Sakfelldir fyrir að kaupa stolna olíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2016 18:03 Þrír karlmenn, einn fertugur og tveir á sextugsaldri, voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir hylmingu. Fullnustu refsinga mannanna er frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum haldi þeir skilorð. Mennirnir þrír voru sakfelldir fyrir að hafa keypt stolna olíu af tveimur mönnum og hafa verið fullljóst að um þýfi var að ræða. Sölumennirnir tveir stálu á níu mánaða tímabili olíu að verðmæti fimm milljónum króna frá Atlantsolíu.Sjá einnig:Stálu bensíni fyrir rúmlega fimm milljónir króna Fyrirkomulagið var ávallt hið sama. Mennirnir komu inn á verkstæði þar sem olían var geymd í tunnum. Fyrir hverja tunnu greiddu mennirnir 25.000 krónur í reiðufé. Hver tunna var tvöhundruð lítrar og lítrinn af olíu var á þessu tímabili á bilinu 238 krónur til 254 krónur. Mennirnir báru því við fyrir dómi að þeir hefðu ekki vitað að um stolna olíu hefði verið að ræða heldur töldu þeir að þarna væri afgangsolía á ferð. Dómurinn féllst ekki á þann málflutning. Sannað var að mennirnir höfðu keypt að minnsta kosti nítján tunnur af mönnunum. Einn sakborninga velti upp þeim möguleika að sölumennirnir væru að sjúga olíuna, að minnsta kosti 3.600 lítra, af bílum. Í dómnum segir að það sé „almenn vitneskja að ekki gilda sömu markaðsaðstæður við kaup og sölu á dísilolíu hér á landi og almennt gildir um kaup og sölu á lausafé, meðal annars á þann hátt að óþekkt er að dísilolía sé boðin til sölu af öðrum en olíufélögum og í engum tilvikum á afslætti sem nemur hátt í 50% af útsöluverði.“ Því hefði mönnunum mátt vera fulljóst að um þýfi var að ræða. Aðeins einn mannnanna hefur áður gerst brotlegur við lög en hann gekkst undir sektargerð vegna brota á tollalögum. Í ljósi þess, og hve lengi það dróst að gefa út ákæru í málinu, þótti unnt að skilorðsbinda refsingu mannanna. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Þrír karlmenn, einn fertugur og tveir á sextugsaldri, voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir hylmingu. Fullnustu refsinga mannanna er frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum haldi þeir skilorð. Mennirnir þrír voru sakfelldir fyrir að hafa keypt stolna olíu af tveimur mönnum og hafa verið fullljóst að um þýfi var að ræða. Sölumennirnir tveir stálu á níu mánaða tímabili olíu að verðmæti fimm milljónum króna frá Atlantsolíu.Sjá einnig:Stálu bensíni fyrir rúmlega fimm milljónir króna Fyrirkomulagið var ávallt hið sama. Mennirnir komu inn á verkstæði þar sem olían var geymd í tunnum. Fyrir hverja tunnu greiddu mennirnir 25.000 krónur í reiðufé. Hver tunna var tvöhundruð lítrar og lítrinn af olíu var á þessu tímabili á bilinu 238 krónur til 254 krónur. Mennirnir báru því við fyrir dómi að þeir hefðu ekki vitað að um stolna olíu hefði verið að ræða heldur töldu þeir að þarna væri afgangsolía á ferð. Dómurinn féllst ekki á þann málflutning. Sannað var að mennirnir höfðu keypt að minnsta kosti nítján tunnur af mönnunum. Einn sakborninga velti upp þeim möguleika að sölumennirnir væru að sjúga olíuna, að minnsta kosti 3.600 lítra, af bílum. Í dómnum segir að það sé „almenn vitneskja að ekki gilda sömu markaðsaðstæður við kaup og sölu á dísilolíu hér á landi og almennt gildir um kaup og sölu á lausafé, meðal annars á þann hátt að óþekkt er að dísilolía sé boðin til sölu af öðrum en olíufélögum og í engum tilvikum á afslætti sem nemur hátt í 50% af útsöluverði.“ Því hefði mönnunum mátt vera fulljóst að um þýfi var að ræða. Aðeins einn mannnanna hefur áður gerst brotlegur við lög en hann gekkst undir sektargerð vegna brota á tollalögum. Í ljósi þess, og hve lengi það dróst að gefa út ákæru í málinu, þótti unnt að skilorðsbinda refsingu mannanna.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira