Vilja að föngum verði óheimilt að fara í klefa annarra sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. mars 2016 12:53 Frá Litla-Hrauni. vísir/heiða Allsherjar- og menntamálanefnd vill að föngum í lokuðum fangelsum verði óheimilt að fara inn í fangaklefa annarra fanga, eftir að hafa fengið upplýsingar um að ofbeldi meðal fanga væri töluvert. Nefndin segir fanga ekki leggja fram formlega kvörtun eða kæru til lögreglu sökum hræðslu. Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði fram breytingartillögu við frumvarp til laga um fullnustu refsinga á Alþingi á dögunum. Þar er meðal annars lagt til að föngum í lokuðum fangelsum verði óheimilt að fara inn í fangaklefa annarra fanga. Hins vegar geti forstöðumaður í samráði við Fangelsismálastofnun vikið frá reglunni ef sameiginleg rými í fangelsinu eru ekki fullnægjandi eða málefnalegar ástæður mæla með því. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist fagna þessari afstöðu nefndarinnar. „Við erum mjög ánægð með þessa afstöðu nefndarinnar. Það er einfaldlega eitt af okkar meginhlutverkum að tryggja öryggi fanga og þessi breyting mun hjálpa í þannig. Það er þannig að ofbeldi fyrirfinnst í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu og við gerum það sem við getum til þess að hindra það og svo stoppa af þegar það kemur upp og þessi tillaga er frá okkur komin. Hún skiptir miklu máli og við erum mjög ánægð," segir hann.Í nefndaráliti allsherjarnefndar segir að fangelsisyfirvöldum hafi ítrekað verið tilkynnt um barsmíðar og annað ofbeldi meðal fanga án þess að viðkomandi hafi viljað leggja fram formlega kvörtun eða kæru til lögreglu vegna hræðslu. „Við höfum heyrt af þessu en eins og ég segi það er eðlilegt að það gerist í fangelsum eins og annars staðar. En það er okkar þá að gera það sem við getum til þess að gera umhverfið öruggt," segir Páll. Þá segir jafnframt í álitinu að fyrir liggi upplýsingar um að fangar hafi farið í klefa annarra fanga og tekið þaðan verðmæti ófrjálsfri hendi. Nefndin bendir á að eitt meginhlutverk fangelsisyfirvalda sé að tryggja öryggi fanag á meðal afplánun stendur, og því sé það mat hennar að með því að leyfa föngum að vera í eftirlitslausum í klefum hvers annars geti öryggi þeirra verið stefnt í voða. Réttarhöld yfir föngunum Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni fóru fram í byrjun árs, en þeir eru sakaðir um að hafa veist með ofbeldi að öðrum fanga á Litla-Hrauni sem hafi leitt til dauða hans. Þess er beðið að dómur verði kveðinn upp, en saksóknari hefur farið fram á allt að tólf ára fangelsi. Tengdar fréttir Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48 Yfirmatsmaður í máli Annþórs og Barkar: Lík fær ekki mar Yfirmatsmanni greinir á um hvernig þeir áverkar sem drógu Sigurð Hólm Sigurðsson til dauða eru tilkomnir. 29. janúar 2016 16:20 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd vill að föngum í lokuðum fangelsum verði óheimilt að fara inn í fangaklefa annarra fanga, eftir að hafa fengið upplýsingar um að ofbeldi meðal fanga væri töluvert. Nefndin segir fanga ekki leggja fram formlega kvörtun eða kæru til lögreglu sökum hræðslu. Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði fram breytingartillögu við frumvarp til laga um fullnustu refsinga á Alþingi á dögunum. Þar er meðal annars lagt til að föngum í lokuðum fangelsum verði óheimilt að fara inn í fangaklefa annarra fanga. Hins vegar geti forstöðumaður í samráði við Fangelsismálastofnun vikið frá reglunni ef sameiginleg rými í fangelsinu eru ekki fullnægjandi eða málefnalegar ástæður mæla með því. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist fagna þessari afstöðu nefndarinnar. „Við erum mjög ánægð með þessa afstöðu nefndarinnar. Það er einfaldlega eitt af okkar meginhlutverkum að tryggja öryggi fanga og þessi breyting mun hjálpa í þannig. Það er þannig að ofbeldi fyrirfinnst í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu og við gerum það sem við getum til þess að hindra það og svo stoppa af þegar það kemur upp og þessi tillaga er frá okkur komin. Hún skiptir miklu máli og við erum mjög ánægð," segir hann.Í nefndaráliti allsherjarnefndar segir að fangelsisyfirvöldum hafi ítrekað verið tilkynnt um barsmíðar og annað ofbeldi meðal fanga án þess að viðkomandi hafi viljað leggja fram formlega kvörtun eða kæru til lögreglu vegna hræðslu. „Við höfum heyrt af þessu en eins og ég segi það er eðlilegt að það gerist í fangelsum eins og annars staðar. En það er okkar þá að gera það sem við getum til þess að gera umhverfið öruggt," segir Páll. Þá segir jafnframt í álitinu að fyrir liggi upplýsingar um að fangar hafi farið í klefa annarra fanga og tekið þaðan verðmæti ófrjálsfri hendi. Nefndin bendir á að eitt meginhlutverk fangelsisyfirvalda sé að tryggja öryggi fanag á meðal afplánun stendur, og því sé það mat hennar að með því að leyfa föngum að vera í eftirlitslausum í klefum hvers annars geti öryggi þeirra verið stefnt í voða. Réttarhöld yfir föngunum Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni fóru fram í byrjun árs, en þeir eru sakaðir um að hafa veist með ofbeldi að öðrum fanga á Litla-Hrauni sem hafi leitt til dauða hans. Þess er beðið að dómur verði kveðinn upp, en saksóknari hefur farið fram á allt að tólf ára fangelsi.
Tengdar fréttir Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48 Yfirmatsmaður í máli Annþórs og Barkar: Lík fær ekki mar Yfirmatsmanni greinir á um hvernig þeir áverkar sem drógu Sigurð Hólm Sigurðsson til dauða eru tilkomnir. 29. janúar 2016 16:20 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05
Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48
Yfirmatsmaður í máli Annþórs og Barkar: Lík fær ekki mar Yfirmatsmanni greinir á um hvernig þeir áverkar sem drógu Sigurð Hólm Sigurðsson til dauða eru tilkomnir. 29. janúar 2016 16:20