Innlent

Metþátttaka í íbúakosningu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íbúar í Grafarholti og Úlfársdal eru duglegastir að kjósa.
Íbúar í Grafarholti og Úlfársdal eru duglegastir að kjósa. vísir/pjetur
Met hefur verið slegið í íbúakosningu um framkvæmdir á kosningavef Reykjavíkurborgar. Kosningunni lýkur á morgun.

Í fyrra tóku 7.103 þátt í kosningunni en nú þegar hafa fleiri kosið. „Síðast kusu flestir síðasta dag kosningarinnar,“ segir Róbert Bjarnason hjá Íbúum Ses.

Kosningaþátttaka er hlutfallslega meiri í ár heldur en í fyrra í flestum hverfum borgarinnar. Grafarholt og Úlfársárdalur skara fram úr. Þar hafa ríflega tíu prósent íbúa kosið nú þegar. Kosningu lýkur á miðnætti á morgun.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×