Innlent

Skúr í Kópavogi eyðilagðist í eldi

Gissur Sigurðsson skrifar
Íbúar vöknuðu bjarmann frá eldinum og kölluðu á slökkvilið, sem tókst að verja húsið en skúrnum varð ekki bjargað.
Íbúar vöknuðu bjarmann frá eldinum og kölluðu á slökkvilið, sem tókst að verja húsið en skúrnum varð ekki bjargað. Vísir/Stefán
Minnstu munaði að eldur kviknaði í íbúðarhúsi við Borgarholtsbraut í Kópavogi upp úr klukkan þrjú í nótt, þegar eldtungur úr logandi skúr á lóðinni voru að teygja sig í húsið.

Íbúar vöknuðu bjarmann frá eldinum og kölluðu á slökkvilið, sem tókst að verja húsið en skúrnum varð ekki bjargað. Í honum var meðal annars gufubaðsklefi. Eldsupptök eru ókunn, en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×