Hægagangur í uppbyggingu raforkukerfisins og dreifikerfi stendur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni fyrir þrifum Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2016 13:41 Formaður atvinnuveganefndar segir littla uppbyggingu í orkuöflun og dreifikerfi raforku á undanförnum áratug standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Alþingi þurfi að taka málefnalega umræðu um þessa stöðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fer fyrir sérumræðu á Alþingi í dag um stöðu orkuframleiðslu í landinu og verður Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra til svara. Jón segir stöðuna mjög alvarlega þegar komi að orkuöflun og orkudreifingu í landinu. „Þetta stendur atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Sveitarfélög sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að möguleikum á aukningu á fjölbreyttari atvinnustarfsemi,“ segir Jón. Fulltrúar sveitarfélaganna og þeirra sem til þekki segi tækifærin vera til staðar. Það sé áhugi hjá erlendum fyrirtækjum með fjölbreytta starfsemi að koma til landsins en ekki sé hægt að gefa þeim svör varðandi raforkuna. „Við sjáum að stór verkefni eins og sólarkísilverksmiðja upp á Grundartanga eru jafnvel að fara til annarra landa af því að við höfum ekki getað uppfyllt að gera við þá orkusamninga. Þannig að þetta er farið að valda þjóðarbúinu gríðarlegu tjóni og ég held að það sé tímabært að við tökum málefnalega umræðu um það,“ segir Jón. Þá sé ekki bara verið að tala um orkuframleiðsluna heldur einnig dreifikerfið þar sem lítil sem engin uppbygging hafi átt sér stað undanfarin áratug. Þetta skekki mjög stöðu landshlutanna og geti haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar. „Í dag er það þannig að það er ekki hægt að byggja upp orkutengda starfsemi, og þá erum við ekki að tala um neina stóryðju, við erum að tala um verkefni sem kannski þurfa þetta frá fimm upp í nokkra tugi megavatta; en það er ekki hægt að byggja upp slíka starfsemi á landinu nema á suðvesturhorninu og norðausturhorninu. Önnur svæði á landinu eru bara útundan þegar kemur að þessum þáttum,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Í ljósi þess að landbúnaður og sjávarútvegur muni ekki gegna sama byggðhlutverkinu og núþegar horft sé tíu til fimmtán ár fram í tímann, sé ljóst hvert stefni verði ekki ráðin bragarbót á. Innbyrðis deilur hafi staðiðþessum málum fyrir þrifum á undanförnum áratug. „Það er stórkostlegt tjón sem hlýst af því fyrir samfélagið um land allt,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir littla uppbyggingu í orkuöflun og dreifikerfi raforku á undanförnum áratug standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Alþingi þurfi að taka málefnalega umræðu um þessa stöðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fer fyrir sérumræðu á Alþingi í dag um stöðu orkuframleiðslu í landinu og verður Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra til svara. Jón segir stöðuna mjög alvarlega þegar komi að orkuöflun og orkudreifingu í landinu. „Þetta stendur atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni verulega fyrir þrifum. Sveitarfélög sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að möguleikum á aukningu á fjölbreyttari atvinnustarfsemi,“ segir Jón. Fulltrúar sveitarfélaganna og þeirra sem til þekki segi tækifærin vera til staðar. Það sé áhugi hjá erlendum fyrirtækjum með fjölbreytta starfsemi að koma til landsins en ekki sé hægt að gefa þeim svör varðandi raforkuna. „Við sjáum að stór verkefni eins og sólarkísilverksmiðja upp á Grundartanga eru jafnvel að fara til annarra landa af því að við höfum ekki getað uppfyllt að gera við þá orkusamninga. Þannig að þetta er farið að valda þjóðarbúinu gríðarlegu tjóni og ég held að það sé tímabært að við tökum málefnalega umræðu um það,“ segir Jón. Þá sé ekki bara verið að tala um orkuframleiðsluna heldur einnig dreifikerfið þar sem lítil sem engin uppbygging hafi átt sér stað undanfarin áratug. Þetta skekki mjög stöðu landshlutanna og geti haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar. „Í dag er það þannig að það er ekki hægt að byggja upp orkutengda starfsemi, og þá erum við ekki að tala um neina stóryðju, við erum að tala um verkefni sem kannski þurfa þetta frá fimm upp í nokkra tugi megavatta; en það er ekki hægt að byggja upp slíka starfsemi á landinu nema á suðvesturhorninu og norðausturhorninu. Önnur svæði á landinu eru bara útundan þegar kemur að þessum þáttum,“ segir formaður atvinnuveganefndar. Í ljósi þess að landbúnaður og sjávarútvegur muni ekki gegna sama byggðhlutverkinu og núþegar horft sé tíu til fimmtán ár fram í tímann, sé ljóst hvert stefni verði ekki ráðin bragarbót á. Innbyrðis deilur hafi staðiðþessum málum fyrir þrifum á undanförnum áratug. „Það er stórkostlegt tjón sem hlýst af því fyrir samfélagið um land allt,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira