Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Una Sighvatsdóttir skrifar 16. janúar 2016 12:56 Ríkisstjórnin óskaði þess á síðasta ári að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu, sem fjöldi ríkja kemur að, þar með talin flest Evrópuríki. Kínverjar eiga þó stærstan hlut í bankanum og stofnfundurinn fer fram þar í landi nú um helgina, þar sem Bjarni Benediktsson er staddur. Fjármálaráðuneytið fékk heimild á fjáraukalögum til að skuldbinda íslenskan ríkissjóð um 2,3 milljarða króna vegna kaupa á hlut í bankanum. Frosti Sigurjónsson mælti harðlega gegn þeirri ráðstöfun þegar lögin voru rædd á þinginu í desember, enda segir hann ávinning Íslands af fjárfestingunni mjög óvissan. Í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir Frosti að óvíst sé hvort Bjarni eigi nokkurt erindi til Kína, því þrátt fyrir að heimild hafi verið samþykkt á fjárlögum geti Ísland ekki orðið fullur aðili að honum fyrr en Alþingi staðfestir samþykktir bankans, þar sem krafist sé undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og undanþágu frá fjármálaeftirliti.Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína. Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkurt...Posted by Frosti Sigurjonsson on Friday, 15 January 2016Frosti segir að í raun verði þessi banki því hafinn yfir lög og reglur Íslands. Alþingi þurfi að samþykkja að svo megi verða og til að réttlæta slíkar undanþágur telur Frosti að almannahagsmunir þurfi að vera miklir. Hins vegar sé alls óvíst sé hvort Ísland fái nokkuð út úr því. Hlutur Íslands í bankanum verður aðeins 0,028% og því muni Ísland engin áhrif hafa og engan stjórnarmann. Frosti segir jafnframt erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann telur að Ísland geti hæglega styrkt góð samskipti við Asíu eftir öðrum og gagnsærri leiðum, án þess að eiga hlut í bankanum. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ríkisstjórnin óskaði þess á síðasta ári að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu, sem fjöldi ríkja kemur að, þar með talin flest Evrópuríki. Kínverjar eiga þó stærstan hlut í bankanum og stofnfundurinn fer fram þar í landi nú um helgina, þar sem Bjarni Benediktsson er staddur. Fjármálaráðuneytið fékk heimild á fjáraukalögum til að skuldbinda íslenskan ríkissjóð um 2,3 milljarða króna vegna kaupa á hlut í bankanum. Frosti Sigurjónsson mælti harðlega gegn þeirri ráðstöfun þegar lögin voru rædd á þinginu í desember, enda segir hann ávinning Íslands af fjárfestingunni mjög óvissan. Í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir Frosti að óvíst sé hvort Bjarni eigi nokkurt erindi til Kína, því þrátt fyrir að heimild hafi verið samþykkt á fjárlögum geti Ísland ekki orðið fullur aðili að honum fyrr en Alþingi staðfestir samþykktir bankans, þar sem krafist sé undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og undanþágu frá fjármálaeftirliti.Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína. Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkurt...Posted by Frosti Sigurjonsson on Friday, 15 January 2016Frosti segir að í raun verði þessi banki því hafinn yfir lög og reglur Íslands. Alþingi þurfi að samþykkja að svo megi verða og til að réttlæta slíkar undanþágur telur Frosti að almannahagsmunir þurfi að vera miklir. Hins vegar sé alls óvíst sé hvort Ísland fái nokkuð út úr því. Hlutur Íslands í bankanum verður aðeins 0,028% og því muni Ísland engin áhrif hafa og engan stjórnarmann. Frosti segir jafnframt erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann telur að Ísland geti hæglega styrkt góð samskipti við Asíu eftir öðrum og gagnsærri leiðum, án þess að eiga hlut í bankanum.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira