Raunveruleikastjarna fórnaði nærri tánni fyrir góðgerðarmál á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2016 10:51 Ríkjandi meistari I'm a Celebrity Get Me Out of Here komst heldur betur í hann krappann á Íslandi í sumar. Vísir/Getty Breska raunveruleikastjarnan Vicky Pattinson komst heldur betur í hann krappann er hún tók þátt í fjáröflun fyrir góðgerðasamtök sem berjast gegn brjóstakrabbameini. Pattinson var stödd hér á landi í sumar sem hluti af hóp sem safnaði áheitum fyrir að ganga Laugaveginn, frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk. Ekki vildi betur til en að hún glataði nærri litlu tánni á leiðinni. Pattinson, sem helst er þekkt fyrir að taka þátt í raunveruleikaþættinum Geordie Shore auk þess sem hún er ríkjandi meistari I'm a Celebrity Get Me Out of Here þáttanna, rifjaði upp reynslu sína af Laugaveginum í spjallþætti í Bretlandi á dögunum þar sem hún sagðist nærri hafa misst litlu tána á göngunni. „Ég hafði ekki tíma til þess að ganga gönguskóna mína til,“ útskýrði Pattinson. „Ég var því berfætt í skónum á göngunni en það myndaðist svo mikill núningur á milli gönguskósins og litlu táarinnar að ég fékk einhverskonar blöndu af kali og ótrúlega stórri blöðru.“ Hún harkaði þetta þó af sér og kláraði gönguna. Þetta hefur þó tekið á enda var henni rúllað um Keflavíkurflugvöll á hjólastól á meðan beðið var eftir fluginu aftur heim til Bretlands líkt og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þegar heim var komið fékk hún hins vegar nóg og ákvað með sjálfri sér að eitthvað þyrfti að gera. „Þetta versnaði bara þannig að ég hugsaði: „fjandinn hafi það“ og ég reif efsta hlutann af.“ „Þú reifst hann af?“ spurði þáttastjórnandinn, nokkuð hneykslaður en sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Já, efsta hlutann. Ég er frekar mikill nagli,“ sagði Pattinson, stolt af sjálfri sér. Læknar telja líklegt að með þessu hafi Pattinson eignast sinn eigin minjagrip um dvöl sína á Íslandi. Segja þeir að hún þurfi að lifa með þessu til æviloka, afar ólíklegt sé að nöglin á litlu tánni muni vaxa til baka eftir þessi ævintýri. Smiling through the pain... My feet officially gave up and without alcohol to numb anything I can't even walk anymore... Iceland 1, Vicky 0. But it is all for an incredible cause... And if you haven't already, please donate to @coppafeelpeople at https://icelandcoppafeel.everydayhero.com/uk/vicky A photo posted by Vicky Pattison (@vickypattison) on Aug 10, 2016 at 11:14pm PDT First day on the trail for Team Iceland Boob! #fabulouschallenges #eggy A video posted by CoppaFeel! (@coppafeelpeople) on Aug 8, 2016 at 5:23am PDT It's day 2 for our Fabulous trekkers in Iceland! Here's the Boob Chief's eye view of the challenge ahead. YOU GOT THIS #fabulouschallenges A photo posted by CoppaFeel! (@coppafeelpeople) on Aug 9, 2016 at 2:14am PDT #tb to a pretty magical time, that we could capture because our pals @juiceofficialuk kept our phones juiced up!#fabulouschallenges #iceland A photo posted by CoppaFeel! (@coppafeelpeople) on Aug 23, 2016 at 11:11am PDT Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Breska raunveruleikastjarnan Vicky Pattinson komst heldur betur í hann krappann er hún tók þátt í fjáröflun fyrir góðgerðasamtök sem berjast gegn brjóstakrabbameini. Pattinson var stödd hér á landi í sumar sem hluti af hóp sem safnaði áheitum fyrir að ganga Laugaveginn, frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk. Ekki vildi betur til en að hún glataði nærri litlu tánni á leiðinni. Pattinson, sem helst er þekkt fyrir að taka þátt í raunveruleikaþættinum Geordie Shore auk þess sem hún er ríkjandi meistari I'm a Celebrity Get Me Out of Here þáttanna, rifjaði upp reynslu sína af Laugaveginum í spjallþætti í Bretlandi á dögunum þar sem hún sagðist nærri hafa misst litlu tána á göngunni. „Ég hafði ekki tíma til þess að ganga gönguskóna mína til,“ útskýrði Pattinson. „Ég var því berfætt í skónum á göngunni en það myndaðist svo mikill núningur á milli gönguskósins og litlu táarinnar að ég fékk einhverskonar blöndu af kali og ótrúlega stórri blöðru.“ Hún harkaði þetta þó af sér og kláraði gönguna. Þetta hefur þó tekið á enda var henni rúllað um Keflavíkurflugvöll á hjólastól á meðan beðið var eftir fluginu aftur heim til Bretlands líkt og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þegar heim var komið fékk hún hins vegar nóg og ákvað með sjálfri sér að eitthvað þyrfti að gera. „Þetta versnaði bara þannig að ég hugsaði: „fjandinn hafi það“ og ég reif efsta hlutann af.“ „Þú reifst hann af?“ spurði þáttastjórnandinn, nokkuð hneykslaður en sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Já, efsta hlutann. Ég er frekar mikill nagli,“ sagði Pattinson, stolt af sjálfri sér. Læknar telja líklegt að með þessu hafi Pattinson eignast sinn eigin minjagrip um dvöl sína á Íslandi. Segja þeir að hún þurfi að lifa með þessu til æviloka, afar ólíklegt sé að nöglin á litlu tánni muni vaxa til baka eftir þessi ævintýri. Smiling through the pain... My feet officially gave up and without alcohol to numb anything I can't even walk anymore... Iceland 1, Vicky 0. But it is all for an incredible cause... And if you haven't already, please donate to @coppafeelpeople at https://icelandcoppafeel.everydayhero.com/uk/vicky A photo posted by Vicky Pattison (@vickypattison) on Aug 10, 2016 at 11:14pm PDT First day on the trail for Team Iceland Boob! #fabulouschallenges #eggy A video posted by CoppaFeel! (@coppafeelpeople) on Aug 8, 2016 at 5:23am PDT It's day 2 for our Fabulous trekkers in Iceland! Here's the Boob Chief's eye view of the challenge ahead. YOU GOT THIS #fabulouschallenges A photo posted by CoppaFeel! (@coppafeelpeople) on Aug 9, 2016 at 2:14am PDT #tb to a pretty magical time, that we could capture because our pals @juiceofficialuk kept our phones juiced up!#fabulouschallenges #iceland A photo posted by CoppaFeel! (@coppafeelpeople) on Aug 23, 2016 at 11:11am PDT
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira