Innlent

Myndband náðist af manninum elta Þórólf í Ármúla

Birgir Olgeirsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.
Fram er komið myndband úr Ármúlanum sem sýnir þegar karlmaður elti Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu, í gær.

Það er DV sem birti myndbandið fyrst en þar sést þrekvaxinn karlmaður elta Þórólf úti á miðri götu eftir að þeir höfðu átt orðaskipti inni á Samgöngustofu. Skömmu síðar sést rauðklæddur maður koma hlaupandi á eftir þeim tveimur og beinir maðurinn sem var að elta Þórólf sjónum sínum að honum. Maðurinn sem veitti Þórólfi eftirför virðist vera með hnefann á lofti á meðan hann gengur ákveðinn í átt að rauðklædda manninum en í þann mund kemur lögreglan á svæðið.

Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Grensásvegi, að það hefði enginn ágreiningur verið um hvað hefði gerst í Ármúlanum í gær

„Það var enginn ágreiningur um hvað hafði átt sér stað og hvort það voru þarna átök eða ekki. Þarna áttu sér stað átök, það var ekkert launungamál,“ sagði Gunnar við Vísi. Maðurinn sem veitti Þórólfi eftirför í gær var handtekinn og tekinn í skýrslutöku en Gunnar sagði Þórólf eiga eftir að kæra málið formlega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×