Hætti við að selja miða vegna skítkasts: „Búið að vera að drulla yfir mann“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 17:29 Íslendingar hafa fjölmennt á leiki íslenska karlaliðsins á EM. Vísir/EPa „Það er bara fólk er búið að vera að drulla yfir mann. Ég var fljót að taka þessa auglýsingu út aftur,“ segir Eva Dís Björgvinsdóttir en hún hefur fengið yfir sig mikið skítkast fyrir að reyna að selja tvo miða á leik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi á mánudag. Uppselt er á leikinn en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum. Knattspyrnusamband Íslands fékk sjötíu aukamiða í dag sem seldust upp augabragði og eftirspurnin er því mikil. Eva Dís og maðurinn hennar keyptu fjóra miða á leikinn, tveir þeirra voru ætlaðir félaga mannsins hennar en sá hætti við. Eva Dís auglýsti því miðana tvo til sölu á sölusíðunni Brask og brall á Facebook. Hún setti ekkert verð á miðana en óskaði eftir tilboðum í einkaskilaboðum. Tilboðunum streymdi inn og til að mynda eitt þar sem hundrað þúsund krónur voru boðnar í miðana tvo.Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir miðum og munu margir sitja eftir með sárt ennið.Vísir/EPAFacebook-vinur ekki svo mikill vinur Facebook-vinur Evu Dísar setti sig í samband við hana og bar sig fremur illa að hennar sögn. Hann hafði mætt á alla leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni og sárvantaði miða. Hann bauð 75.000 krónur í miðana tvo og spurði hvort hún vildi ekki fremur selja honum en einhverjum öðrum. Eva Dís bauð honum miðana á 80.000 krónur. „Ég segi ekki nei við slíkum tilboðum enda að kaupa rándýrt flug út á leikinn. Ég sagði því við hann að miðarnir yrðu hans fyrir 80.000 krónur í ljósi þess að búið var að bjóða 100.000 krónur. Þá fékk ég bara djöfulsins skítkast frá honum og við maðurinn minn vorum bara í sjokki yfir þessu,“ segir Eva Dís. Þau ákváðu því að reyna ekki að selja miðana heldur höfðu þau samband við félaga mannsins hennar sem býr í Svíþjóð og buðu honum miðana tvo á kostnaðarvirði. Sá þáði það boð og eru þau því á leið út til Nice í góðum félagsskap. Kostnaðarverð miðanna er um 55 evrur, eða sem nemur 7.500 íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag. Eva Dís sagði fyrst frá þessu í Facebook-hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016 þar sem eru einstaklingar sem ætluðu til Frakklands að fylgjast með Evrópumótinu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að nokkrir hefðu lýst því yfir á síðunni að þeir ættu vart orð yfir því fólki sem væri að reyna að græða á því að endurselja miða.Sjá einng: Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“„Verið að drulla yfir fólk fyrir að koma út á völlinn“Eva Dís segist hafa orðið vör við þá umræðu en tekur fram að hún auglýsti miðann aðeins til sölu og setti ekki upp verð, tilboðin í miðana hafi hins vegar verið há. Þá segist hún einnig hafa tekið eftir umræðu á síðunni þar sem verið sé að setja út á þá sem hafa ekki mætt á leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni en ætli að gera það núna þegar það er komið í sextán liða úrslit. „Ég hefði alveg verið til í að fara út strax á fyrsta leik en ég er bara með þrjú börn og í vinnu og það er verið að drulla yfir fólk fyrir að koma út leikinn sem hefur ekki verið á hinum leikjunum. Þetta er orðið svolítið mikið rugl. Þetta er í fyrsta skiptið sem e´g fer út á svona leik og maður er hálf hissa á þessu,“ segir Eva Dís. Hún á þó ekki von á öðru en að ferðin verði hin besta og hlakkar mikið til leiksins. Tengdar fréttir Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“ Erfitt er að verða sér úti um miða á landsleikinn gegn Englandi. Sumir miðahafar reyna að hagnast á endursölu. 25. júní 2016 16:22 Strákarnir okkar fengu íslenskt lambakjöt hjá Einsa kalda Barst með hraðsendingu DHL frá Íslandi. 25. júní 2016 11:15 Íslensk fjölskylda átti sannkallaðan draumadag í Annecy Ungir knattspyrnuiðkendur hittu goðsagnirnar og foreldrarnir gátu kosið. 25. júní 2016 10:15 Miðarnir sjötíu seldust upp á skömmum tíma Kostuðu tuttugu evrur stykkið vegna takmarkaðs útsýnis. 25. júní 2016 15:29 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Þetta væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
„Það er bara fólk er búið að vera að drulla yfir mann. Ég var fljót að taka þessa auglýsingu út aftur,“ segir Eva Dís Björgvinsdóttir en hún hefur fengið yfir sig mikið skítkast fyrir að reyna að selja tvo miða á leik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi á mánudag. Uppselt er á leikinn en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum. Knattspyrnusamband Íslands fékk sjötíu aukamiða í dag sem seldust upp augabragði og eftirspurnin er því mikil. Eva Dís og maðurinn hennar keyptu fjóra miða á leikinn, tveir þeirra voru ætlaðir félaga mannsins hennar en sá hætti við. Eva Dís auglýsti því miðana tvo til sölu á sölusíðunni Brask og brall á Facebook. Hún setti ekkert verð á miðana en óskaði eftir tilboðum í einkaskilaboðum. Tilboðunum streymdi inn og til að mynda eitt þar sem hundrað þúsund krónur voru boðnar í miðana tvo.Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir miðum og munu margir sitja eftir með sárt ennið.Vísir/EPAFacebook-vinur ekki svo mikill vinur Facebook-vinur Evu Dísar setti sig í samband við hana og bar sig fremur illa að hennar sögn. Hann hafði mætt á alla leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni og sárvantaði miða. Hann bauð 75.000 krónur í miðana tvo og spurði hvort hún vildi ekki fremur selja honum en einhverjum öðrum. Eva Dís bauð honum miðana á 80.000 krónur. „Ég segi ekki nei við slíkum tilboðum enda að kaupa rándýrt flug út á leikinn. Ég sagði því við hann að miðarnir yrðu hans fyrir 80.000 krónur í ljósi þess að búið var að bjóða 100.000 krónur. Þá fékk ég bara djöfulsins skítkast frá honum og við maðurinn minn vorum bara í sjokki yfir þessu,“ segir Eva Dís. Þau ákváðu því að reyna ekki að selja miðana heldur höfðu þau samband við félaga mannsins hennar sem býr í Svíþjóð og buðu honum miðana tvo á kostnaðarvirði. Sá þáði það boð og eru þau því á leið út til Nice í góðum félagsskap. Kostnaðarverð miðanna er um 55 evrur, eða sem nemur 7.500 íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag. Eva Dís sagði fyrst frá þessu í Facebook-hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016 þar sem eru einstaklingar sem ætluðu til Frakklands að fylgjast með Evrópumótinu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að nokkrir hefðu lýst því yfir á síðunni að þeir ættu vart orð yfir því fólki sem væri að reyna að græða á því að endurselja miða.Sjá einng: Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“„Verið að drulla yfir fólk fyrir að koma út á völlinn“Eva Dís segist hafa orðið vör við þá umræðu en tekur fram að hún auglýsti miðann aðeins til sölu og setti ekki upp verð, tilboðin í miðana hafi hins vegar verið há. Þá segist hún einnig hafa tekið eftir umræðu á síðunni þar sem verið sé að setja út á þá sem hafa ekki mætt á leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni en ætli að gera það núna þegar það er komið í sextán liða úrslit. „Ég hefði alveg verið til í að fara út strax á fyrsta leik en ég er bara með þrjú börn og í vinnu og það er verið að drulla yfir fólk fyrir að koma út leikinn sem hefur ekki verið á hinum leikjunum. Þetta er orðið svolítið mikið rugl. Þetta er í fyrsta skiptið sem e´g fer út á svona leik og maður er hálf hissa á þessu,“ segir Eva Dís. Hún á þó ekki von á öðru en að ferðin verði hin besta og hlakkar mikið til leiksins.
Tengdar fréttir Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“ Erfitt er að verða sér úti um miða á landsleikinn gegn Englandi. Sumir miðahafar reyna að hagnast á endursölu. 25. júní 2016 16:22 Strákarnir okkar fengu íslenskt lambakjöt hjá Einsa kalda Barst með hraðsendingu DHL frá Íslandi. 25. júní 2016 11:15 Íslensk fjölskylda átti sannkallaðan draumadag í Annecy Ungir knattspyrnuiðkendur hittu goðsagnirnar og foreldrarnir gátu kosið. 25. júní 2016 10:15 Miðarnir sjötíu seldust upp á skömmum tíma Kostuðu tuttugu evrur stykkið vegna takmarkaðs útsýnis. 25. júní 2016 15:29 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Þetta væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“ Erfitt er að verða sér úti um miða á landsleikinn gegn Englandi. Sumir miðahafar reyna að hagnast á endursölu. 25. júní 2016 16:22
Strákarnir okkar fengu íslenskt lambakjöt hjá Einsa kalda Barst með hraðsendingu DHL frá Íslandi. 25. júní 2016 11:15
Íslensk fjölskylda átti sannkallaðan draumadag í Annecy Ungir knattspyrnuiðkendur hittu goðsagnirnar og foreldrarnir gátu kosið. 25. júní 2016 10:15
Miðarnir sjötíu seldust upp á skömmum tíma Kostuðu tuttugu evrur stykkið vegna takmarkaðs útsýnis. 25. júní 2016 15:29
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent