Ungur Íslendingur í Malasíu býr á götunni í sólarhring Bjarki Ármannsson skrifar 12. mars 2016 12:43 Árni kemur sér fyrir á götunni klukkan tíu að staðartíma. Myndir/Snapchat-aðgangurinn BoysNBackpacks Ungur Íslendingur á bakpokaferðalagi um Asíu „býr“ um þessar mundir á götunni í borginni Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu. Hann hyggst betla sér til matar í 24 klukkustundir til að þess að kynnast frekar lífsviðhorfi þeirra sem búa við sárafátækt í þessum heimshluta. Hinn rúmlega tvítugi Árni Steinn Viggósson greinir skilmerkilega frá þessu í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli. Hann er einn nokkurra ungra Íslendinga sem ferðast nú um Asíu og greina frá því sem á daga þeirra drífur á samfélagsmiðlunum Snapchat og Instagram. Tilraun Árna hófst klukkan tíu að morgni á staðartíma, eða klukkan tvö um nótt á Íslandi. Hún hefur því staðið yfir í um tíu og hálfa klukkustund þegar þetta er skrifað. Vinir Árna hafa sent inn nokkur myndskeið á Snapchat í dag þar sem meðal annars kemur fram að hann hefur fengið gefins tvær vatnsflöskur, um 800 íslenskar krónur í malasískum gjaldeyri og fótboltatreyju merkta Barcelona, en Árni hélt út á götuna á stuttbuxunum einum saman. Peninginn nýtti Árni í að kaupa sér tvo brauðhleifa í 7/11 búð. Þá lenti Árni í hellirigningu á einum tímapunkti en náði að koma sér í skjól í húsasundi. Í Facebook-færslu Árna, sem yfir þúsund manns hafa „lækað“ við, segir hann að hann vilji að þessari tilraun lokinni safna örlitlum peningi fyrir „allt góða fólkið“ sem hann hittir á ferðalagi sínu. „Að lokum vil ég síðan gerast svo djarfur að biðja þig um að deila þessu með vinum þínum svo að þessi skilaboð komist sem lengst,“ skrifar hann. „Það væri svo fallegt og skemmtilegt ef þetta frábæra litla ævintýri gæti að lokum gefið af sér og umturnast í einhverskonar góðverk frá okkur til þeirra sem hafa það alls ekki jafn gott og við.“Posted by Árni Steinn Viggósson on 11. mars 2016 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Ungur Íslendingur á bakpokaferðalagi um Asíu „býr“ um þessar mundir á götunni í borginni Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu. Hann hyggst betla sér til matar í 24 klukkustundir til að þess að kynnast frekar lífsviðhorfi þeirra sem búa við sárafátækt í þessum heimshluta. Hinn rúmlega tvítugi Árni Steinn Viggósson greinir skilmerkilega frá þessu í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli. Hann er einn nokkurra ungra Íslendinga sem ferðast nú um Asíu og greina frá því sem á daga þeirra drífur á samfélagsmiðlunum Snapchat og Instagram. Tilraun Árna hófst klukkan tíu að morgni á staðartíma, eða klukkan tvö um nótt á Íslandi. Hún hefur því staðið yfir í um tíu og hálfa klukkustund þegar þetta er skrifað. Vinir Árna hafa sent inn nokkur myndskeið á Snapchat í dag þar sem meðal annars kemur fram að hann hefur fengið gefins tvær vatnsflöskur, um 800 íslenskar krónur í malasískum gjaldeyri og fótboltatreyju merkta Barcelona, en Árni hélt út á götuna á stuttbuxunum einum saman. Peninginn nýtti Árni í að kaupa sér tvo brauðhleifa í 7/11 búð. Þá lenti Árni í hellirigningu á einum tímapunkti en náði að koma sér í skjól í húsasundi. Í Facebook-færslu Árna, sem yfir þúsund manns hafa „lækað“ við, segir hann að hann vilji að þessari tilraun lokinni safna örlitlum peningi fyrir „allt góða fólkið“ sem hann hittir á ferðalagi sínu. „Að lokum vil ég síðan gerast svo djarfur að biðja þig um að deila þessu með vinum þínum svo að þessi skilaboð komist sem lengst,“ skrifar hann. „Það væri svo fallegt og skemmtilegt ef þetta frábæra litla ævintýri gæti að lokum gefið af sér og umturnast í einhverskonar góðverk frá okkur til þeirra sem hafa það alls ekki jafn gott og við.“Posted by Árni Steinn Viggósson on 11. mars 2016
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira