Fangar ósáttir með tillögu Alþingis: Líkt og að vera í fangelsi innan fangelsis Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 20:44 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Afstaða, félag fanga, lýsir yfir vonbrigðum með þá tillögu allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis að föngum í lokuðum fangelsum verði gert óheimilt að fara inn í fangaklefa annarra fanga. Í tilkynningu frá félaginu er samvera fanga sögð mikilvæg, sérstaklega í ljósi þess að engin sálfræðiþjónusta sé í fangelsum landsins. „Afstaða hefur bent fangelsisyfirvöldum ítrekað á að mun fleiri úrræði, og minna íþyngjandi, séu í boði en blátt bann,“ segir í tilkynningunni. „Enda yrði Ísland eitt Norðurlandanna, og líklega Evrópu, sem leyfir ekki samneyti afplánunarfanga nema í sameiginlegu rými. Þessu má líkja við að fangi sé settur í fangelsi innan fangelsis!“Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar segir að fangelsisyfirvöldum hafi ítrekað verið tilkynnt um barsmíðar og annað ofbeldi meðal fanga án þess að viðkomandi hafi viljað leggja fram kvörtun eða kæru vegna hræðslu. Í tilkynningunni frá Afstöðu eru stjórnvöld hvött til þess að leita annarra úrræða en banns þar sem ofbeldi í fangelsum sé mjög sjaldgæft. Til dæmis sé hægt að setja læsingar á klefa innanverða, líkt og tíðkist á Norðurlöndunum. „Þeir sem ekki vilja taka upp betrun í fangelsunum, og stuðla um leið að færri endurkomum í fangelsin, eru ekki með hagsmuni samfélagsins í huga,“ segir í tilkynningunni.Réttarhöld yfir föngunum Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni fóru fram í byrjun árs, en þeir eru sakaðir um að hafa veist með ofbeldi að öðrum fanga á Litla-Hrauni sem hafi leitt til dauða hans. Þess er beðið að dómur verði kveðinn upp, en saksóknari hefur farið fram á allt að tólf ára fangelsi. Tengdar fréttir Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Vilja að föngum verði óheimilt að fara í klefa annarra Allsherjar- og menntamálanefnd vill að föngum í lokuðum fangelsum verði óheimilt að fara inn í fangaklefa annarra fanga, eftir að hafa fengið upplýsingar um að ofbeldi meðal fanga væri töluvert. 1. mars 2016 12:53 Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Afstaða, félag fanga, lýsir yfir vonbrigðum með þá tillögu allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis að föngum í lokuðum fangelsum verði gert óheimilt að fara inn í fangaklefa annarra fanga. Í tilkynningu frá félaginu er samvera fanga sögð mikilvæg, sérstaklega í ljósi þess að engin sálfræðiþjónusta sé í fangelsum landsins. „Afstaða hefur bent fangelsisyfirvöldum ítrekað á að mun fleiri úrræði, og minna íþyngjandi, séu í boði en blátt bann,“ segir í tilkynningunni. „Enda yrði Ísland eitt Norðurlandanna, og líklega Evrópu, sem leyfir ekki samneyti afplánunarfanga nema í sameiginlegu rými. Þessu má líkja við að fangi sé settur í fangelsi innan fangelsis!“Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar segir að fangelsisyfirvöldum hafi ítrekað verið tilkynnt um barsmíðar og annað ofbeldi meðal fanga án þess að viðkomandi hafi viljað leggja fram kvörtun eða kæru vegna hræðslu. Í tilkynningunni frá Afstöðu eru stjórnvöld hvött til þess að leita annarra úrræða en banns þar sem ofbeldi í fangelsum sé mjög sjaldgæft. Til dæmis sé hægt að setja læsingar á klefa innanverða, líkt og tíðkist á Norðurlöndunum. „Þeir sem ekki vilja taka upp betrun í fangelsunum, og stuðla um leið að færri endurkomum í fangelsin, eru ekki með hagsmuni samfélagsins í huga,“ segir í tilkynningunni.Réttarhöld yfir föngunum Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni fóru fram í byrjun árs, en þeir eru sakaðir um að hafa veist með ofbeldi að öðrum fanga á Litla-Hrauni sem hafi leitt til dauða hans. Þess er beðið að dómur verði kveðinn upp, en saksóknari hefur farið fram á allt að tólf ára fangelsi.
Tengdar fréttir Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Vilja að föngum verði óheimilt að fara í klefa annarra Allsherjar- og menntamálanefnd vill að föngum í lokuðum fangelsum verði óheimilt að fara inn í fangaklefa annarra fanga, eftir að hafa fengið upplýsingar um að ofbeldi meðal fanga væri töluvert. 1. mars 2016 12:53 Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05
Vilja að föngum verði óheimilt að fara í klefa annarra Allsherjar- og menntamálanefnd vill að föngum í lokuðum fangelsum verði óheimilt að fara inn í fangaklefa annarra fanga, eftir að hafa fengið upplýsingar um að ofbeldi meðal fanga væri töluvert. 1. mars 2016 12:53
Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48