Erlend leigubílaþjónusta ekki æskileg Linda Blöndal skrifar 9. júlí 2015 19:30 Hefðbundnir leigubílar eru nú víða um borgir heims í harðri samkeppni við alþjóðleg fyrirtæki eins og Uber og Lyft, þar sem símaöpp eru notuð til að panta bíl og engin leigubílastöð rekin. Nærri hver sem er getur unnið sem bílstjóri á eigin bifreið undir merkjum þessara fyrirtækja sem lofa hraðari þjónustu, rafrænt í símanum sem veitir allar mögulegar upplýsingar um ferðina. Teikn eru á lofti um að leigubílamarkaðurinn hér á landi taki breytingum á næstunni með aukinni samkeppni. Taka Uber appið sér til fyrirmyndarBifreiðastöð Reykjavíkur, BSR sem hefur starfað síðan árið 1921 hefur gert smáforrit fyrir snjallsíma, líkt og Hreyfill-Bæjarleiðir sem er stærsta stöð landsins. Í Fréttablaðinu í dag segir hins vegar frá nýlegri stöð á Íslandi, Taxi Service sem mun nota forrit svipað og Úber og spara þannig rekstrarkostnað. Bílstjórarnir verði þó allir að hafa tilskilin leyfi samkvæmt reglum hérlendis. Ráðherra skoðar aukið frelsiÓlöf Nordal samgönguráðherra skoðar nú hvort rýmka ætti reglur fyrir leigum eins og Uber sem hefur þó til dæmis verið hafnað í Þýskalandi og Frakklandi. Guðmundur Börkur Framkvæmdastjóri BSR segist fagna áhuga ráðherra en slík þjónusta myndi að sínu mati ekki breyta miklu hér á landi varðandi verð og þjónustu leigubifreiða. „Bílarnir okkar eru komnir á staðinn eftir um það bil fimm mínútur. Varðandi Uber, þá er þetta bókunarsíða. Þetta er ekki leigubílastöð, þetta er ekki leigubíll. Þetta er bókunarkerfi sem virkar í appinu sem tekur þóknun. Þeir peningar fara út úr landinu, skila sé ekki inn í hagkerfið og í dag er þetta tíu present”, sagði Guðmundur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Yfirbygging leigubílsstöðva ekki kostnaðarsömGuðmundur segir rekstur leigubílastöðva ekki dýra. Eigi að lækka verð á leigubílafarinu myndi það bitna á launum bílstjóranna. „Að reka leigubílastöð og þá þjónustu sem hún veitir leigubílstjórunum sem felst í símaþjónustu allan sólarhringinn, þvottaaðstöðu og kaffistofu og svo framvegis. Það er líklega tólf present af tekjum eða innkomu stöðvarinnar”, segir Guðmundur. Skapa atvinnu og öryggi Aðspurður hvort að þessi þjónusta við bílstjórana sé þó nauðsynleg segir Guðmundur að það verði til þess að það verði kannski tveimur prósentum dýrara en sem Uber rukkar. „Við sköpum atvinnu, erum með starfsfólk í vinnu og fólk getur hringt í okkur og lagt fram sín erindi. Þú hringir ekki í Uber og þeir sem keyra leigubíl fyrir þá þurfa ekki að skila sakavottorði eða hafa tilskilin réttindi til leigubílaaksturs eins og kerfið krefst í dag hér”, sagði Guðmundur ennfremur. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Hefðbundnir leigubílar eru nú víða um borgir heims í harðri samkeppni við alþjóðleg fyrirtæki eins og Uber og Lyft, þar sem símaöpp eru notuð til að panta bíl og engin leigubílastöð rekin. Nærri hver sem er getur unnið sem bílstjóri á eigin bifreið undir merkjum þessara fyrirtækja sem lofa hraðari þjónustu, rafrænt í símanum sem veitir allar mögulegar upplýsingar um ferðina. Teikn eru á lofti um að leigubílamarkaðurinn hér á landi taki breytingum á næstunni með aukinni samkeppni. Taka Uber appið sér til fyrirmyndarBifreiðastöð Reykjavíkur, BSR sem hefur starfað síðan árið 1921 hefur gert smáforrit fyrir snjallsíma, líkt og Hreyfill-Bæjarleiðir sem er stærsta stöð landsins. Í Fréttablaðinu í dag segir hins vegar frá nýlegri stöð á Íslandi, Taxi Service sem mun nota forrit svipað og Úber og spara þannig rekstrarkostnað. Bílstjórarnir verði þó allir að hafa tilskilin leyfi samkvæmt reglum hérlendis. Ráðherra skoðar aukið frelsiÓlöf Nordal samgönguráðherra skoðar nú hvort rýmka ætti reglur fyrir leigum eins og Uber sem hefur þó til dæmis verið hafnað í Þýskalandi og Frakklandi. Guðmundur Börkur Framkvæmdastjóri BSR segist fagna áhuga ráðherra en slík þjónusta myndi að sínu mati ekki breyta miklu hér á landi varðandi verð og þjónustu leigubifreiða. „Bílarnir okkar eru komnir á staðinn eftir um það bil fimm mínútur. Varðandi Uber, þá er þetta bókunarsíða. Þetta er ekki leigubílastöð, þetta er ekki leigubíll. Þetta er bókunarkerfi sem virkar í appinu sem tekur þóknun. Þeir peningar fara út úr landinu, skila sé ekki inn í hagkerfið og í dag er þetta tíu present”, sagði Guðmundur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Yfirbygging leigubílsstöðva ekki kostnaðarsömGuðmundur segir rekstur leigubílastöðva ekki dýra. Eigi að lækka verð á leigubílafarinu myndi það bitna á launum bílstjóranna. „Að reka leigubílastöð og þá þjónustu sem hún veitir leigubílstjórunum sem felst í símaþjónustu allan sólarhringinn, þvottaaðstöðu og kaffistofu og svo framvegis. Það er líklega tólf present af tekjum eða innkomu stöðvarinnar”, segir Guðmundur. Skapa atvinnu og öryggi Aðspurður hvort að þessi þjónusta við bílstjórana sé þó nauðsynleg segir Guðmundur að það verði til þess að það verði kannski tveimur prósentum dýrara en sem Uber rukkar. „Við sköpum atvinnu, erum með starfsfólk í vinnu og fólk getur hringt í okkur og lagt fram sín erindi. Þú hringir ekki í Uber og þeir sem keyra leigubíl fyrir þá þurfa ekki að skila sakavottorði eða hafa tilskilin réttindi til leigubílaaksturs eins og kerfið krefst í dag hér”, sagði Guðmundur ennfremur.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira