Lék lausum hala í sjö ár: Sveik á annað hundrað raftækja út úr Alcoa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2016 15:15 Myndin er samsett Vísir Maður sem starfaði sem sérfræðingur hjá Alcoa-Fjarðaráli hefur verið dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf þarf að greiða fyrirtækinu rétt tæpar tíu milljónir vegna fjársvika frá 2008 til 2015. Var hann starfsmaður á upplýsinga- og tæknisviði hjá Alcoa- Fjarðaáli. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa blekkt starfsmenn Alcoa- Fjarðaáls með því að hagnýta sér rangar eða óljósar hugmyndir þeirra um tilgang vörukaupa en á árunum sem um ræðir lét hann Alcoa greiða fyrir fjölmörg raftæki sem hann svo nýtti í eigin þágu. Meðal þeirra raftækja sem hann pantaði í eigin þágu fyrir reikning Alcoa voru fjórir iPhone símar, sjö iPad spjaldtölvur, tvær Macbook Pro fartölvur, Canon-myndavélar, linsur, hljóðnemar og heyrnartól. Ódýrasta varan sem maðurinn var ákærður fyrir að hafa svikið út úr Alcoa var svokallað Smartfix fyrir síma sem kostaði 950 krónur, það dýrasta var Mac Pro tölva að verðmæti 378 átta þúsund króna. Pantaði hann vörurnar frá þremur fyrirtækjum, Fjarskiptum hf, Nýherja og Hátækni en alls var um 150 vörur að ræða en fallið var frá ákæru vegna fimm raftækja. Alls nam heildarupphæð þeirra raftækja sem maðurinn keypti fyrir reikning Alcoa-Fjarðaráls í eigin þágu 9.697.391 króna. Maðurinn játaði brot sitt og var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi en horft var til játningar mannsins auk þess sem að hann var með hreint sakarvottorð. Þá þarf hann að greiða Alcoa-Fjarðaráli skaðabætur sem nema heildarupphæð þeirra raftækja sem hann keypti auk málskostnaðar, fimm hundruð þúsund krónur.Sjá má dóm héraðsdóms hér. Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður Alcoa-Fjarðaáls kærður fyrir fjárdrátt Grunur leikur á að maðurinn hafi dregið sér hátt í 10 milljónir króna. 22. desember 2015 13:46 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Maður sem starfaði sem sérfræðingur hjá Alcoa-Fjarðaráli hefur verið dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf þarf að greiða fyrirtækinu rétt tæpar tíu milljónir vegna fjársvika frá 2008 til 2015. Var hann starfsmaður á upplýsinga- og tæknisviði hjá Alcoa- Fjarðaáli. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa blekkt starfsmenn Alcoa- Fjarðaáls með því að hagnýta sér rangar eða óljósar hugmyndir þeirra um tilgang vörukaupa en á árunum sem um ræðir lét hann Alcoa greiða fyrir fjölmörg raftæki sem hann svo nýtti í eigin þágu. Meðal þeirra raftækja sem hann pantaði í eigin þágu fyrir reikning Alcoa voru fjórir iPhone símar, sjö iPad spjaldtölvur, tvær Macbook Pro fartölvur, Canon-myndavélar, linsur, hljóðnemar og heyrnartól. Ódýrasta varan sem maðurinn var ákærður fyrir að hafa svikið út úr Alcoa var svokallað Smartfix fyrir síma sem kostaði 950 krónur, það dýrasta var Mac Pro tölva að verðmæti 378 átta þúsund króna. Pantaði hann vörurnar frá þremur fyrirtækjum, Fjarskiptum hf, Nýherja og Hátækni en alls var um 150 vörur að ræða en fallið var frá ákæru vegna fimm raftækja. Alls nam heildarupphæð þeirra raftækja sem maðurinn keypti fyrir reikning Alcoa-Fjarðaráls í eigin þágu 9.697.391 króna. Maðurinn játaði brot sitt og var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi en horft var til játningar mannsins auk þess sem að hann var með hreint sakarvottorð. Þá þarf hann að greiða Alcoa-Fjarðaráli skaðabætur sem nema heildarupphæð þeirra raftækja sem hann keypti auk málskostnaðar, fimm hundruð þúsund krónur.Sjá má dóm héraðsdóms hér.
Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður Alcoa-Fjarðaáls kærður fyrir fjárdrátt Grunur leikur á að maðurinn hafi dregið sér hátt í 10 milljónir króna. 22. desember 2015 13:46 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Alcoa-Fjarðaáls kærður fyrir fjárdrátt Grunur leikur á að maðurinn hafi dregið sér hátt í 10 milljónir króna. 22. desember 2015 13:46