Jómfrúin og Snaps vilja vera undir einum hatti Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. mars 2016 07:00 Snaps við Óðinstorg og Jómfrúin í Reykjavík hyggja á samstarf en bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins. „Þetta er í bígerð, við höfum verið að stinga saman nefjum og bíðum endanlegrar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins,“ segir Sigurgísli Bjarnason, annar stofnenda Snaps. Snaps var opnaður árið 2012 af þeim Sigurgísla og Stefáni Melsted. Jómfrúin fagnar 20 ára afmæli í ár og eigendur staðarins eru Jakob Einar Jakobsson og Birgir Bieltvedt. Sigurgísli segir standa til að félögin að baki stöðunum verði áfram rekin hvort í sínu lagi en sameinist undir einum hatti þar sem leiðandi fjárfestir er eignarhaldsfélagið, Eyja fjárfestingafélag ehf. Það félag er í eigu Birgis og Eyglóar Kjartansdóttur. Breytingarnar muni ekki hafa áhrif á starfsfólk eða matargerð nema að því leyti að rekstur beggja staða verði efldur. „Félögin sameinast undir einum hatti en staðirnir verða reknir sér, við viljum halda í sérkenni þeirra en efla þá báða. Það verða engar breytingar í matargerðinni, við eigum svipaðan kúnnahóp og höfum einnig líka sýn á matargerð. Jakob er öllu vanur í Jómfrúnni og hefur verið þar í mörg ár,“ segir Sigurgísli. Að sögn Sigurgísla verða hann og Stefán áfram á Snaps og nýta krafta sína og sérþekkingu. Byggja eigi báða staði enn frekar upp. „Hvernig það verður gert verður að koma í ljós á næstu vikum en nú er til dæmis opið á Jómfrúnni á kvöldin, fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld,“ segir Sigurgísli. Stefán segir þau gildi sem hann hefur haft að leiðarljósi í matargerð enn höfð í heiðri. „Við höfum alltaf verið með einfaldan mat á matseðlinum en lagt allt í gæðin. Við gerum matinn frá grunni og styttum okkur ekki leið í matargerðinni. Við höldum því áfram.“ Snaps rekur einnig elstu smurbrauðsþjónustu landsins, Brauðbæ, sem hefur verið starfandi síðan árið 1965. „Við sjáum tækifæri í því að efla veisluþjónustuna, segir Stefán. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Snaps við Óðinstorg og Jómfrúin í Reykjavík hyggja á samstarf en bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins. „Þetta er í bígerð, við höfum verið að stinga saman nefjum og bíðum endanlegrar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins,“ segir Sigurgísli Bjarnason, annar stofnenda Snaps. Snaps var opnaður árið 2012 af þeim Sigurgísla og Stefáni Melsted. Jómfrúin fagnar 20 ára afmæli í ár og eigendur staðarins eru Jakob Einar Jakobsson og Birgir Bieltvedt. Sigurgísli segir standa til að félögin að baki stöðunum verði áfram rekin hvort í sínu lagi en sameinist undir einum hatti þar sem leiðandi fjárfestir er eignarhaldsfélagið, Eyja fjárfestingafélag ehf. Það félag er í eigu Birgis og Eyglóar Kjartansdóttur. Breytingarnar muni ekki hafa áhrif á starfsfólk eða matargerð nema að því leyti að rekstur beggja staða verði efldur. „Félögin sameinast undir einum hatti en staðirnir verða reknir sér, við viljum halda í sérkenni þeirra en efla þá báða. Það verða engar breytingar í matargerðinni, við eigum svipaðan kúnnahóp og höfum einnig líka sýn á matargerð. Jakob er öllu vanur í Jómfrúnni og hefur verið þar í mörg ár,“ segir Sigurgísli. Að sögn Sigurgísla verða hann og Stefán áfram á Snaps og nýta krafta sína og sérþekkingu. Byggja eigi báða staði enn frekar upp. „Hvernig það verður gert verður að koma í ljós á næstu vikum en nú er til dæmis opið á Jómfrúnni á kvöldin, fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld,“ segir Sigurgísli. Stefán segir þau gildi sem hann hefur haft að leiðarljósi í matargerð enn höfð í heiðri. „Við höfum alltaf verið með einfaldan mat á matseðlinum en lagt allt í gæðin. Við gerum matinn frá grunni og styttum okkur ekki leið í matargerðinni. Við höldum því áfram.“ Snaps rekur einnig elstu smurbrauðsþjónustu landsins, Brauðbæ, sem hefur verið starfandi síðan árið 1965. „Við sjáum tækifæri í því að efla veisluþjónustuna, segir Stefán.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira