Háskóli Íslands stefnir í 300 milljóna halla Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann hafa þurft að upplifa mikinn niðurskurð undanfarin ár. Það gangi ekki lengur. vísir/valli Háskóli Íslands verður að óbreyttu rekinn með 300 milljóna króna halla á þessu ári. Háskólaráð telur algjöra óvissu ríkja um framhaldið. Að óbreyttu geti Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Langvarandi undirfjármögnun háskólans muni hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi. „Við erum búnir að vera í miklum niðurskurði á undanförnum árum og þetta bara gengur ekki lengur,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir allan þann hallarekstur sem stefnir í þurfi að ráðast í ýmsar umbætur. „Þess vegna er staðan mjög erfið.“ Jón Atli fer ekki í neinar grafgötur með það að ályktun háskólaráðs sé beint að stjórnmálaflokkunum í viðræðum um myndun meirihluta. „Já, við erum að gera það og við fögnum því að stjórnmálamenn tóku málefni háskólanna til umfjöllunar í kosningabaráttunni og við teljum það gríðarlega mikilvægt að það gleymist ekki núna þegar farið er að mynda ríkisstjórn. Vegna þess að þetta er framtíð þjóðarinnar sem við erum að hugsa um fyrst og fremst,“ segir hann. Jón Atli bendir á að Íslendingar séu að ná Norðurlandaþjóðum í samanburði hvað varðar hlutfall þjóðarinnar sem sækir háskólamenntun. „Aðalatriðið er að standa vel við bakið á háskólastarfinu þannig að nemendurnir séu vel fjármagnaðir, ef svo má að orði komast,“ segir háskólarektor.Þurfa 1,5 milljarða Háskólar á Íslandi eru ekki jafn vel fjármagnaðir og háskólar í nágrannalöndunum, segir í ályktun háskólaráðs þar sem vísað er í skýrslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar. „Mikilvægt er að stíga strax ákveðin skref í þá átt að bæta fjármögnun háskólanna með auknum fjárveitingum. Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarða króna árið 2017,“ segir í ályktuninni og tekið er fram að núverandi reikniflokkaverð mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum,“ eins og segir í ályktuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. 14. október 2016 13:38 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Háskóli Íslands verður að óbreyttu rekinn með 300 milljóna króna halla á þessu ári. Háskólaráð telur algjöra óvissu ríkja um framhaldið. Að óbreyttu geti Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Langvarandi undirfjármögnun háskólans muni hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi. „Við erum búnir að vera í miklum niðurskurði á undanförnum árum og þetta bara gengur ekki lengur,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir allan þann hallarekstur sem stefnir í þurfi að ráðast í ýmsar umbætur. „Þess vegna er staðan mjög erfið.“ Jón Atli fer ekki í neinar grafgötur með það að ályktun háskólaráðs sé beint að stjórnmálaflokkunum í viðræðum um myndun meirihluta. „Já, við erum að gera það og við fögnum því að stjórnmálamenn tóku málefni háskólanna til umfjöllunar í kosningabaráttunni og við teljum það gríðarlega mikilvægt að það gleymist ekki núna þegar farið er að mynda ríkisstjórn. Vegna þess að þetta er framtíð þjóðarinnar sem við erum að hugsa um fyrst og fremst,“ segir hann. Jón Atli bendir á að Íslendingar séu að ná Norðurlandaþjóðum í samanburði hvað varðar hlutfall þjóðarinnar sem sækir háskólamenntun. „Aðalatriðið er að standa vel við bakið á háskólastarfinu þannig að nemendurnir séu vel fjármagnaðir, ef svo má að orði komast,“ segir háskólarektor.Þurfa 1,5 milljarða Háskólar á Íslandi eru ekki jafn vel fjármagnaðir og háskólar í nágrannalöndunum, segir í ályktun háskólaráðs þar sem vísað er í skýrslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar. „Mikilvægt er að stíga strax ákveðin skref í þá átt að bæta fjármögnun háskólanna með auknum fjárveitingum. Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarða króna árið 2017,“ segir í ályktuninni og tekið er fram að núverandi reikniflokkaverð mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum,“ eins og segir í ályktuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. 14. október 2016 13:38 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. 14. október 2016 13:38