Sameining gæti sparað þrjá og hálfan milljarð árlega Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 15:15 Athafnasvæði Björgunar við Sævarhöfða en Sævarhöfði kom best út úr skýrslu KPMG sem framtíðarstaðsetning sameinaðs Landspítala. Verði starfsemi Landspítalans sameinuð á einn stað má gera ráð fyrir sparnaði í rekstri um ríflega þrjá milljarða króna árlega. Þetta segir heilsuhagfræðingurinn Gunnar Alexander Ólafsson sem bar hitann og þungann af skýrslu Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins við Bifröst um byggingu nýs Landsspítala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut enda sé hagkvæmara og skynsamlegra út frá skipulagsmálum að byggja nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar megi byggja sambærileg sjúkrahús og verið er að byggja á Norðurlöndunum um þessar mundir en þau eru hærri en hægt er að byggja við Hringbraut, sökum nálægðar við flugvöllinn. Sjá einnig: Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetinÍ því samhengi nefnir Gunnar að byggingarsvæðið við Sævarhöfða hafið komið einna best út úr skýrslu sem byggingarnefnd Landspítalans fékk nýverið frá KPMG. Þar kom fram að sú staðsetning hafi verið fyrir notendur og starfsfólk ef af yrði, ekki síst með tilliti til þeirrar auknu umferðar sem óneitanlega mun fylgja nýjum og stærri spítala. Þrátt fyrir að skýrsluhöfundur hvetji til þess að ekki verði ráðist í framkvæmdirnar á næstunni, meðal annars vegna rökstuðnings Seðlabankans á vaxtahækkun sinni í morgun, segir Gunnar að það sé engum blöðum um það að fletta að sameiningu spítalanna myndi óneitanlega fylgja mikill sparnaður í rekstrarkostnaði. „Það þarf ekkert að fjölyrða frekar um það að ef spítalinn yrði settur á einn stað, til einföldunar ef starfsemin spítalans í Fossvogi yrði færð á annan stað eins og á Hringbraut eða Sævarhöfða þá má gera ráð fyrir að hægt verði að ná 6 til 7 prósent sparnaði í rekstri á ári. Ef miðað er við að útgjöldin árið 2014 voru 50 milljarðar þá erum við að tala um 3 til 3 og hálfan milljarð á ári sem hægt er að ná í sparnaði ef spítalinn yrði á einum stað. Það er staðreynd,“ segir Gunnar Tengdar fréttir Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð. 4. nóvember 2015 12:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Verði starfsemi Landspítalans sameinuð á einn stað má gera ráð fyrir sparnaði í rekstri um ríflega þrjá milljarða króna árlega. Þetta segir heilsuhagfræðingurinn Gunnar Alexander Ólafsson sem bar hitann og þungann af skýrslu Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins við Bifröst um byggingu nýs Landsspítala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut enda sé hagkvæmara og skynsamlegra út frá skipulagsmálum að byggja nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar megi byggja sambærileg sjúkrahús og verið er að byggja á Norðurlöndunum um þessar mundir en þau eru hærri en hægt er að byggja við Hringbraut, sökum nálægðar við flugvöllinn. Sjá einnig: Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetinÍ því samhengi nefnir Gunnar að byggingarsvæðið við Sævarhöfða hafið komið einna best út úr skýrslu sem byggingarnefnd Landspítalans fékk nýverið frá KPMG. Þar kom fram að sú staðsetning hafi verið fyrir notendur og starfsfólk ef af yrði, ekki síst með tilliti til þeirrar auknu umferðar sem óneitanlega mun fylgja nýjum og stærri spítala. Þrátt fyrir að skýrsluhöfundur hvetji til þess að ekki verði ráðist í framkvæmdirnar á næstunni, meðal annars vegna rökstuðnings Seðlabankans á vaxtahækkun sinni í morgun, segir Gunnar að það sé engum blöðum um það að fletta að sameiningu spítalanna myndi óneitanlega fylgja mikill sparnaður í rekstrarkostnaði. „Það þarf ekkert að fjölyrða frekar um það að ef spítalinn yrði settur á einn stað, til einföldunar ef starfsemin spítalans í Fossvogi yrði færð á annan stað eins og á Hringbraut eða Sævarhöfða þá má gera ráð fyrir að hægt verði að ná 6 til 7 prósent sparnaði í rekstri á ári. Ef miðað er við að útgjöldin árið 2014 voru 50 milljarðar þá erum við að tala um 3 til 3 og hálfan milljarð á ári sem hægt er að ná í sparnaði ef spítalinn yrði á einum stað. Það er staðreynd,“ segir Gunnar
Tengdar fréttir Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð. 4. nóvember 2015 12:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð. 4. nóvember 2015 12:04