Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2015 09:30 Eva Carneiro og sjúkraþjálfarinn Jon Fearn huga að Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea. Vísir/AFP Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. Mourinho var mjög ósáttur með þá ákvörðun Evu Carneiro að hlúa að meiðslum Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho sagði að læknirinn skildi ekki leikinn og að hún hafi ekki farið eftir fyrirmælum hans. Mourinho talaði um það eftir leikinn að læknalið Chelsea hafi þarna sýnt óþarfa hvatvísi og barnalega hegðun. „Hvort sem að þú ert búningastjóri, læknir eða ritari á bekknum þá verður þú að skilja leikinn," sagði Jose Mourinho í viðtali á blaðamannafundi eftir leikinn. Hjá flestum liðum hefði svona ákvörðun kannski ekki fengið mikið pláss í enskum fjölmiðlum en Evu Carneiro sker sig úr af því að hún er einn allra vinsælasti læknirinn í enska boltanum. Það hjálpar heldur ekki Mourinho í þessu skrýtna máli að hann var að gera lítið úr konu með þessari ákvörðun sinni. Það hefur líka komið í ljós að samkvæmt reglum leiksins þá er má læknaliðið ekki fara inn á völlinn nema með leyfi dómarans. Michael Oliver, dómari leiks Chelsea og Swansea, kallaði ekki einu sinni heldur tvisvar á Evu Carneiro og sjúkraþjálfara hennar í umræddum meiðslum Eden Hazard. Eva var því ekki að óhlýðnast Mourinho heldur að fylgja reglum leiksins. Peter Brukner, fyrrum læknir Liverpool, heimtar afsökunarbeiðni frá portúgalska stjóranum fyrir að niðurlægja Evu opinberlega. Hann segir að Jose Mourinho hafi hundrað prósent rangt fyrir sér. „Hann ætti að biðja hana afsökunar og félagið ætti sjálft að sjá til þess að hvorki læknirinn né sjúkraþjálfarinn verði lækkuð í tign vegna þessa máls," sagði Peter Brukner við BBC Radio 5 en hann vinnur nú hjá ástralska krikket landsliðinu. Peter Brukner er langt frá því að vera sá eini sem hefur komið til varnar Evu en hún hefur fengið mikinn stuðning frá fremstu mönnum innan lækna- og sjúkraþjálfara hóps enskra íþrótta. Eva Carneiro er 41 árs gömul og kom fyrst til Cheslea árið 2009. Hún vann fyrst með varaliði Chelsea en það var André Villas-Boas sem gaf henni stöðuhækkun og tók hana inn í aðallliðið. Hún hefur unnið fyrir knattspyrnustjórana Villas-Boas, Roberto Di Matteo, Rafael Benítez og José Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. Mourinho var mjög ósáttur með þá ákvörðun Evu Carneiro að hlúa að meiðslum Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho sagði að læknirinn skildi ekki leikinn og að hún hafi ekki farið eftir fyrirmælum hans. Mourinho talaði um það eftir leikinn að læknalið Chelsea hafi þarna sýnt óþarfa hvatvísi og barnalega hegðun. „Hvort sem að þú ert búningastjóri, læknir eða ritari á bekknum þá verður þú að skilja leikinn," sagði Jose Mourinho í viðtali á blaðamannafundi eftir leikinn. Hjá flestum liðum hefði svona ákvörðun kannski ekki fengið mikið pláss í enskum fjölmiðlum en Evu Carneiro sker sig úr af því að hún er einn allra vinsælasti læknirinn í enska boltanum. Það hjálpar heldur ekki Mourinho í þessu skrýtna máli að hann var að gera lítið úr konu með þessari ákvörðun sinni. Það hefur líka komið í ljós að samkvæmt reglum leiksins þá er má læknaliðið ekki fara inn á völlinn nema með leyfi dómarans. Michael Oliver, dómari leiks Chelsea og Swansea, kallaði ekki einu sinni heldur tvisvar á Evu Carneiro og sjúkraþjálfara hennar í umræddum meiðslum Eden Hazard. Eva var því ekki að óhlýðnast Mourinho heldur að fylgja reglum leiksins. Peter Brukner, fyrrum læknir Liverpool, heimtar afsökunarbeiðni frá portúgalska stjóranum fyrir að niðurlægja Evu opinberlega. Hann segir að Jose Mourinho hafi hundrað prósent rangt fyrir sér. „Hann ætti að biðja hana afsökunar og félagið ætti sjálft að sjá til þess að hvorki læknirinn né sjúkraþjálfarinn verði lækkuð í tign vegna þessa máls," sagði Peter Brukner við BBC Radio 5 en hann vinnur nú hjá ástralska krikket landsliðinu. Peter Brukner er langt frá því að vera sá eini sem hefur komið til varnar Evu en hún hefur fengið mikinn stuðning frá fremstu mönnum innan lækna- og sjúkraþjálfara hóps enskra íþrótta. Eva Carneiro er 41 árs gömul og kom fyrst til Cheslea árið 2009. Hún vann fyrst með varaliði Chelsea en það var André Villas-Boas sem gaf henni stöðuhækkun og tók hana inn í aðallliðið. Hún hefur unnið fyrir knattspyrnustjórana Villas-Boas, Roberto Di Matteo, Rafael Benítez og José Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn