Forsætisráðherra segir gott yrði að fá útlendinga í bankastarfsemi Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2015 18:57 Slitabú gömlu bankanna geta ekki sett nein skilyrði fyrir sölu þeirra á hlut sínum í nýju bönkunum en verða þvert á móti að fara að öllum skilyrðum stjórnvalda vilji þau ganga til nauðasamninga. Forsætisráðherra segir að öðrum kosti fari slitabúin skattaleiðina. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að kröfuhafar sem eiga stærstan hluta Íslandsbanka í gegnum slitabú Glitnis setji þau skilyrði að kaupi útlendingar Íslandsbanka geti þeir ekki selt hlut sinn aftur til Íslendinga næstu fimm árin. Þingmaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í þetta á Alþingi í morgun sem sagði slitabúin ekki geta sett nein skilyrði vildu þau fara í nauðasamninga samkvæmt þeim haftafrumvörpum sem nú eru til umræðu á Alþingi. „Þau geta viðrað hugmyndir. En það breytir í engu því að ef þau ætla að klára nauðasamninga og ljúka sínum málum hér með þeim hætti, þá verða þau að uppfylla öll stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og þau eru óumsemjanleg,“ segir Sigmundur Davíð. Ef slitabúin framfylgi ekki öllum skilyrðum stjórnvalda verði þau að fara skattlagningarleiðina. Ef bankarnir seljist fyrir meira fé en bókfært verðmæti þeirra sé nú mni íslenska ríkið fá 50 til 75 prósent af þeim umframhagnaði. „Nú hefur formaður efnahags- og viðskiptanefndar (Frosti Sigurjónsson) sagt að hann telji að það þjóni ekki hagsmunum okkar Íslendinga að þessir bankar verði í eigu erlendra aðila þegar þegar þessu öllu saman er lokið. Þegar þessi hringekja hefur átt sér stað. Mig langar að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra um hans afstöðu gagnvart því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði það hafa ýmsa kosti ef erlendur aðili kæmi hér að bankarekstri í samkeppni við aðra banka. „Hins vegar er ég sammála háttvirtum þingmanni Frosta Sigurjónssyni um það, að það er ekki sama um hvaða aðila væri að ræða. Það væri t.d. ekki gott að íslensku bankarnir kæmust í eigu einhverra fjárfestingarsjóða sem ætluðu sér ekkert að standa í rekstri banka heldur eingöngu að reyna að ná sem mestu héðan út á sem skemmstum tíma. Það væri óásættanlegt fyrirkomulag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Slitabú gömlu bankanna geta ekki sett nein skilyrði fyrir sölu þeirra á hlut sínum í nýju bönkunum en verða þvert á móti að fara að öllum skilyrðum stjórnvalda vilji þau ganga til nauðasamninga. Forsætisráðherra segir að öðrum kosti fari slitabúin skattaleiðina. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að kröfuhafar sem eiga stærstan hluta Íslandsbanka í gegnum slitabú Glitnis setji þau skilyrði að kaupi útlendingar Íslandsbanka geti þeir ekki selt hlut sinn aftur til Íslendinga næstu fimm árin. Þingmaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í þetta á Alþingi í morgun sem sagði slitabúin ekki geta sett nein skilyrði vildu þau fara í nauðasamninga samkvæmt þeim haftafrumvörpum sem nú eru til umræðu á Alþingi. „Þau geta viðrað hugmyndir. En það breytir í engu því að ef þau ætla að klára nauðasamninga og ljúka sínum málum hér með þeim hætti, þá verða þau að uppfylla öll stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og þau eru óumsemjanleg,“ segir Sigmundur Davíð. Ef slitabúin framfylgi ekki öllum skilyrðum stjórnvalda verði þau að fara skattlagningarleiðina. Ef bankarnir seljist fyrir meira fé en bókfært verðmæti þeirra sé nú mni íslenska ríkið fá 50 til 75 prósent af þeim umframhagnaði. „Nú hefur formaður efnahags- og viðskiptanefndar (Frosti Sigurjónsson) sagt að hann telji að það þjóni ekki hagsmunum okkar Íslendinga að þessir bankar verði í eigu erlendra aðila þegar þegar þessu öllu saman er lokið. Þegar þessi hringekja hefur átt sér stað. Mig langar að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra um hans afstöðu gagnvart því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði það hafa ýmsa kosti ef erlendur aðili kæmi hér að bankarekstri í samkeppni við aðra banka. „Hins vegar er ég sammála háttvirtum þingmanni Frosta Sigurjónssyni um það, að það er ekki sama um hvaða aðila væri að ræða. Það væri t.d. ekki gott að íslensku bankarnir kæmust í eigu einhverra fjárfestingarsjóða sem ætluðu sér ekkert að standa í rekstri banka heldur eingöngu að reyna að ná sem mestu héðan út á sem skemmstum tíma. Það væri óásættanlegt fyrirkomulag,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18