Gerendur og brotaþoli breyttu framburði í ránsmáli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júlí 2016 09:15 Dómurinn var kveðinn upp af Héraðsdómi Suðurlands en dómstóllinn er staðsettur á Selfossi. vísir/pjetur Þrír menn voru í Héraðdsómi Suðurlands fyrir helgi sakfelldir fyrir gripdeild. Tveir mannanna höfðu verið ákærðir fyrir rán og sá þriðji fyrir hlutdeild í ráni. Dómari málsins taldi hins vegar ekki sannað að um rán hefði verið að ræða. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í september 2014. Mönnunum þremur var gert að sök að hafa ráðist inn á heimili manns, slegið hann ítrekað í andlitið, sparkað í síðu hans og skallað hann í höfuðið. Þá á einn þeirra að hafa hótað brotaþola að skera af honum fingur. Þremenningarnir höfðu á brott úr íbúðinni Nokia-síma, tíuþúsund krónur í reiðufé, lykla, örorkuskírteini brotaþola, debetkort, lyf, fatnað og tölvu. Einnig kröfðu þeir manninn um PIN-númer debetkorts hans.Breyttu framburði sínum hjá lögreglu Mennirnir fjórir, það er brotaþoli og hinir ákærðu, voru allir undir áhrifum vímuefna. Teknar voru skýrslur af gerendunum hjá lögreglu. Eftir að frumskýrslur höfðu verið teknar komu tveir þeirra af sjálfsdáðum til lögreglu og óskuðu eftir því að breyta framburði sínum. Í síðari útgáfunni hallaði talsvert á þann þriðja. Talsverður munur var á framburði mannanna þriggja fyrir dómi og hjá lögreglu. Einn þeirra sagði meðal annars fyrir dómi að málið hefði verið „hrekkur gagnvart brotaþola“. Mennirnir drógu allir eilítið úr þætti sínum fyrir dómi. Fyrir dómi sagði brotaþoli að mennirnir hefðu ruðst inn á heimili sitt. Einn þeirra hefði slegið hann en sum laust högg hefði verið að ræða. Eins konar „kerlingaklapp“. Annar hefði hins vegar verið æstur, „út úr spíttaður“ og kýlt hann vel.Vildi gera mönnunum greiða Líkt og með tvo hinna ákærðu þá óskaði brotaþoli einnig eftir því að breyta framburði sínum. Skömmu eftir að gerendurnir breyttu sínum framburði mætti brotaþoli á lögreglustöð og óskaði eftir því að draga kæruna til baka á hendur tveimur mannanna. Þeir hafi nánast ekkert gert heldur hafi sá þriðji verið forsprakkinn. Brotaþoli var spurður um það, fyrir dómi, hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum. Svar hans var á þann veg að einn þremenninganna hefði grátbeðið sig um að gera það „þar sem hann væri svo hræddur við að fara í fangelsi“. Í niðurstöðu dómara málsins kemur fram að hann taldi að framburður brotaþola hefði verið því marki brenndur að gera tveimur þremenninganna greiða með því að koma sökinni á hinn þriðja. Mikið ósamræmi hafi verið í framburði brotaþola. Því þótti ósannað að mennirnir hafi gerst sekir um rán. Hins vegar þótti sannað að mennirnir hefðu gerst sekir um gripdeild. Tveir mannanna eiga brotaferil að baki. Ferill annars þeirra nær aftur til ársins 2005 en hins aftur til ársins 1989. Báðir rufu skilorð með broti sínu nú. Dómari málsins mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en fullnusta hennar fellur niður haldi þeir skilorð í þrjú ár. Þriðji maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur. Refsing hans er 50.000 króna sekt í ríkissjóð. Sektin skal greidd innan fjögurra vikna en ella skuli hann sæta fangelsi í fjóra daga. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Þrír menn voru í Héraðdsómi Suðurlands fyrir helgi sakfelldir fyrir gripdeild. Tveir mannanna höfðu verið ákærðir fyrir rán og sá þriðji fyrir hlutdeild í ráni. Dómari málsins taldi hins vegar ekki sannað að um rán hefði verið að ræða. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í september 2014. Mönnunum þremur var gert að sök að hafa ráðist inn á heimili manns, slegið hann ítrekað í andlitið, sparkað í síðu hans og skallað hann í höfuðið. Þá á einn þeirra að hafa hótað brotaþola að skera af honum fingur. Þremenningarnir höfðu á brott úr íbúðinni Nokia-síma, tíuþúsund krónur í reiðufé, lykla, örorkuskírteini brotaþola, debetkort, lyf, fatnað og tölvu. Einnig kröfðu þeir manninn um PIN-númer debetkorts hans.Breyttu framburði sínum hjá lögreglu Mennirnir fjórir, það er brotaþoli og hinir ákærðu, voru allir undir áhrifum vímuefna. Teknar voru skýrslur af gerendunum hjá lögreglu. Eftir að frumskýrslur höfðu verið teknar komu tveir þeirra af sjálfsdáðum til lögreglu og óskuðu eftir því að breyta framburði sínum. Í síðari útgáfunni hallaði talsvert á þann þriðja. Talsverður munur var á framburði mannanna þriggja fyrir dómi og hjá lögreglu. Einn þeirra sagði meðal annars fyrir dómi að málið hefði verið „hrekkur gagnvart brotaþola“. Mennirnir drógu allir eilítið úr þætti sínum fyrir dómi. Fyrir dómi sagði brotaþoli að mennirnir hefðu ruðst inn á heimili sitt. Einn þeirra hefði slegið hann en sum laust högg hefði verið að ræða. Eins konar „kerlingaklapp“. Annar hefði hins vegar verið æstur, „út úr spíttaður“ og kýlt hann vel.Vildi gera mönnunum greiða Líkt og með tvo hinna ákærðu þá óskaði brotaþoli einnig eftir því að breyta framburði sínum. Skömmu eftir að gerendurnir breyttu sínum framburði mætti brotaþoli á lögreglustöð og óskaði eftir því að draga kæruna til baka á hendur tveimur mannanna. Þeir hafi nánast ekkert gert heldur hafi sá þriðji verið forsprakkinn. Brotaþoli var spurður um það, fyrir dómi, hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum. Svar hans var á þann veg að einn þremenninganna hefði grátbeðið sig um að gera það „þar sem hann væri svo hræddur við að fara í fangelsi“. Í niðurstöðu dómara málsins kemur fram að hann taldi að framburður brotaþola hefði verið því marki brenndur að gera tveimur þremenninganna greiða með því að koma sökinni á hinn þriðja. Mikið ósamræmi hafi verið í framburði brotaþola. Því þótti ósannað að mennirnir hafi gerst sekir um rán. Hins vegar þótti sannað að mennirnir hefðu gerst sekir um gripdeild. Tveir mannanna eiga brotaferil að baki. Ferill annars þeirra nær aftur til ársins 2005 en hins aftur til ársins 1989. Báðir rufu skilorð með broti sínu nú. Dómari málsins mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en fullnusta hennar fellur niður haldi þeir skilorð í þrjú ár. Þriðji maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur. Refsing hans er 50.000 króna sekt í ríkissjóð. Sektin skal greidd innan fjögurra vikna en ella skuli hann sæta fangelsi í fjóra daga. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira