Háskóli Íslands stefnir í 300 milljóna halla Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann hafa þurft að upplifa mikinn niðurskurð undanfarin ár. Það gangi ekki lengur. vísir/valli Háskóli Íslands verður að óbreyttu rekinn með 300 milljóna króna halla á þessu ári. Háskólaráð telur algjöra óvissu ríkja um framhaldið. Að óbreyttu geti Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Langvarandi undirfjármögnun háskólans muni hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi. „Við erum búnir að vera í miklum niðurskurði á undanförnum árum og þetta bara gengur ekki lengur,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir allan þann hallarekstur sem stefnir í þurfi að ráðast í ýmsar umbætur. „Þess vegna er staðan mjög erfið.“ Jón Atli fer ekki í neinar grafgötur með það að ályktun háskólaráðs sé beint að stjórnmálaflokkunum í viðræðum um myndun meirihluta. „Já, við erum að gera það og við fögnum því að stjórnmálamenn tóku málefni háskólanna til umfjöllunar í kosningabaráttunni og við teljum það gríðarlega mikilvægt að það gleymist ekki núna þegar farið er að mynda ríkisstjórn. Vegna þess að þetta er framtíð þjóðarinnar sem við erum að hugsa um fyrst og fremst,“ segir hann. Jón Atli bendir á að Íslendingar séu að ná Norðurlandaþjóðum í samanburði hvað varðar hlutfall þjóðarinnar sem sækir háskólamenntun. „Aðalatriðið er að standa vel við bakið á háskólastarfinu þannig að nemendurnir séu vel fjármagnaðir, ef svo má að orði komast,“ segir háskólarektor.Þurfa 1,5 milljarða Háskólar á Íslandi eru ekki jafn vel fjármagnaðir og háskólar í nágrannalöndunum, segir í ályktun háskólaráðs þar sem vísað er í skýrslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar. „Mikilvægt er að stíga strax ákveðin skref í þá átt að bæta fjármögnun háskólanna með auknum fjárveitingum. Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarða króna árið 2017,“ segir í ályktuninni og tekið er fram að núverandi reikniflokkaverð mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum,“ eins og segir í ályktuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. 14. október 2016 13:38 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Háskóli Íslands verður að óbreyttu rekinn með 300 milljóna króna halla á þessu ári. Háskólaráð telur algjöra óvissu ríkja um framhaldið. Að óbreyttu geti Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Langvarandi undirfjármögnun háskólans muni hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi. „Við erum búnir að vera í miklum niðurskurði á undanförnum árum og þetta bara gengur ekki lengur,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir allan þann hallarekstur sem stefnir í þurfi að ráðast í ýmsar umbætur. „Þess vegna er staðan mjög erfið.“ Jón Atli fer ekki í neinar grafgötur með það að ályktun háskólaráðs sé beint að stjórnmálaflokkunum í viðræðum um myndun meirihluta. „Já, við erum að gera það og við fögnum því að stjórnmálamenn tóku málefni háskólanna til umfjöllunar í kosningabaráttunni og við teljum það gríðarlega mikilvægt að það gleymist ekki núna þegar farið er að mynda ríkisstjórn. Vegna þess að þetta er framtíð þjóðarinnar sem við erum að hugsa um fyrst og fremst,“ segir hann. Jón Atli bendir á að Íslendingar séu að ná Norðurlandaþjóðum í samanburði hvað varðar hlutfall þjóðarinnar sem sækir háskólamenntun. „Aðalatriðið er að standa vel við bakið á háskólastarfinu þannig að nemendurnir séu vel fjármagnaðir, ef svo má að orði komast,“ segir háskólarektor.Þurfa 1,5 milljarða Háskólar á Íslandi eru ekki jafn vel fjármagnaðir og háskólar í nágrannalöndunum, segir í ályktun háskólaráðs þar sem vísað er í skýrslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar. „Mikilvægt er að stíga strax ákveðin skref í þá átt að bæta fjármögnun háskólanna með auknum fjárveitingum. Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarða króna árið 2017,“ segir í ályktuninni og tekið er fram að núverandi reikniflokkaverð mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum,“ eins og segir í ályktuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. 14. október 2016 13:38 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. 14. október 2016 13:38