Lífið

Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Söngkonan Adele klökknaði eftir að hafa tileinkað tónleika sína í Antwerpen í Belgíu í gærkvöldi öllum þeim sem voru í Pulse næturklúbbnum í Orlando á laugardagskvöldið þegar Omar Mateen ruddist inn og myrti fimmtíu manns.

„LGBTQ-samfélagið hafa verið sem sálufélagar mínir frá unga aldri þannig að þetta hafði mikil áhrif á mig,“ sagði söngkonan og heyra má rödd hennar bresta á meðan hún barðist við tárin. Svo hélt hún áfram; „ég veit ekki afhverju ég er strax byrjuð að gráta. Stærsti hluti þessara tónleika verður frekar sorglegur... þar sem lögin mín eru flest sorgleg.“

Atvikið má sjá á myndbandi hér að ofan en ræðan er við upphaf myndbandsins.

Adele er það vinsæl í Belgíu að hún seldi upp þrjá tónleika í röð í íþróttahöll Antwerpen. Hún mun því einnig koma fram í borginni á sama sviði í kvöld og annað kvöld.


Tengdar fréttir

Myrti fimmtíu manns á næturklúbbi

Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna var gerð í fyrrinótt á skemmtistað samkynhneigðra í Orlando. Árásarmaðurinn þoldi ekki að sjá karlmenn kyssast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.