Vonar að meirihluta atvinnuveganefndar snúist hugur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:15 Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller. Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller.
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira