Guðni myndi gera Lars að heiðursborgara á Íslandi ef hann gæti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 10:42 Guðni Th. Jóhannesson og Lars Lagerbäck. vísir Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti segir að hann myndi vilja gera Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara að heiðursborgara á Íslandi ef hann gæti til að þakka honum fyrir sitt góða starf í þágu knattspyrnunnar hér á landi. Árangur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim en ætli Svíar séu ekki sú þjóð sem fylgst hafi hvað best með landsliðinu eftir að Lagerbäck tók við sem þjálfari árið 2011. Guðni var í viðtali við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og er það aðgengilegt á vef blaðsins. Viðtalið er tekið á Keflavíkurflugvelli og byrjar blaðamaðurinn á að spyrja Guðna á ensku. Nýkjörni forsetinn svarar hins vegar á skandinavísku og segir blaðamaðurinn að henni þyki mikið til þess að Guðni svari ekki á ensku heldur næstum því á sænsku. Í viðtalinu ræðir Guðni Lars Lagerbäck og segist vilja þakka honum og Svíþjóð fyrir. „Við á Norðurlöndunum stöndum saman og við Íslendingar höfum í mörg ár átt í góðu sambandi við Svía. Við vonumst til að öll Svíþjóð styðji okkur á sunnudag,“ segir Guðni og vísar í leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitunum sem fer fram í París á sunnudagskvöld.Fyrir liggur að Lars hættir með landsliðið eftir EM en blaðamanni Expressen leikur forvitni á að vita hvernig þjóðin mun þakka Lars fyrir og hvort við munum ef til vill reisa styttu af honum? „Við munum gera það sem við getum til þess að láta hann finna hversu mikilvægur hann hefur verið okkur. Ef ég gæti, myndi ég gera hann að heiðursborgara,“ segir Guðni.Viðtalið við hann má sjá í heild hér en blaðamaðurinn leysti hann út með góðri gjöf í lok viðtalsins. Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Guðni á leiðinni til Parísar: „Vinnum með einu í framlengingu“ Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður á Stade de France í París á sunnudag þegar Ísland mætir gestgjöfunum í franska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. 29. júní 2016 14:54 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti segir að hann myndi vilja gera Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara að heiðursborgara á Íslandi ef hann gæti til að þakka honum fyrir sitt góða starf í þágu knattspyrnunnar hér á landi. Árangur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim en ætli Svíar séu ekki sú þjóð sem fylgst hafi hvað best með landsliðinu eftir að Lagerbäck tók við sem þjálfari árið 2011. Guðni var í viðtali við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og er það aðgengilegt á vef blaðsins. Viðtalið er tekið á Keflavíkurflugvelli og byrjar blaðamaðurinn á að spyrja Guðna á ensku. Nýkjörni forsetinn svarar hins vegar á skandinavísku og segir blaðamaðurinn að henni þyki mikið til þess að Guðni svari ekki á ensku heldur næstum því á sænsku. Í viðtalinu ræðir Guðni Lars Lagerbäck og segist vilja þakka honum og Svíþjóð fyrir. „Við á Norðurlöndunum stöndum saman og við Íslendingar höfum í mörg ár átt í góðu sambandi við Svía. Við vonumst til að öll Svíþjóð styðji okkur á sunnudag,“ segir Guðni og vísar í leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitunum sem fer fram í París á sunnudagskvöld.Fyrir liggur að Lars hættir með landsliðið eftir EM en blaðamanni Expressen leikur forvitni á að vita hvernig þjóðin mun þakka Lars fyrir og hvort við munum ef til vill reisa styttu af honum? „Við munum gera það sem við getum til þess að láta hann finna hversu mikilvægur hann hefur verið okkur. Ef ég gæti, myndi ég gera hann að heiðursborgara,“ segir Guðni.Viðtalið við hann má sjá í heild hér en blaðamaðurinn leysti hann út með góðri gjöf í lok viðtalsins.
Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Guðni á leiðinni til Parísar: „Vinnum með einu í framlengingu“ Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður á Stade de France í París á sunnudag þegar Ísland mætir gestgjöfunum í franska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. 29. júní 2016 14:54 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15
Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55
Guðni á leiðinni til Parísar: „Vinnum með einu í framlengingu“ Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður á Stade de France í París á sunnudag þegar Ísland mætir gestgjöfunum í franska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. 29. júní 2016 14:54