Jöfnuður er auðlind 6. september 2016 10:00 Krafan um jöfnuð, réttlæti og samábyrgð er ekki klisja. Þetta grunnstef jafnaðarmanna um allan heim hefur lagt grunn að öflugustu velferðarsamfélögum veraldar, eins og á Norðurlöndum. Jafnaðarstefnan miðar að því að byggja upp samfélag af sömu umhyggju og við byggjum upp heimili. Því er ætlað að veita öryggi og vera skjól. Þess vegna hafði það ótvíræða þýðingu fyrir íslenskt samfélag að það skyldu hafa verið jafnaðarmenn sem héldu um stjórnartauma hin erfiðu ár eftir hrun. Á fyrstu fjórum árum eftir hrun náðu jafnaðarmenn á Íslandi að jafna lífskjör í landinu og leggja grunn að því góðæri sem við njótum nú. Vinstri stjórnin breytti skattkerfinu – og já, hækkaði skatta á þá hæst launuðu, en hlífði um leið láglaunahópunum og varði millitekjuhópinn. Stuðningur var aukinn við ungar barnafjölskyldur, barna- og húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr skerðingum. Vaxtabætur voru stórhækkaðar og hundrað milljörðum varið til þeirra og barnabóta á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni látið af hendi rakna til þeirra hluta. Kaupmáttur lægstu launa var við lok kjörtímabilsins orðinn hærri en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skildi við var helmingi minni ójöfnuður ráðstöfunartekna en árið 2007 þegar hann varð mestur. Vinstri stjórninni tókst það sem engri annarri ríkisstjórn hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Að verja kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að náðist að minnka halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, lækka verðbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nei, krafan um jöfnuð er ekki klisja. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að í samfélögum þar sem jöfnuður er í hávegum hafður er minna um öfga og glæpi. Jafnaðarstefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíðan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnaðarstefnan stuðlar að almennri velmegun, sjálfbærni og minni sóun. Hún stuðlar að samheldni, gagnkvæmu trausti og mannvirðingu. Þannig samfélag vil ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Krafan um jöfnuð, réttlæti og samábyrgð er ekki klisja. Þetta grunnstef jafnaðarmanna um allan heim hefur lagt grunn að öflugustu velferðarsamfélögum veraldar, eins og á Norðurlöndum. Jafnaðarstefnan miðar að því að byggja upp samfélag af sömu umhyggju og við byggjum upp heimili. Því er ætlað að veita öryggi og vera skjól. Þess vegna hafði það ótvíræða þýðingu fyrir íslenskt samfélag að það skyldu hafa verið jafnaðarmenn sem héldu um stjórnartauma hin erfiðu ár eftir hrun. Á fyrstu fjórum árum eftir hrun náðu jafnaðarmenn á Íslandi að jafna lífskjör í landinu og leggja grunn að því góðæri sem við njótum nú. Vinstri stjórnin breytti skattkerfinu – og já, hækkaði skatta á þá hæst launuðu, en hlífði um leið láglaunahópunum og varði millitekjuhópinn. Stuðningur var aukinn við ungar barnafjölskyldur, barna- og húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr skerðingum. Vaxtabætur voru stórhækkaðar og hundrað milljörðum varið til þeirra og barnabóta á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni látið af hendi rakna til þeirra hluta. Kaupmáttur lægstu launa var við lok kjörtímabilsins orðinn hærri en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skildi við var helmingi minni ójöfnuður ráðstöfunartekna en árið 2007 þegar hann varð mestur. Vinstri stjórninni tókst það sem engri annarri ríkisstjórn hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Að verja kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að náðist að minnka halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, lækka verðbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nei, krafan um jöfnuð er ekki klisja. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að í samfélögum þar sem jöfnuður er í hávegum hafður er minna um öfga og glæpi. Jafnaðarstefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíðan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnaðarstefnan stuðlar að almennri velmegun, sjálfbærni og minni sóun. Hún stuðlar að samheldni, gagnkvæmu trausti og mannvirðingu. Þannig samfélag vil ég.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar