Lagið er á plötunni Vagg & Velta og þykir nokkuð vinsælt hér á landi í dag. Í myndbandinu má sjá rapparann upp á húsþökum um alla Reykjavíkurborg og er greinilega öllu tjaldað til í gerð myndbandsins.
Undir lok myndbandsins tekur Emmsjé Gauti falleg dansspor ásamt nokkrum félögum sínum úr hljómsveitunum Úlfur Úlfur og Agent Fresco og hefur verið gert nokkuð grín af því á samfélagsmiðlum.
Á Facebook og Twitter er búið að klippa út nokkurra sekúndna brot úr myndbandinu og setja önnur lög yfir. Sem dæmi má heyra lögin I Want It That Way með Backstreet Boys og Sandstorm með Darude undir eins og sjá má hér að neðan.
Ég varð pic.twitter.com/rr6KT03MJg
— Jóhannes Gauti (@joigauti) October 19, 2016
— Svona hljóð gaur (@Idnadarmadur) October 20, 2016
Mér finnst þetta sturlað! Ég væri til í fleiri útgáfur. Besta útgáfan fær V&V á vínyl. Lets go. https://t.co/gN4izLQTMG
— Emmsjé (@emmsjegauti) October 20, 2016