Innlent

Þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fimm í dag vegna tveggja hjartveikra manna. Önnur fór á Snæfellsnes og hin á Hornbjarg.

Í tilkynningu frá gæslunni segir að fyrra útkallið hafi verið vegna hjartveiks manns vestast á Snæfellsnesi. Skömmu síðar hafi borist önnur beiðni vegna hjartveiks ferðamanns á Hornbjargi, en aðstæður þar voru erfiðar vegna þoku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×