Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2015 09:30 Eva Carneiro og sjúkraþjálfarinn Jon Fearn huga að Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea. Vísir/AFP Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. Mourinho var mjög ósáttur með þá ákvörðun Evu Carneiro að hlúa að meiðslum Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho sagði að læknirinn skildi ekki leikinn og að hún hafi ekki farið eftir fyrirmælum hans. Mourinho talaði um það eftir leikinn að læknalið Chelsea hafi þarna sýnt óþarfa hvatvísi og barnalega hegðun. „Hvort sem að þú ert búningastjóri, læknir eða ritari á bekknum þá verður þú að skilja leikinn," sagði Jose Mourinho í viðtali á blaðamannafundi eftir leikinn. Hjá flestum liðum hefði svona ákvörðun kannski ekki fengið mikið pláss í enskum fjölmiðlum en Evu Carneiro sker sig úr af því að hún er einn allra vinsælasti læknirinn í enska boltanum. Það hjálpar heldur ekki Mourinho í þessu skrýtna máli að hann var að gera lítið úr konu með þessari ákvörðun sinni. Það hefur líka komið í ljós að samkvæmt reglum leiksins þá er má læknaliðið ekki fara inn á völlinn nema með leyfi dómarans. Michael Oliver, dómari leiks Chelsea og Swansea, kallaði ekki einu sinni heldur tvisvar á Evu Carneiro og sjúkraþjálfara hennar í umræddum meiðslum Eden Hazard. Eva var því ekki að óhlýðnast Mourinho heldur að fylgja reglum leiksins. Peter Brukner, fyrrum læknir Liverpool, heimtar afsökunarbeiðni frá portúgalska stjóranum fyrir að niðurlægja Evu opinberlega. Hann segir að Jose Mourinho hafi hundrað prósent rangt fyrir sér. „Hann ætti að biðja hana afsökunar og félagið ætti sjálft að sjá til þess að hvorki læknirinn né sjúkraþjálfarinn verði lækkuð í tign vegna þessa máls," sagði Peter Brukner við BBC Radio 5 en hann vinnur nú hjá ástralska krikket landsliðinu. Peter Brukner er langt frá því að vera sá eini sem hefur komið til varnar Evu en hún hefur fengið mikinn stuðning frá fremstu mönnum innan lækna- og sjúkraþjálfara hóps enskra íþrótta. Eva Carneiro er 41 árs gömul og kom fyrst til Cheslea árið 2009. Hún vann fyrst með varaliði Chelsea en það var André Villas-Boas sem gaf henni stöðuhækkun og tók hana inn í aðallliðið. Hún hefur unnið fyrir knattspyrnustjórana Villas-Boas, Roberto Di Matteo, Rafael Benítez og José Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira
Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. Mourinho var mjög ósáttur með þá ákvörðun Evu Carneiro að hlúa að meiðslum Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho sagði að læknirinn skildi ekki leikinn og að hún hafi ekki farið eftir fyrirmælum hans. Mourinho talaði um það eftir leikinn að læknalið Chelsea hafi þarna sýnt óþarfa hvatvísi og barnalega hegðun. „Hvort sem að þú ert búningastjóri, læknir eða ritari á bekknum þá verður þú að skilja leikinn," sagði Jose Mourinho í viðtali á blaðamannafundi eftir leikinn. Hjá flestum liðum hefði svona ákvörðun kannski ekki fengið mikið pláss í enskum fjölmiðlum en Evu Carneiro sker sig úr af því að hún er einn allra vinsælasti læknirinn í enska boltanum. Það hjálpar heldur ekki Mourinho í þessu skrýtna máli að hann var að gera lítið úr konu með þessari ákvörðun sinni. Það hefur líka komið í ljós að samkvæmt reglum leiksins þá er má læknaliðið ekki fara inn á völlinn nema með leyfi dómarans. Michael Oliver, dómari leiks Chelsea og Swansea, kallaði ekki einu sinni heldur tvisvar á Evu Carneiro og sjúkraþjálfara hennar í umræddum meiðslum Eden Hazard. Eva var því ekki að óhlýðnast Mourinho heldur að fylgja reglum leiksins. Peter Brukner, fyrrum læknir Liverpool, heimtar afsökunarbeiðni frá portúgalska stjóranum fyrir að niðurlægja Evu opinberlega. Hann segir að Jose Mourinho hafi hundrað prósent rangt fyrir sér. „Hann ætti að biðja hana afsökunar og félagið ætti sjálft að sjá til þess að hvorki læknirinn né sjúkraþjálfarinn verði lækkuð í tign vegna þessa máls," sagði Peter Brukner við BBC Radio 5 en hann vinnur nú hjá ástralska krikket landsliðinu. Peter Brukner er langt frá því að vera sá eini sem hefur komið til varnar Evu en hún hefur fengið mikinn stuðning frá fremstu mönnum innan lækna- og sjúkraþjálfara hóps enskra íþrótta. Eva Carneiro er 41 árs gömul og kom fyrst til Cheslea árið 2009. Hún vann fyrst með varaliði Chelsea en það var André Villas-Boas sem gaf henni stöðuhækkun og tók hana inn í aðallliðið. Hún hefur unnið fyrir knattspyrnustjórana Villas-Boas, Roberto Di Matteo, Rafael Benítez og José Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira