Sakfelldir fyrir að kaupa stolna olíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2016 18:03 Þrír karlmenn, einn fertugur og tveir á sextugsaldri, voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir hylmingu. Fullnustu refsinga mannanna er frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum haldi þeir skilorð. Mennirnir þrír voru sakfelldir fyrir að hafa keypt stolna olíu af tveimur mönnum og hafa verið fullljóst að um þýfi var að ræða. Sölumennirnir tveir stálu á níu mánaða tímabili olíu að verðmæti fimm milljónum króna frá Atlantsolíu.Sjá einnig:Stálu bensíni fyrir rúmlega fimm milljónir króna Fyrirkomulagið var ávallt hið sama. Mennirnir komu inn á verkstæði þar sem olían var geymd í tunnum. Fyrir hverja tunnu greiddu mennirnir 25.000 krónur í reiðufé. Hver tunna var tvöhundruð lítrar og lítrinn af olíu var á þessu tímabili á bilinu 238 krónur til 254 krónur. Mennirnir báru því við fyrir dómi að þeir hefðu ekki vitað að um stolna olíu hefði verið að ræða heldur töldu þeir að þarna væri afgangsolía á ferð. Dómurinn féllst ekki á þann málflutning. Sannað var að mennirnir höfðu keypt að minnsta kosti nítján tunnur af mönnunum. Einn sakborninga velti upp þeim möguleika að sölumennirnir væru að sjúga olíuna, að minnsta kosti 3.600 lítra, af bílum. Í dómnum segir að það sé „almenn vitneskja að ekki gilda sömu markaðsaðstæður við kaup og sölu á dísilolíu hér á landi og almennt gildir um kaup og sölu á lausafé, meðal annars á þann hátt að óþekkt er að dísilolía sé boðin til sölu af öðrum en olíufélögum og í engum tilvikum á afslætti sem nemur hátt í 50% af útsöluverði.“ Því hefði mönnunum mátt vera fulljóst að um þýfi var að ræða. Aðeins einn mannnanna hefur áður gerst brotlegur við lög en hann gekkst undir sektargerð vegna brota á tollalögum. Í ljósi þess, og hve lengi það dróst að gefa út ákæru í málinu, þótti unnt að skilorðsbinda refsingu mannanna. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Þrír karlmenn, einn fertugur og tveir á sextugsaldri, voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir hylmingu. Fullnustu refsinga mannanna er frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum haldi þeir skilorð. Mennirnir þrír voru sakfelldir fyrir að hafa keypt stolna olíu af tveimur mönnum og hafa verið fullljóst að um þýfi var að ræða. Sölumennirnir tveir stálu á níu mánaða tímabili olíu að verðmæti fimm milljónum króna frá Atlantsolíu.Sjá einnig:Stálu bensíni fyrir rúmlega fimm milljónir króna Fyrirkomulagið var ávallt hið sama. Mennirnir komu inn á verkstæði þar sem olían var geymd í tunnum. Fyrir hverja tunnu greiddu mennirnir 25.000 krónur í reiðufé. Hver tunna var tvöhundruð lítrar og lítrinn af olíu var á þessu tímabili á bilinu 238 krónur til 254 krónur. Mennirnir báru því við fyrir dómi að þeir hefðu ekki vitað að um stolna olíu hefði verið að ræða heldur töldu þeir að þarna væri afgangsolía á ferð. Dómurinn féllst ekki á þann málflutning. Sannað var að mennirnir höfðu keypt að minnsta kosti nítján tunnur af mönnunum. Einn sakborninga velti upp þeim möguleika að sölumennirnir væru að sjúga olíuna, að minnsta kosti 3.600 lítra, af bílum. Í dómnum segir að það sé „almenn vitneskja að ekki gilda sömu markaðsaðstæður við kaup og sölu á dísilolíu hér á landi og almennt gildir um kaup og sölu á lausafé, meðal annars á þann hátt að óþekkt er að dísilolía sé boðin til sölu af öðrum en olíufélögum og í engum tilvikum á afslætti sem nemur hátt í 50% af útsöluverði.“ Því hefði mönnunum mátt vera fulljóst að um þýfi var að ræða. Aðeins einn mannnanna hefur áður gerst brotlegur við lög en hann gekkst undir sektargerð vegna brota á tollalögum. Í ljósi þess, og hve lengi það dróst að gefa út ákæru í málinu, þótti unnt að skilorðsbinda refsingu mannanna.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira