Ungir drengir leggja meiri áherslu á útlitið Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:00 Tengls eru milli íþróttaiðkunar, keppnisskaps og áherslu á útlit. vísir/Daníel Drengir í 6. og 8. bekk leggja meiri áherslu á útlit en kvenkyns jafnaldrar þeirra, en munurinn hverfur þegar komið er í 10. bekk. Drengir leggja þá minni áherslu á útlit. Drengir á unglingsaldri hafa einnig meira keppnisskap en stúlkur á sama aldri. Sterkt marktækt samband er því á milli keppnisskaps og áherslu á útlit, segir Guðmundur Torfi Heimisson, lektor við Háskólann á Akureyri. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Rannsóknarseturs forvarna við Háskólann á Akureyri, sem Guðmundur Torfi vann að. Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband keppnisskaps grunnskólanema og áherslu á að líta vel út. Einnig var skoðað hvort ástundun líkamsræktar hefði áhrif á sambandið.Guðmundur Torfi Heimisson lektor við Háskólann á AkureyriGuðmundur Torfi segir rannsóknina hafa leitt í ljós að 44% nemenda í 10. bekk finnist bæði mjög mikilvægt að líta vel út og að vinna í keppni. Einnig komi fram að 77% þeirra sem ekki finnst mikilvægt að líta vel út finnist sömuleiðis ekki mikilvægt að vinna keppni. Guðmundur Torfi segir einnig sterk tengsl vera á milli keppnisskaps, áherslu á að líta vel út og íþróttaástundunar. Hann segir þá sem hreyfa sig oftar vera mun líklegri til að leggja meiri áherslu á útlit og að vinna keppni. Eftir því sem keppnisskap aukist, aukist ástundun íþrótta, og öfugt. Rannsóknin var gerð á landsvísu árið 2015 og tók til nemenda í 6., 8., og 10. bekk. Þátttakendur í 10. bekk voru 3618 en þátttakendur í 6. og 8. bekk voru samtals 7401. Rannsóknin er hluti af stærra alþjólegu verkefni um heilsu og líðan skólanema sem Alþjóða heilbrigðismálastofnuni (WHO) stendur fyrir. Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri annast framkvæmdir hér á landi. Guðmundur Torfi segir að niðurstöðurnar gætu nýst mörgum, til dæmis foreldrum, kennurum og íþróttaþjálfurum en að of snemmt sé að draga of víðtækar ályktanir og að fleiri rannsóknir þurfi að gera.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Drengir í 6. og 8. bekk leggja meiri áherslu á útlit en kvenkyns jafnaldrar þeirra, en munurinn hverfur þegar komið er í 10. bekk. Drengir leggja þá minni áherslu á útlit. Drengir á unglingsaldri hafa einnig meira keppnisskap en stúlkur á sama aldri. Sterkt marktækt samband er því á milli keppnisskaps og áherslu á útlit, segir Guðmundur Torfi Heimisson, lektor við Háskólann á Akureyri. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Rannsóknarseturs forvarna við Háskólann á Akureyri, sem Guðmundur Torfi vann að. Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband keppnisskaps grunnskólanema og áherslu á að líta vel út. Einnig var skoðað hvort ástundun líkamsræktar hefði áhrif á sambandið.Guðmundur Torfi Heimisson lektor við Háskólann á AkureyriGuðmundur Torfi segir rannsóknina hafa leitt í ljós að 44% nemenda í 10. bekk finnist bæði mjög mikilvægt að líta vel út og að vinna í keppni. Einnig komi fram að 77% þeirra sem ekki finnst mikilvægt að líta vel út finnist sömuleiðis ekki mikilvægt að vinna keppni. Guðmundur Torfi segir einnig sterk tengsl vera á milli keppnisskaps, áherslu á að líta vel út og íþróttaástundunar. Hann segir þá sem hreyfa sig oftar vera mun líklegri til að leggja meiri áherslu á útlit og að vinna keppni. Eftir því sem keppnisskap aukist, aukist ástundun íþrótta, og öfugt. Rannsóknin var gerð á landsvísu árið 2015 og tók til nemenda í 6., 8., og 10. bekk. Þátttakendur í 10. bekk voru 3618 en þátttakendur í 6. og 8. bekk voru samtals 7401. Rannsóknin er hluti af stærra alþjólegu verkefni um heilsu og líðan skólanema sem Alþjóða heilbrigðismálastofnuni (WHO) stendur fyrir. Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri annast framkvæmdir hér á landi. Guðmundur Torfi segir að niðurstöðurnar gætu nýst mörgum, til dæmis foreldrum, kennurum og íþróttaþjálfurum en að of snemmt sé að draga of víðtækar ályktanir og að fleiri rannsóknir þurfi að gera.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira