Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. apríl 2016 07:25 Conor McGregor er að æfa á Íslandi með Gunnari Nelson. Hvað gerir hann næst? vísir/getty Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. Það kvöld á að vera það stærsta í sögu UFC og Conor átti að vera aðalstjarnan á kvöldinu. Þá ætlaði hann að freista þess að ná fram hefndum gegn Nate Diaz.Sjá einnig: Conor segist vera hættur White sagði að UFC hefði ákveðið að taka Conor af kvöldinu þar sem hann var ekki til í að koma til Las Vegas á laugardag og taka þátt í að kynna kvöldið. Sérstök ástæða sem margir taka ekki fullgilda. Almennt er talið að málið risti enn dýpra og að það sé ósætti í gangi á milli Conor og UFC. Líklega snúist deila þeirra um peninga.Sjá einnig: Conor við íslenskan blaðamanna: I'm retired, fuck interviews White kom fram á SportsCenter á ESPN um fjórum tímum eftir að Conor tilkynnti að hann væri hættur. Þar tjáði hann heiminum tíðindin um UFC 200 og reyndi að tala vel um Írann.Conor eftir bardagann gegn Nate Diaz. Verður það hans síðasti bardagi á ferlinum?vísir/getty„Auðvitað er samband okkar við Conor enn gott. Ég ber virðingu fyrir Conor sem bardagamanni og líkar mjög vel við manninn. Það er samt ekki hægt að sleppa því að mæta á kynningarfundi þar sem á líka að taka upp kynningarefni. Menn verða að standa sína plikt,“ sagði White.Sjá einnig: Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor „Conor neitaði bara að koma og taka þátt í auglýsingatökum. Hann segist vera að æfa á Íslandi og geti því ekki komið.“ White sagði einnig að einum bardaga yrði bætt við UFC 200 út af þessum tíðindum. Nú vantar líka aðalbardaga fyrir kvöldið og aðalslúðrið er að Nate Diaz muni berjast við Georges St-Pierre sem hefur ekki barist síðan 2013. MMA Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. Það kvöld á að vera það stærsta í sögu UFC og Conor átti að vera aðalstjarnan á kvöldinu. Þá ætlaði hann að freista þess að ná fram hefndum gegn Nate Diaz.Sjá einnig: Conor segist vera hættur White sagði að UFC hefði ákveðið að taka Conor af kvöldinu þar sem hann var ekki til í að koma til Las Vegas á laugardag og taka þátt í að kynna kvöldið. Sérstök ástæða sem margir taka ekki fullgilda. Almennt er talið að málið risti enn dýpra og að það sé ósætti í gangi á milli Conor og UFC. Líklega snúist deila þeirra um peninga.Sjá einnig: Conor við íslenskan blaðamanna: I'm retired, fuck interviews White kom fram á SportsCenter á ESPN um fjórum tímum eftir að Conor tilkynnti að hann væri hættur. Þar tjáði hann heiminum tíðindin um UFC 200 og reyndi að tala vel um Írann.Conor eftir bardagann gegn Nate Diaz. Verður það hans síðasti bardagi á ferlinum?vísir/getty„Auðvitað er samband okkar við Conor enn gott. Ég ber virðingu fyrir Conor sem bardagamanni og líkar mjög vel við manninn. Það er samt ekki hægt að sleppa því að mæta á kynningarfundi þar sem á líka að taka upp kynningarefni. Menn verða að standa sína plikt,“ sagði White.Sjá einnig: Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor „Conor neitaði bara að koma og taka þátt í auglýsingatökum. Hann segist vera að æfa á Íslandi og geti því ekki komið.“ White sagði einnig að einum bardaga yrði bætt við UFC 200 út af þessum tíðindum. Nú vantar líka aðalbardaga fyrir kvöldið og aðalslúðrið er að Nate Diaz muni berjast við Georges St-Pierre sem hefur ekki barist síðan 2013.
MMA Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36
Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05