Hætti við að selja miða vegna skítkasts: „Búið að vera að drulla yfir mann“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 17:29 Íslendingar hafa fjölmennt á leiki íslenska karlaliðsins á EM. Vísir/EPa „Það er bara fólk er búið að vera að drulla yfir mann. Ég var fljót að taka þessa auglýsingu út aftur,“ segir Eva Dís Björgvinsdóttir en hún hefur fengið yfir sig mikið skítkast fyrir að reyna að selja tvo miða á leik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi á mánudag. Uppselt er á leikinn en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum. Knattspyrnusamband Íslands fékk sjötíu aukamiða í dag sem seldust upp augabragði og eftirspurnin er því mikil. Eva Dís og maðurinn hennar keyptu fjóra miða á leikinn, tveir þeirra voru ætlaðir félaga mannsins hennar en sá hætti við. Eva Dís auglýsti því miðana tvo til sölu á sölusíðunni Brask og brall á Facebook. Hún setti ekkert verð á miðana en óskaði eftir tilboðum í einkaskilaboðum. Tilboðunum streymdi inn og til að mynda eitt þar sem hundrað þúsund krónur voru boðnar í miðana tvo.Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir miðum og munu margir sitja eftir með sárt ennið.Vísir/EPAFacebook-vinur ekki svo mikill vinur Facebook-vinur Evu Dísar setti sig í samband við hana og bar sig fremur illa að hennar sögn. Hann hafði mætt á alla leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni og sárvantaði miða. Hann bauð 75.000 krónur í miðana tvo og spurði hvort hún vildi ekki fremur selja honum en einhverjum öðrum. Eva Dís bauð honum miðana á 80.000 krónur. „Ég segi ekki nei við slíkum tilboðum enda að kaupa rándýrt flug út á leikinn. Ég sagði því við hann að miðarnir yrðu hans fyrir 80.000 krónur í ljósi þess að búið var að bjóða 100.000 krónur. Þá fékk ég bara djöfulsins skítkast frá honum og við maðurinn minn vorum bara í sjokki yfir þessu,“ segir Eva Dís. Þau ákváðu því að reyna ekki að selja miðana heldur höfðu þau samband við félaga mannsins hennar sem býr í Svíþjóð og buðu honum miðana tvo á kostnaðarvirði. Sá þáði það boð og eru þau því á leið út til Nice í góðum félagsskap. Kostnaðarverð miðanna er um 55 evrur, eða sem nemur 7.500 íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag. Eva Dís sagði fyrst frá þessu í Facebook-hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016 þar sem eru einstaklingar sem ætluðu til Frakklands að fylgjast með Evrópumótinu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að nokkrir hefðu lýst því yfir á síðunni að þeir ættu vart orð yfir því fólki sem væri að reyna að græða á því að endurselja miða.Sjá einng: Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“„Verið að drulla yfir fólk fyrir að koma út á völlinn“Eva Dís segist hafa orðið vör við þá umræðu en tekur fram að hún auglýsti miðann aðeins til sölu og setti ekki upp verð, tilboðin í miðana hafi hins vegar verið há. Þá segist hún einnig hafa tekið eftir umræðu á síðunni þar sem verið sé að setja út á þá sem hafa ekki mætt á leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni en ætli að gera það núna þegar það er komið í sextán liða úrslit. „Ég hefði alveg verið til í að fara út strax á fyrsta leik en ég er bara með þrjú börn og í vinnu og það er verið að drulla yfir fólk fyrir að koma út leikinn sem hefur ekki verið á hinum leikjunum. Þetta er orðið svolítið mikið rugl. Þetta er í fyrsta skiptið sem e´g fer út á svona leik og maður er hálf hissa á þessu,“ segir Eva Dís. Hún á þó ekki von á öðru en að ferðin verði hin besta og hlakkar mikið til leiksins. Tengdar fréttir Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“ Erfitt er að verða sér úti um miða á landsleikinn gegn Englandi. Sumir miðahafar reyna að hagnast á endursölu. 25. júní 2016 16:22 Strákarnir okkar fengu íslenskt lambakjöt hjá Einsa kalda Barst með hraðsendingu DHL frá Íslandi. 25. júní 2016 11:15 Íslensk fjölskylda átti sannkallaðan draumadag í Annecy Ungir knattspyrnuiðkendur hittu goðsagnirnar og foreldrarnir gátu kosið. 25. júní 2016 10:15 Miðarnir sjötíu seldust upp á skömmum tíma Kostuðu tuttugu evrur stykkið vegna takmarkaðs útsýnis. 25. júní 2016 15:29 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
„Það er bara fólk er búið að vera að drulla yfir mann. Ég var fljót að taka þessa auglýsingu út aftur,“ segir Eva Dís Björgvinsdóttir en hún hefur fengið yfir sig mikið skítkast fyrir að reyna að selja tvo miða á leik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi á mánudag. Uppselt er á leikinn en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum. Knattspyrnusamband Íslands fékk sjötíu aukamiða í dag sem seldust upp augabragði og eftirspurnin er því mikil. Eva Dís og maðurinn hennar keyptu fjóra miða á leikinn, tveir þeirra voru ætlaðir félaga mannsins hennar en sá hætti við. Eva Dís auglýsti því miðana tvo til sölu á sölusíðunni Brask og brall á Facebook. Hún setti ekkert verð á miðana en óskaði eftir tilboðum í einkaskilaboðum. Tilboðunum streymdi inn og til að mynda eitt þar sem hundrað þúsund krónur voru boðnar í miðana tvo.Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir miðum og munu margir sitja eftir með sárt ennið.Vísir/EPAFacebook-vinur ekki svo mikill vinur Facebook-vinur Evu Dísar setti sig í samband við hana og bar sig fremur illa að hennar sögn. Hann hafði mætt á alla leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni og sárvantaði miða. Hann bauð 75.000 krónur í miðana tvo og spurði hvort hún vildi ekki fremur selja honum en einhverjum öðrum. Eva Dís bauð honum miðana á 80.000 krónur. „Ég segi ekki nei við slíkum tilboðum enda að kaupa rándýrt flug út á leikinn. Ég sagði því við hann að miðarnir yrðu hans fyrir 80.000 krónur í ljósi þess að búið var að bjóða 100.000 krónur. Þá fékk ég bara djöfulsins skítkast frá honum og við maðurinn minn vorum bara í sjokki yfir þessu,“ segir Eva Dís. Þau ákváðu því að reyna ekki að selja miðana heldur höfðu þau samband við félaga mannsins hennar sem býr í Svíþjóð og buðu honum miðana tvo á kostnaðarvirði. Sá þáði það boð og eru þau því á leið út til Nice í góðum félagsskap. Kostnaðarverð miðanna er um 55 evrur, eða sem nemur 7.500 íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag. Eva Dís sagði fyrst frá þessu í Facebook-hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016 þar sem eru einstaklingar sem ætluðu til Frakklands að fylgjast með Evrópumótinu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að nokkrir hefðu lýst því yfir á síðunni að þeir ættu vart orð yfir því fólki sem væri að reyna að græða á því að endurselja miða.Sjá einng: Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“„Verið að drulla yfir fólk fyrir að koma út á völlinn“Eva Dís segist hafa orðið vör við þá umræðu en tekur fram að hún auglýsti miðann aðeins til sölu og setti ekki upp verð, tilboðin í miðana hafi hins vegar verið há. Þá segist hún einnig hafa tekið eftir umræðu á síðunni þar sem verið sé að setja út á þá sem hafa ekki mætt á leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni en ætli að gera það núna þegar það er komið í sextán liða úrslit. „Ég hefði alveg verið til í að fara út strax á fyrsta leik en ég er bara með þrjú börn og í vinnu og það er verið að drulla yfir fólk fyrir að koma út leikinn sem hefur ekki verið á hinum leikjunum. Þetta er orðið svolítið mikið rugl. Þetta er í fyrsta skiptið sem e´g fer út á svona leik og maður er hálf hissa á þessu,“ segir Eva Dís. Hún á þó ekki von á öðru en að ferðin verði hin besta og hlakkar mikið til leiksins.
Tengdar fréttir Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“ Erfitt er að verða sér úti um miða á landsleikinn gegn Englandi. Sumir miðahafar reyna að hagnast á endursölu. 25. júní 2016 16:22 Strákarnir okkar fengu íslenskt lambakjöt hjá Einsa kalda Barst með hraðsendingu DHL frá Íslandi. 25. júní 2016 11:15 Íslensk fjölskylda átti sannkallaðan draumadag í Annecy Ungir knattspyrnuiðkendur hittu goðsagnirnar og foreldrarnir gátu kosið. 25. júní 2016 10:15 Miðarnir sjötíu seldust upp á skömmum tíma Kostuðu tuttugu evrur stykkið vegna takmarkaðs útsýnis. 25. júní 2016 15:29 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“ Erfitt er að verða sér úti um miða á landsleikinn gegn Englandi. Sumir miðahafar reyna að hagnast á endursölu. 25. júní 2016 16:22
Strákarnir okkar fengu íslenskt lambakjöt hjá Einsa kalda Barst með hraðsendingu DHL frá Íslandi. 25. júní 2016 11:15
Íslensk fjölskylda átti sannkallaðan draumadag í Annecy Ungir knattspyrnuiðkendur hittu goðsagnirnar og foreldrarnir gátu kosið. 25. júní 2016 10:15
Miðarnir sjötíu seldust upp á skömmum tíma Kostuðu tuttugu evrur stykkið vegna takmarkaðs útsýnis. 25. júní 2016 15:29