Innlent

„Þarna áttu sér stað átök. Það var ekkert launungarmál“

Birgir Olgeirsson. skrifar
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Vísir/Anton Brink
„Þarna áttu sér stað átök. Það var ekkert launungarmál,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Grensásvegi, í samtali við Vísi um árásina sem Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, varð fyrir í Ármúla í gær.

Gunnar segir Þórólf ekki hafa lagt fram formlega kæru vegna málsins en að það verði gert. Hann segir árásarmanninn hafa verið handtekinn í gær og fluttan á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. „Í framhaldinu mun Þórólfur leggja fram kæru og svo fer þetta sína leið í kerfinu,“ segir Gunnar.

„Það var enginn ágreiningur um hvað hafði átt sér stað og hvort það voru þarna átök eða ekki. Þarna áttu sér stað átök, það var ekkert launungamál.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×