Viðskipti innlent

Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana

Birgir Olgeirsson skrifar
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur það ekki samrýmast markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana.

Þetta segir Frosti á Facebook eftir að fregnir bárust af bréfi sem fjármálaráðuneytið birti frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þeir eru tilbúnir að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda.

Meðal þess sem kom fram í bréfinu er að kröfuhafar skuldbindi sig til að selja Arion banka og Íslandsbanka fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka.

Frosti segir að ef kaupandinn verður erlendur muni sá eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en að auki taka arðinn úr landi í gjaldeyri.

„Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana,“ skrifar Frosti.

Frosti nefnir um leið þá hugmynd að þjóðin eigi Landsbankann og feli honum að vera samfélagsbanki(non-profit) sem keppi að því að bjóða gott verð og þjónustu. „Þá verða hinir bankarnir að mæta þeirri samkeppni öllum landsmönnum til hagsbóta.“

Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður...

Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, June 9, 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×