Heimilisofbeldi er mest í jólamánuðinum: „Það er rosalega mikil spenna sem fylgir jólunum“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. nóvember 2016 06:00 Jólahaldi getur fylgt gífurlegt stress og álag. vísir/getty „Það er rosalega mikil spenna sem fylgir jólunum,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum.Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, prestur, MöðruvellirÍ samantekt Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á verkefninu Saman gegn ofbeldi kemur fram að fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi berast lögreglu í desember en í öðrum mánuðum. Kristín I. Pálsdóttir, einn skýrsluhöfunda, telur eina skýringuna geta verið að meira áfengi sé haft um hönd í desember en öðrum mánuðum. Solveig Lára telur skýringarnar fleiri. Spennan um jól geti tengst peningum. „Oft verður mismunandi forgangsröðun peninga að ágreiningsefni milli hjóna,“ segir hún. Þá geti væntingar um hið fullkomna jólahald valdið spennu. „Öll blöðin sýna þessi fullkomnu heimili þar sem allt á að vera tipp topp og svo er þetta ekki svona hjá þér. Allt þetta skapar spennu,“ segir hún. Solveig Lára segir presta kirkjunnar, sem veita sálusorgun, tala um jólakvíða. Þar sem ofbeldi er fyrir á heimilum geti jólakvíðinn ýtt undir ofbeldi í desember. Oftast sé þó spurt eftir sálgæslu strax eftir jólin. „Fólk er alltaf að tipla á tánum í desember að reyna að halda friðinn. Ef það fer úr böndunum eru það frekar Kvennaathvarfið eða lögreglan sem verða vör við það,“ segir hún. Prestar sjá þetta frekar í janúar þegar daglegt líf taki við.Áttatíu prósent brotaþola eru konur „Það er athyglisvert hvað þetta er stórt vandamál og svo er umhugsunarvert hvað lítil áhersla er lögð á að ná til gerenda,“ segir Kristín I. Pálsdóttir hjá Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum. Stofnunin hefur gert úttekt á verkefninu Saman gegn ofbeldi. Það er samstarfsverkefni lögreglunnar, borgarinnar og fleiri til að sporna við heimilisofbeldi í Reykjavík. Í úttektinni kemur fram að mikil fjölgun varð 2015 á heimilisofbeldismálum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls sinnti lögreglan 391 máli árið 2015, borið saman við 200 mál árið 2014. Samstarfshópurinn rekur þessa skyndilegu aukningu að einhverju leyti til breyttrar skráningar lögreglu en einnig til aukinnar umfjöllunar um heimilisofbeldi í fjölmiðlum. Vitundarvakning í samfélaginu hafi getað orðið til þess að lögregla er frekar kölluð á vettvang. Samkvæmt skýrslunni eru brotaþolar málanna um 80 prósent konur og árásaraðilar um 81 prósent karlar. Kristín segir að skýrslan varpi ljósi á það að gera þurfi ráðstafanir til að hafa áhrif á ofbeldið með meðferð og öðrum inngripum fyrir gerendur. Kristín segir þó ýmislegt hafa breyst til hins betra. „Það eru fleiri nálgunarbönn og fleiri ofbeldismenn teknir af heimilum. Hér áður fyrr var það yfirleitt þolandinn sem þurfti að flýja,“ segir hún. En gera þurfi meira. „Það þarf úrræði þannig að það sé þá einhver staður sem þeir geta farið á, að þeim sé ekki bara hent út á götu.“ Þegar horft er til þessara mála sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2015 sést að flest voru tilkynnt í desember eða 62. Fæst voru þau í apríl eða 39. Kristín segir ekki hafa verið skoðað sérstaklega hvers vegna þessi munur er milli mánaða. „Við höfum ekkert þannig séð rannsakað það en það má leiða líkur að því að það sé meira drukkið í desember og það er fylgni milli drykkju og ofbeldis. Þetta er kannski skýring sem blasir við,“ segir Kristín. Fjöldi mála í Reykjavík dreifist nokkuð jafnt yfir vikuna, en greina má aukinn fjölda í kringum helgar. Málafjöldinn nær svo hámarki á sunnudögum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Það er rosalega mikil spenna sem fylgir jólunum,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum.Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, prestur, MöðruvellirÍ samantekt Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á verkefninu Saman gegn ofbeldi kemur fram að fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi berast lögreglu í desember en í öðrum mánuðum. Kristín I. Pálsdóttir, einn skýrsluhöfunda, telur eina skýringuna geta verið að meira áfengi sé haft um hönd í desember en öðrum mánuðum. Solveig Lára telur skýringarnar fleiri. Spennan um jól geti tengst peningum. „Oft verður mismunandi forgangsröðun peninga að ágreiningsefni milli hjóna,“ segir hún. Þá geti væntingar um hið fullkomna jólahald valdið spennu. „Öll blöðin sýna þessi fullkomnu heimili þar sem allt á að vera tipp topp og svo er þetta ekki svona hjá þér. Allt þetta skapar spennu,“ segir hún. Solveig Lára segir presta kirkjunnar, sem veita sálusorgun, tala um jólakvíða. Þar sem ofbeldi er fyrir á heimilum geti jólakvíðinn ýtt undir ofbeldi í desember. Oftast sé þó spurt eftir sálgæslu strax eftir jólin. „Fólk er alltaf að tipla á tánum í desember að reyna að halda friðinn. Ef það fer úr böndunum eru það frekar Kvennaathvarfið eða lögreglan sem verða vör við það,“ segir hún. Prestar sjá þetta frekar í janúar þegar daglegt líf taki við.Áttatíu prósent brotaþola eru konur „Það er athyglisvert hvað þetta er stórt vandamál og svo er umhugsunarvert hvað lítil áhersla er lögð á að ná til gerenda,“ segir Kristín I. Pálsdóttir hjá Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum. Stofnunin hefur gert úttekt á verkefninu Saman gegn ofbeldi. Það er samstarfsverkefni lögreglunnar, borgarinnar og fleiri til að sporna við heimilisofbeldi í Reykjavík. Í úttektinni kemur fram að mikil fjölgun varð 2015 á heimilisofbeldismálum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls sinnti lögreglan 391 máli árið 2015, borið saman við 200 mál árið 2014. Samstarfshópurinn rekur þessa skyndilegu aukningu að einhverju leyti til breyttrar skráningar lögreglu en einnig til aukinnar umfjöllunar um heimilisofbeldi í fjölmiðlum. Vitundarvakning í samfélaginu hafi getað orðið til þess að lögregla er frekar kölluð á vettvang. Samkvæmt skýrslunni eru brotaþolar málanna um 80 prósent konur og árásaraðilar um 81 prósent karlar. Kristín segir að skýrslan varpi ljósi á það að gera þurfi ráðstafanir til að hafa áhrif á ofbeldið með meðferð og öðrum inngripum fyrir gerendur. Kristín segir þó ýmislegt hafa breyst til hins betra. „Það eru fleiri nálgunarbönn og fleiri ofbeldismenn teknir af heimilum. Hér áður fyrr var það yfirleitt þolandinn sem þurfti að flýja,“ segir hún. En gera þurfi meira. „Það þarf úrræði þannig að það sé þá einhver staður sem þeir geta farið á, að þeim sé ekki bara hent út á götu.“ Þegar horft er til þessara mála sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2015 sést að flest voru tilkynnt í desember eða 62. Fæst voru þau í apríl eða 39. Kristín segir ekki hafa verið skoðað sérstaklega hvers vegna þessi munur er milli mánaða. „Við höfum ekkert þannig séð rannsakað það en það má leiða líkur að því að það sé meira drukkið í desember og það er fylgni milli drykkju og ofbeldis. Þetta er kannski skýring sem blasir við,“ segir Kristín. Fjöldi mála í Reykjavík dreifist nokkuð jafnt yfir vikuna, en greina má aukinn fjölda í kringum helgar. Málafjöldinn nær svo hámarki á sunnudögum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira