Innlent

Kona slasaðist í hörðum árekstri tveggja bíla í Mývatnssveit

Gissur Sigurðsson skrifar
Konan var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri.
Konan var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. VÍSIR/PJETUR
Kona slasaðist og var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja bíla í Mývatnssveit seint í gærkvöldi. Fréttastofunni er ekki kunnugt um málsatvik en konan mun ekki vera lífshættulega slösuð.

Ökumaður slasaðist líka þegar bíll 
hans  lenti á ljósastaur á Þingvallavegi á móts við Laxnes í gærkvöldi. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×