Rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendum samanburði Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 10. nóvember 2015 00:00 Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni?
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar