Óverjandi og óþolandi að sitja undir tuddapólitík Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2016 19:03 Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísir/Daníel Formaður atvinnuveganefndar kenndi fyrrverandi umhverfisráðherra og ríkisstjórn um það á Alþingi í dag að skortur væri á rafmagni og dreifikerfi raforku annaði ekki þörfum. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir óverjandi og óþolandi að formaður atvinnuveganefndar viðhafi tuddapólitík þegar orkuauðlindir landsins væru annars vegar. Formaðurinn kallar eftir breytingum á verklagi verkefnisstjórnar rammaáætlunar því þörf sé á fleiri virkjunum og uppbyggingu dreifikerfis raforku. Þegar virkjanir og dreifikerfi raforku ber á góma á Alþingi er er yfirleitt mjög stutt í djúpstæðan ágreining um rammaáætlun. Umræða á Alþingi í dag var þar engin undantekning. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar rifjaði upp að fimm ár væru liðin frá því skrifað var undir sameiginlegt nefndarálit stjórnar og stjórnarandstöðu vegna laga um vernd og nýtingu virkjanakosta eða rammaáætlun. Þá hafi hann verið í minnihluta iðnaðarnefndar. „Það er auðvitað sorglegra en tárum taki að málsmeðferð síðan á því kjörtímabili, hjá þáverandi hæstvirtum umhverfisráðherra auk samráðherra hennar hafi orðið til þess að rjúfa þá góðu sátt sem alþingismenn höfðu í þessari vinnu lagt sig fram um að ná saman um,“ sagði Jón og beindi spjótum sínum þar að Svandísi Svavarsdóttur. Fimm árum síðar stæði þingið í sömu sporum og ekkert hefði þokast áfram um virkjanakosti. Mikilvægt væri að endurskoða verklag verkefnisstjórnar um rammaáætlun eins og Landsvirkjun hefði óskað eftir. Tafir á virkjunum og styrkingu dreifikerfisins hefðu þegar valdið tjóni. „Það hefur komið fram á fundum hæstvirtrar atvinnuveganefndar undanfarið að það eru fjölmörg tækifæri þar sem sveitarfélög hafa þurft að láta fara frá sér verkefni. Vegna þess að dreifikerfi raforku og raforkuframleiðsla eru þannig að við getum ekki svarað þessu kalli,“ sagði Jón. Þar væri ekki verið að tala um neina stóriðju heldur mörg smærri verkefni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði von á lögbundinni skýrslu um raforkumál í lok vikunnar. Hún tók undir með Jóni að eftirspurn eftir raforku til ýmissa verkefna hefði vaxið á undanförnum misserum. Rammaáætlun og kerfisáætlun Landsnets um uppbyggingu flutningskerfisins væru mikilvægustu tækin í þessum efnum en menn hefðu borið af leið í rammaáætlun. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra minnti á að Jón hefði einn síns liðs lagt fram tillögu um fjölgun virkjanakosta á síðasta þingi sem hafi hleypt þingstörfum í uppnám. „Það er óverjandi og það er óþolandi að viðhafa yfirgangs og tuddapólitík þegar orkuauðlindir landsins eru annars vegar. Og sem betur fer var sú viðleitni háttvirts þingmanns brotin á bak aftur,“ sagði Svandís Svavarsdóttir Tengdar fréttir Hægagangur í uppbyggingu raforkukerfisins og dreifikerfi stendur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni fyrir þrifum Formaður atvinnuveganefndar segir nauðsynlegt að Alþingi ræði af yfirvegun um litla uppbyggingu í öflun og dreifingu raforku um landið. 1. mars 2016 13:41 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar kenndi fyrrverandi umhverfisráðherra og ríkisstjórn um það á Alþingi í dag að skortur væri á rafmagni og dreifikerfi raforku annaði ekki þörfum. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir óverjandi og óþolandi að formaður atvinnuveganefndar viðhafi tuddapólitík þegar orkuauðlindir landsins væru annars vegar. Formaðurinn kallar eftir breytingum á verklagi verkefnisstjórnar rammaáætlunar því þörf sé á fleiri virkjunum og uppbyggingu dreifikerfis raforku. Þegar virkjanir og dreifikerfi raforku ber á góma á Alþingi er er yfirleitt mjög stutt í djúpstæðan ágreining um rammaáætlun. Umræða á Alþingi í dag var þar engin undantekning. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar rifjaði upp að fimm ár væru liðin frá því skrifað var undir sameiginlegt nefndarálit stjórnar og stjórnarandstöðu vegna laga um vernd og nýtingu virkjanakosta eða rammaáætlun. Þá hafi hann verið í minnihluta iðnaðarnefndar. „Það er auðvitað sorglegra en tárum taki að málsmeðferð síðan á því kjörtímabili, hjá þáverandi hæstvirtum umhverfisráðherra auk samráðherra hennar hafi orðið til þess að rjúfa þá góðu sátt sem alþingismenn höfðu í þessari vinnu lagt sig fram um að ná saman um,“ sagði Jón og beindi spjótum sínum þar að Svandísi Svavarsdóttur. Fimm árum síðar stæði þingið í sömu sporum og ekkert hefði þokast áfram um virkjanakosti. Mikilvægt væri að endurskoða verklag verkefnisstjórnar um rammaáætlun eins og Landsvirkjun hefði óskað eftir. Tafir á virkjunum og styrkingu dreifikerfisins hefðu þegar valdið tjóni. „Það hefur komið fram á fundum hæstvirtrar atvinnuveganefndar undanfarið að það eru fjölmörg tækifæri þar sem sveitarfélög hafa þurft að láta fara frá sér verkefni. Vegna þess að dreifikerfi raforku og raforkuframleiðsla eru þannig að við getum ekki svarað þessu kalli,“ sagði Jón. Þar væri ekki verið að tala um neina stóriðju heldur mörg smærri verkefni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði von á lögbundinni skýrslu um raforkumál í lok vikunnar. Hún tók undir með Jóni að eftirspurn eftir raforku til ýmissa verkefna hefði vaxið á undanförnum misserum. Rammaáætlun og kerfisáætlun Landsnets um uppbyggingu flutningskerfisins væru mikilvægustu tækin í þessum efnum en menn hefðu borið af leið í rammaáætlun. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra minnti á að Jón hefði einn síns liðs lagt fram tillögu um fjölgun virkjanakosta á síðasta þingi sem hafi hleypt þingstörfum í uppnám. „Það er óverjandi og það er óþolandi að viðhafa yfirgangs og tuddapólitík þegar orkuauðlindir landsins eru annars vegar. Og sem betur fer var sú viðleitni háttvirts þingmanns brotin á bak aftur,“ sagði Svandís Svavarsdóttir
Tengdar fréttir Hægagangur í uppbyggingu raforkukerfisins og dreifikerfi stendur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni fyrir þrifum Formaður atvinnuveganefndar segir nauðsynlegt að Alþingi ræði af yfirvegun um litla uppbyggingu í öflun og dreifingu raforku um landið. 1. mars 2016 13:41 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Hægagangur í uppbyggingu raforkukerfisins og dreifikerfi stendur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni fyrir þrifum Formaður atvinnuveganefndar segir nauðsynlegt að Alþingi ræði af yfirvegun um litla uppbyggingu í öflun og dreifingu raforku um landið. 1. mars 2016 13:41