skiptir miklu máli að lögreglumenn kenni ekki öðrum lögreglumönnum. Lögreglumenn verða að öðlast skilning á samfélagi sínu og sitja tíma með öðrum nemendum. Þannig öðlast þeir víðsýni til að geta orðið góðir lögreglumenn. Að mínu mati virðist Háskólinn á Akureyri sýna þessum hlutum mikinn skilning og það er öllum til góða,“ segir Loveday. Netglæpir eru oftar en ekki framdir af vel menntuðu fólki en hefðbundnari glæpir framdir af minna menntuðum einstaklingum í lægri þrepum samfélagsins. „Í Bretlandi er meðalfangi með lestrarhæfni á við tíu ára barn. Þessu þurfum við að breyta og við verðum að hjálpa þessum hópi manna að mennta sig. Læsi og menntun eru lykillinn að því,“ segir Barry Loveday.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira