Gerendur og brotaþoli breyttu framburði í ránsmáli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júlí 2016 09:15 Dómurinn var kveðinn upp af Héraðsdómi Suðurlands en dómstóllinn er staðsettur á Selfossi. vísir/pjetur Þrír menn voru í Héraðdsómi Suðurlands fyrir helgi sakfelldir fyrir gripdeild. Tveir mannanna höfðu verið ákærðir fyrir rán og sá þriðji fyrir hlutdeild í ráni. Dómari málsins taldi hins vegar ekki sannað að um rán hefði verið að ræða. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í september 2014. Mönnunum þremur var gert að sök að hafa ráðist inn á heimili manns, slegið hann ítrekað í andlitið, sparkað í síðu hans og skallað hann í höfuðið. Þá á einn þeirra að hafa hótað brotaþola að skera af honum fingur. Þremenningarnir höfðu á brott úr íbúðinni Nokia-síma, tíuþúsund krónur í reiðufé, lykla, örorkuskírteini brotaþola, debetkort, lyf, fatnað og tölvu. Einnig kröfðu þeir manninn um PIN-númer debetkorts hans.Breyttu framburði sínum hjá lögreglu Mennirnir fjórir, það er brotaþoli og hinir ákærðu, voru allir undir áhrifum vímuefna. Teknar voru skýrslur af gerendunum hjá lögreglu. Eftir að frumskýrslur höfðu verið teknar komu tveir þeirra af sjálfsdáðum til lögreglu og óskuðu eftir því að breyta framburði sínum. Í síðari útgáfunni hallaði talsvert á þann þriðja. Talsverður munur var á framburði mannanna þriggja fyrir dómi og hjá lögreglu. Einn þeirra sagði meðal annars fyrir dómi að málið hefði verið „hrekkur gagnvart brotaþola“. Mennirnir drógu allir eilítið úr þætti sínum fyrir dómi. Fyrir dómi sagði brotaþoli að mennirnir hefðu ruðst inn á heimili sitt. Einn þeirra hefði slegið hann en sum laust högg hefði verið að ræða. Eins konar „kerlingaklapp“. Annar hefði hins vegar verið æstur, „út úr spíttaður“ og kýlt hann vel.Vildi gera mönnunum greiða Líkt og með tvo hinna ákærðu þá óskaði brotaþoli einnig eftir því að breyta framburði sínum. Skömmu eftir að gerendurnir breyttu sínum framburði mætti brotaþoli á lögreglustöð og óskaði eftir því að draga kæruna til baka á hendur tveimur mannanna. Þeir hafi nánast ekkert gert heldur hafi sá þriðji verið forsprakkinn. Brotaþoli var spurður um það, fyrir dómi, hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum. Svar hans var á þann veg að einn þremenninganna hefði grátbeðið sig um að gera það „þar sem hann væri svo hræddur við að fara í fangelsi“. Í niðurstöðu dómara málsins kemur fram að hann taldi að framburður brotaþola hefði verið því marki brenndur að gera tveimur þremenninganna greiða með því að koma sökinni á hinn þriðja. Mikið ósamræmi hafi verið í framburði brotaþola. Því þótti ósannað að mennirnir hafi gerst sekir um rán. Hins vegar þótti sannað að mennirnir hefðu gerst sekir um gripdeild. Tveir mannanna eiga brotaferil að baki. Ferill annars þeirra nær aftur til ársins 2005 en hins aftur til ársins 1989. Báðir rufu skilorð með broti sínu nú. Dómari málsins mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en fullnusta hennar fellur niður haldi þeir skilorð í þrjú ár. Þriðji maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur. Refsing hans er 50.000 króna sekt í ríkissjóð. Sektin skal greidd innan fjögurra vikna en ella skuli hann sæta fangelsi í fjóra daga. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Þrír menn voru í Héraðdsómi Suðurlands fyrir helgi sakfelldir fyrir gripdeild. Tveir mannanna höfðu verið ákærðir fyrir rán og sá þriðji fyrir hlutdeild í ráni. Dómari málsins taldi hins vegar ekki sannað að um rán hefði verið að ræða. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í september 2014. Mönnunum þremur var gert að sök að hafa ráðist inn á heimili manns, slegið hann ítrekað í andlitið, sparkað í síðu hans og skallað hann í höfuðið. Þá á einn þeirra að hafa hótað brotaþola að skera af honum fingur. Þremenningarnir höfðu á brott úr íbúðinni Nokia-síma, tíuþúsund krónur í reiðufé, lykla, örorkuskírteini brotaþola, debetkort, lyf, fatnað og tölvu. Einnig kröfðu þeir manninn um PIN-númer debetkorts hans.Breyttu framburði sínum hjá lögreglu Mennirnir fjórir, það er brotaþoli og hinir ákærðu, voru allir undir áhrifum vímuefna. Teknar voru skýrslur af gerendunum hjá lögreglu. Eftir að frumskýrslur höfðu verið teknar komu tveir þeirra af sjálfsdáðum til lögreglu og óskuðu eftir því að breyta framburði sínum. Í síðari útgáfunni hallaði talsvert á þann þriðja. Talsverður munur var á framburði mannanna þriggja fyrir dómi og hjá lögreglu. Einn þeirra sagði meðal annars fyrir dómi að málið hefði verið „hrekkur gagnvart brotaþola“. Mennirnir drógu allir eilítið úr þætti sínum fyrir dómi. Fyrir dómi sagði brotaþoli að mennirnir hefðu ruðst inn á heimili sitt. Einn þeirra hefði slegið hann en sum laust högg hefði verið að ræða. Eins konar „kerlingaklapp“. Annar hefði hins vegar verið æstur, „út úr spíttaður“ og kýlt hann vel.Vildi gera mönnunum greiða Líkt og með tvo hinna ákærðu þá óskaði brotaþoli einnig eftir því að breyta framburði sínum. Skömmu eftir að gerendurnir breyttu sínum framburði mætti brotaþoli á lögreglustöð og óskaði eftir því að draga kæruna til baka á hendur tveimur mannanna. Þeir hafi nánast ekkert gert heldur hafi sá þriðji verið forsprakkinn. Brotaþoli var spurður um það, fyrir dómi, hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum. Svar hans var á þann veg að einn þremenninganna hefði grátbeðið sig um að gera það „þar sem hann væri svo hræddur við að fara í fangelsi“. Í niðurstöðu dómara málsins kemur fram að hann taldi að framburður brotaþola hefði verið því marki brenndur að gera tveimur þremenninganna greiða með því að koma sökinni á hinn þriðja. Mikið ósamræmi hafi verið í framburði brotaþola. Því þótti ósannað að mennirnir hafi gerst sekir um rán. Hins vegar þótti sannað að mennirnir hefðu gerst sekir um gripdeild. Tveir mannanna eiga brotaferil að baki. Ferill annars þeirra nær aftur til ársins 2005 en hins aftur til ársins 1989. Báðir rufu skilorð með broti sínu nú. Dómari málsins mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en fullnusta hennar fellur niður haldi þeir skilorð í þrjú ár. Þriðji maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur. Refsing hans er 50.000 króna sekt í ríkissjóð. Sektin skal greidd innan fjögurra vikna en ella skuli hann sæta fangelsi í fjóra daga. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira