Mottumars hófst með björgunaraðgerð Una Sighvatsdóttir skrifar 1. mars 2016 20:00 Farinn var björgunarleiðangur um borð í varðskipið Þór í dag. í þetta sinn var þó enginn í sjávarháska, heldur sigu fulltrúar krabbameinsfélagsins og fyrirtækja í sjávarútvegi um borð og afhentu skipherra Þórs sérstakt björgunarbox. Tilefnið er hinn árlegi Mottumars. Kristján Oddsson forstjóri Krabbameinsfélagsins segir að í björgunarkassanum sé bæði myndrænt fræðsluefniog eins bæklingar sem eru til að upplýsa karlmenn um einkenni krabbameins, með sérstakri áherslu á blöðruhálskrabbamein. „Allar rannsóknir sýna það að karlmenn leita síður og seinna til lækna og þá oft að áeggjan kvenna. Þetta er fyrst og fremst árvekniátak til að vejka þá til umhugsunar um eigin heilsu,“ sagði Kristján um borð í varðskipinu í dag. Málið stendur gæslunni nærri, því á stuttum tíma létust þrír úr hennar röðum úr krabbameini. Einn þeirra var Vilhjálmur Óli Valsson sigmaður, sem sigraði mottumars 2013 en lést stuttu síðar. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þar vinni menn oft við hættulegar aðstæður, en krabbameinið sé hætta sem ekki þurfi síður að huga að. „Þetta læðist aftan að mönnum og heggur þar sem að síst skyldi. Við höfum þurft að sjá á eftir félögum okkar vegna þessa sjúkdóms sem hér er verið að vinna gegn, þannig að við viljum minnast þeirra. Við viljum jafnframt efla öryggi okkar manna , sjómanna almennt og landslýðs alls.“Forstjóri Krabbameinsfélagsins seig úr þyrlu um borð í varðskipið Þór í dag með s.k. „björgunarpakka" til sjómanna og annarra karlmanna.Ekki mesta karlmennskan að bíta á jaxlinn Björgunarboxunum verður nú meðal annars dreift til áhafna fiskiskipa, þar sem starfa margir karlmenn og er markmiðið að vekja þá til vitundar og fræða um einkennin. Jens Garðar Helgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að með því að styrkja átakið vilji samtökin hvetja sjómennina víðsvegar um allt land til þess að kynna sér einkenni krabbameinsins. „Og þegar menn fara að finna fyrir einhvejru að bíta bara ekki á jaxlinn, eins og okkar menn vilja oft gera og hefur kannski þótt merki um karlmennsku. Þá er enn meiri karlmennska að fara í skoðun.“ Jens sagði það táknrænt að vera af þessu tilefni um borð í varðskipinu Þór. „Því við höfum oft verið í háska og ólgusjó, en nú erum við saman í því að fara í annars konar björgun og biðja menn að muna það er líka annars konar háski, sem getur gerjast innra með okkur, sem við þurfum þá berjast við.“ Mottumars átakið stendur allan marsmánuð en markmið þess er að vera bæði árveknis- og fjáröflunarátak. Nánar má fræðast um mottumars, og skrá sig í áheitakeppnina, á vefnum mottumars.isVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton Brink Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Farinn var björgunarleiðangur um borð í varðskipið Þór í dag. í þetta sinn var þó enginn í sjávarháska, heldur sigu fulltrúar krabbameinsfélagsins og fyrirtækja í sjávarútvegi um borð og afhentu skipherra Þórs sérstakt björgunarbox. Tilefnið er hinn árlegi Mottumars. Kristján Oddsson forstjóri Krabbameinsfélagsins segir að í björgunarkassanum sé bæði myndrænt fræðsluefniog eins bæklingar sem eru til að upplýsa karlmenn um einkenni krabbameins, með sérstakri áherslu á blöðruhálskrabbamein. „Allar rannsóknir sýna það að karlmenn leita síður og seinna til lækna og þá oft að áeggjan kvenna. Þetta er fyrst og fremst árvekniátak til að vejka þá til umhugsunar um eigin heilsu,“ sagði Kristján um borð í varðskipinu í dag. Málið stendur gæslunni nærri, því á stuttum tíma létust þrír úr hennar röðum úr krabbameini. Einn þeirra var Vilhjálmur Óli Valsson sigmaður, sem sigraði mottumars 2013 en lést stuttu síðar. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þar vinni menn oft við hættulegar aðstæður, en krabbameinið sé hætta sem ekki þurfi síður að huga að. „Þetta læðist aftan að mönnum og heggur þar sem að síst skyldi. Við höfum þurft að sjá á eftir félögum okkar vegna þessa sjúkdóms sem hér er verið að vinna gegn, þannig að við viljum minnast þeirra. Við viljum jafnframt efla öryggi okkar manna , sjómanna almennt og landslýðs alls.“Forstjóri Krabbameinsfélagsins seig úr þyrlu um borð í varðskipið Þór í dag með s.k. „björgunarpakka" til sjómanna og annarra karlmanna.Ekki mesta karlmennskan að bíta á jaxlinn Björgunarboxunum verður nú meðal annars dreift til áhafna fiskiskipa, þar sem starfa margir karlmenn og er markmiðið að vekja þá til vitundar og fræða um einkennin. Jens Garðar Helgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að með því að styrkja átakið vilji samtökin hvetja sjómennina víðsvegar um allt land til þess að kynna sér einkenni krabbameinsins. „Og þegar menn fara að finna fyrir einhvejru að bíta bara ekki á jaxlinn, eins og okkar menn vilja oft gera og hefur kannski þótt merki um karlmennsku. Þá er enn meiri karlmennska að fara í skoðun.“ Jens sagði það táknrænt að vera af þessu tilefni um borð í varðskipinu Þór. „Því við höfum oft verið í háska og ólgusjó, en nú erum við saman í því að fara í annars konar björgun og biðja menn að muna það er líka annars konar háski, sem getur gerjast innra með okkur, sem við þurfum þá berjast við.“ Mottumars átakið stendur allan marsmánuð en markmið þess er að vera bæði árveknis- og fjáröflunarátak. Nánar má fræðast um mottumars, og skrá sig í áheitakeppnina, á vefnum mottumars.isVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/Anton Brink
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira