Innlent

Djúpborun fær veglegan styrk

Svavar Hávarðsson skrifar
Unnið hefur verið að djúpborunarverkefni hér á landi um skeið.
Unnið hefur verið að djúpborunarverkefni hér á landi um skeið. vísir/gva
Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, hefur veitt styrk upp á tæpar tuttugu milljónir evra – eða um þrjá milljarða íslenskra króna – til rannsókna og þróunar við jarðhitanýtingu á Reykjanesi og í suðurhluta Frakklands.

HS Orka er í forystu fyrir verkefnið en auk þeirra standa Landsvirkjun, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og GEORG að verkefninu.

Þetta er stærsti einstaki styrkur sem veittur hefur verið til verkefnis undir íslenskri stjórn í Horizon 2020 og munu 45% af styrknum, eða um 1,3 milljarðar, nýtast beint til rannsókna á Íslandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×