Kom til átaka á milli íbúa í Vogahverfi og írsku farandverkamannanna eftir handtöku þeirra Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2015 11:40 vísir/anton brink Fimm karlmenn frá borginni Cork á Írlandi voru handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða hina umtöluðu írsku farandverkamenn sem lögreglan hafði varað við. Lögreglunni hafði borist kæra frá íbúa í Vogahverfinu í Reykjavík á hendur mannanna vegna svika. „Þeir höfðu komið og boðið þjónustu sína og stóðu svo ekki við það sem þeir ætluðu sér. Sá sem var búinn að fá þá í ákveðið verk var búinn að láta þá hafa peninga og þeir sýndu sig ekki aftur á svæðinu. Það er svona upphafið að þessu,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar segir mennina hafa farið á nokkra staði og boðið fólki þjónustu, þar á meðal að mála hús og taka til í görðum. „Og við náðum í þá í gær og tókum af þeim skýrslur og þeim var sleppt í eftirmiðdaginn í gærkvöldi,“ segir Gunnar.Einum þeirra lenti saman við kæranda Þetta var ekki það síðasta sem lögreglan átti eftir að sjá af mönnunum þennan daginn því einn þeirra fór til mannsins í Vogahverfinu sem kærði þá og vildi ræða málin. Gunnar segir að komið hafi til handalögmála á milli Írans og íbúans í Vogahverfinu. Gunnar segir lögregluna hafa verið kallað til vegna þeirra átaka. Ekki er vitað hver átti upptökin að átökunum og ekki hafi borist kæra vegna þeirra. „Það skýrist þá í dag vonandi.“Ekki aðdáendur knattspyrnuliðs Cork Mennirnir eru sem fyrr segir frá Cork á Írlandi en í kvöld eigast við knattspyrnulið Cork og Knattspyrnufélag Reykjavíkur, betur þekkt sem KR, í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Fyrri leikurinn fór 1-1 úti í Írlandi og fer seinni leikurinn fram í Frostaskjóli í kvöld. Aðspurður segir Gunnar lögregluna hafa talið þá í fyrstu vera aðdáendur knattspyrnuliðsins Cork og komnir til Íslands til að fylgjast með sínum mönnum. „En þetta eru ekki fótboltaáhugamenn, það eru engin tengsl þar á milli. Þetta er bara tilviljun en við vorum með kenningar hérna en þær stóðust ekki þegar var rætt við þá,“ segir Gunnar sem segir írsku farandverkamennina vissulega komast á leikinn í kvöld hafi þeir áhuga á því.Á varðbergi fyrir gylliboðum Gunnar segir mennina hafa stundað það í mörg að fara um Evrópu og leita sér að vinnu og bjóða fram krafta sína. Hann segist ekki vita hvort þeir ætli að dveljast lengi hér á landi en biður fólk um að vera á varðbergi. „Ef það fær einhver svakaleg gylliboð sem virðast óraunveruleg þá ætti það að hafa varan á sér ef einhver bankar upp og býðst til að slá garðinn eða mála húsið fyrir upphæðir sem standast ekki.“ Tengdar fréttir Varar eldri borgara við: Segir fjárglæframenn hafa áreitt aldraða móður hennar „Hún er búin að vera rosalega stressuð og kvíðin,“ segir Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. 5. júlí 2015 12:21 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Fimm karlmenn frá borginni Cork á Írlandi voru handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða hina umtöluðu írsku farandverkamenn sem lögreglan hafði varað við. Lögreglunni hafði borist kæra frá íbúa í Vogahverfinu í Reykjavík á hendur mannanna vegna svika. „Þeir höfðu komið og boðið þjónustu sína og stóðu svo ekki við það sem þeir ætluðu sér. Sá sem var búinn að fá þá í ákveðið verk var búinn að láta þá hafa peninga og þeir sýndu sig ekki aftur á svæðinu. Það er svona upphafið að þessu,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar segir mennina hafa farið á nokkra staði og boðið fólki þjónustu, þar á meðal að mála hús og taka til í görðum. „Og við náðum í þá í gær og tókum af þeim skýrslur og þeim var sleppt í eftirmiðdaginn í gærkvöldi,“ segir Gunnar.Einum þeirra lenti saman við kæranda Þetta var ekki það síðasta sem lögreglan átti eftir að sjá af mönnunum þennan daginn því einn þeirra fór til mannsins í Vogahverfinu sem kærði þá og vildi ræða málin. Gunnar segir að komið hafi til handalögmála á milli Írans og íbúans í Vogahverfinu. Gunnar segir lögregluna hafa verið kallað til vegna þeirra átaka. Ekki er vitað hver átti upptökin að átökunum og ekki hafi borist kæra vegna þeirra. „Það skýrist þá í dag vonandi.“Ekki aðdáendur knattspyrnuliðs Cork Mennirnir eru sem fyrr segir frá Cork á Írlandi en í kvöld eigast við knattspyrnulið Cork og Knattspyrnufélag Reykjavíkur, betur þekkt sem KR, í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Fyrri leikurinn fór 1-1 úti í Írlandi og fer seinni leikurinn fram í Frostaskjóli í kvöld. Aðspurður segir Gunnar lögregluna hafa talið þá í fyrstu vera aðdáendur knattspyrnuliðsins Cork og komnir til Íslands til að fylgjast með sínum mönnum. „En þetta eru ekki fótboltaáhugamenn, það eru engin tengsl þar á milli. Þetta er bara tilviljun en við vorum með kenningar hérna en þær stóðust ekki þegar var rætt við þá,“ segir Gunnar sem segir írsku farandverkamennina vissulega komast á leikinn í kvöld hafi þeir áhuga á því.Á varðbergi fyrir gylliboðum Gunnar segir mennina hafa stundað það í mörg að fara um Evrópu og leita sér að vinnu og bjóða fram krafta sína. Hann segist ekki vita hvort þeir ætli að dveljast lengi hér á landi en biður fólk um að vera á varðbergi. „Ef það fær einhver svakaleg gylliboð sem virðast óraunveruleg þá ætti það að hafa varan á sér ef einhver bankar upp og býðst til að slá garðinn eða mála húsið fyrir upphæðir sem standast ekki.“
Tengdar fréttir Varar eldri borgara við: Segir fjárglæframenn hafa áreitt aldraða móður hennar „Hún er búin að vera rosalega stressuð og kvíðin,“ segir Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. 5. júlí 2015 12:21 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Varar eldri borgara við: Segir fjárglæframenn hafa áreitt aldraða móður hennar „Hún er búin að vera rosalega stressuð og kvíðin,“ segir Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. 5. júlí 2015 12:21