Innlent

Gunnar látinn lofa því að skipta sér ekki af flokkapólitík í Fjallabyggð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti ráðningu Gunnars I. Birgissonar sem bæjarstjóra frá 16. janúar.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti ráðningu Gunnars I. Birgissonar sem bæjarstjóra frá 16. janúar.
„Gunnar I. Birgisson er ráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar á faglegum forsendum og sem slíkur heitir hann því að hafa ekki afskipti af flokkapólitík í Fjallabyggða á kjörtímabilinu,“ segir í 1. grein ráðningarsamnings Gunnars sem bæjarstjóra Fjallabyggðar.

Laun Gunnars verða byggð á þingfararkaupi alþingismanna. Að auki fær Gunnar greitt fyrir fasta 60 yfirvinnutíma í mánuði, 10 prósent ofan á launin í fasta risnu og dagpeninga, auk sérstakra dagpeninga vegna ferða í þágu Fjallabyggðar, bíl frá sveitarfélaginu og greiðslur fyrir akstur á eigin bíl. Greitt er fyrir síma og netaðgang Gunnars og keypt er fyrir hann sérstök líf- og sjúkdómatrygging.

Sigurður Valur Ásbjarnarson sem hætti sem bæjarstjóri að eigin ósk fær um 11 milljónir króna í starfslokasamning. Einn fulltrúi í bæjarstjórn greiddi atkvæði gegn samningnum.

„Í slíkum tilfellum, þar sem starfsmaður segir upp og óskar eftir því að vinna ekki uppsagnarfrest, ber vinnuveitanda ekki skylda til þess að greiða honum laun á uppsagnarfresti eins og hér er lagt til,“ bókaði Helga Helgadóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×