
Ef væri ég söngvari...
Við skólann kenna margir af reyndustu söngvurum landsins, fólk sem sumt hefur sungið í mörgum bestu og stærstu óperuhúsum heims. Þarna er samankomin gríðarleg þekking á faginu og mikill mannauður og af þeim sökum ætti útlitið fyrir því að ósk nemandans rætist að vera gott. Söngvararnir sem kenna við skólann voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þjálfa sig í sönglistinni í söng- og tónlistarskólum hér heima áður en þeir héldu út í heim til að læra meira. Þeir fengu að fara í gegnum grunn-, mið-, framhalds- og háskólastig óhindrað þar til þeir náðu þeirri færni sem þarf til að komast að í virtum háskólum erlendis. Eftir framhaldsnám hjá alþjóðlegum oft frægum listamönnum og raddþjálfum náðu þeir eyrum umboðsmanna og óperustjóra sem sendu þá áfram inn í óperuhús heimsins til að bera hróður Íslands vítt og breytt um heiminn - alveg eins og ,,Strákarnir okkar“.
Vekur athygliÞegar ég bjó og starfaði sem óperusöngkona í Þýskalandi var ég oft spurð að því hvað þetta væri með okkur Íslendinga; af hverju við ættum svona marga frábæra söngvara? Það vekur nefnilega athygli að svona fámenn þjóð eigi söngvara starfandi úti um allan heim. Það er þannig í söngnum eins og í fótboltanum að allur heimurinn er að keppast um stöðurnar sem losna.
Hvað er það sem hefur gert okkur samkeppnishæf? Það eru skólarnir, kennararnir og möguleikarnir sem við höfum haft til að mennta okkur, það kerfi sem byggt hefur verið upp á síðustu áratugum og nú riðar til falls. Söngskóli Sigurðar Demetz er á barmi gjaldþrots og hefur sagt upp 28 kennurum. Ef ríki og borg taka ekki höndum saman um að leysa þessa deilu munu þessir 28 kennarar væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramótin og vonir og þrár ótal nemenda bresta.
Allir vilja hlýða á fagran söng á stóru stundunum í lífinu og ekki er hægt að hugsa sér stórhátíðir eins og jól og páska án söngs. Gleymum því heldur ekki að við erum líka að mennta áheyrendur sem munu sækja tónlistarviðburði í framtíðinni. Til þess að söngurinn megi hljóma um ókomin ár verðum við að standa vörð um skólana og því skora ég á háttvirta ráðamenn að leysa málið og koma í veg fyrir menningarlegt stórslys.
Höldum áfram að mennta hæfileikaríka söngvara svo þeir geti sungið um sólina vorið og land sitt og þjóð.
Skoðun

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig
Birgir Dýrfjörð skrifar

Atvinnufrelsi!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar

Samráðsdagar á Kjalarnesi
Ævar Harðarson skrifar

Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að mása sig hása til að tefja
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Sjónarspil í Istanbul
Gunnar Pálsson skrifar

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar

Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu
Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Að apa eða skapa
Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar