Innlent

Tveir menn handteknir grunaðir um vopnað rán

Gissur Sigurðsson skrifar
Tveir menn voru handteknir.
Tveir menn voru handteknir. vísir/heiða
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi tvo menn grunaða um aðild að vopnuðu ráni í Apóteki Suðurnesja að Hringbraut 99 í Keflavík, sem framið var klukkan hálf sjö.

Lögreglan lýsti í framhaldinu eftir manni í þverröndóttum bol og víðum gallabuxum og hóf víðtaka leit um allt umdæmið sem leiddi til handtöku mannanna tveggja, sem nú eru í haldi lögreglu.

Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×