Innlent

Selfyssingar fá gefins fimm þúsund rúnstykki

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Almar Þór og Ólöf Ingibergsdóttir, eiginkona hans sem mættu snemma í morgun í bakaríið til að gefa Selfyssingum rúnstykki.
Almar Þór og Ólöf Ingibergsdóttir, eiginkona hans sem mættu snemma í morgun í bakaríið til að gefa Selfyssingum rúnstykki. vísir/mhh
„Með  þessu erum við fyrst og fremst að þakka fyrir okkur því við höfum verið með bakarí á Selfossi í fimm ár. Okkar hlutverk er ekki bara að þiggja frá viðskiptavinunum, við verðum líka að gefa eitthvað til baka,“ segir Almar Þór Þorgeirsson, bakari hjá Almarsbakaríi sem hefur bakað fimm þúsund rúnstykki sem hann ætlar að gefa Selfyssingum í dag.

Hvert heimili á Selfossi fékk poka frá bakaríinu með póstinum á fimmtudaginn og mætir síðan í bakaríið í dag með pokann og fær fjögur rúnstykki ofan í hann af eigin vali.

„Við gerðum þetta í Hveragerði líka um síðustu helgi, þar fóru tvö þúsund rúnstykki. Við eigum eftir að gera eitthvað svona meira á næstunni, því lofa ég, það er alltaf gaman að vera með óvæntar uppákomu og gleðja fólk,“ bætir Almar við. Hjá honum starfa um þrjátíu manns í Hveragerði og á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×