Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2015 09:30 Eva Carneiro og sjúkraþjálfarinn Jon Fearn huga að Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea. Vísir/AFP Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. Mourinho var mjög ósáttur með þá ákvörðun Evu Carneiro að hlúa að meiðslum Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho sagði að læknirinn skildi ekki leikinn og að hún hafi ekki farið eftir fyrirmælum hans. Mourinho talaði um það eftir leikinn að læknalið Chelsea hafi þarna sýnt óþarfa hvatvísi og barnalega hegðun. „Hvort sem að þú ert búningastjóri, læknir eða ritari á bekknum þá verður þú að skilja leikinn," sagði Jose Mourinho í viðtali á blaðamannafundi eftir leikinn. Hjá flestum liðum hefði svona ákvörðun kannski ekki fengið mikið pláss í enskum fjölmiðlum en Evu Carneiro sker sig úr af því að hún er einn allra vinsælasti læknirinn í enska boltanum. Það hjálpar heldur ekki Mourinho í þessu skrýtna máli að hann var að gera lítið úr konu með þessari ákvörðun sinni. Það hefur líka komið í ljós að samkvæmt reglum leiksins þá er má læknaliðið ekki fara inn á völlinn nema með leyfi dómarans. Michael Oliver, dómari leiks Chelsea og Swansea, kallaði ekki einu sinni heldur tvisvar á Evu Carneiro og sjúkraþjálfara hennar í umræddum meiðslum Eden Hazard. Eva var því ekki að óhlýðnast Mourinho heldur að fylgja reglum leiksins. Peter Brukner, fyrrum læknir Liverpool, heimtar afsökunarbeiðni frá portúgalska stjóranum fyrir að niðurlægja Evu opinberlega. Hann segir að Jose Mourinho hafi hundrað prósent rangt fyrir sér. „Hann ætti að biðja hana afsökunar og félagið ætti sjálft að sjá til þess að hvorki læknirinn né sjúkraþjálfarinn verði lækkuð í tign vegna þessa máls," sagði Peter Brukner við BBC Radio 5 en hann vinnur nú hjá ástralska krikket landsliðinu. Peter Brukner er langt frá því að vera sá eini sem hefur komið til varnar Evu en hún hefur fengið mikinn stuðning frá fremstu mönnum innan lækna- og sjúkraþjálfara hóps enskra íþrótta. Eva Carneiro er 41 árs gömul og kom fyrst til Cheslea árið 2009. Hún vann fyrst með varaliði Chelsea en það var André Villas-Boas sem gaf henni stöðuhækkun og tók hana inn í aðallliðið. Hún hefur unnið fyrir knattspyrnustjórana Villas-Boas, Roberto Di Matteo, Rafael Benítez og José Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. Mourinho var mjög ósáttur með þá ákvörðun Evu Carneiro að hlúa að meiðslum Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho sagði að læknirinn skildi ekki leikinn og að hún hafi ekki farið eftir fyrirmælum hans. Mourinho talaði um það eftir leikinn að læknalið Chelsea hafi þarna sýnt óþarfa hvatvísi og barnalega hegðun. „Hvort sem að þú ert búningastjóri, læknir eða ritari á bekknum þá verður þú að skilja leikinn," sagði Jose Mourinho í viðtali á blaðamannafundi eftir leikinn. Hjá flestum liðum hefði svona ákvörðun kannski ekki fengið mikið pláss í enskum fjölmiðlum en Evu Carneiro sker sig úr af því að hún er einn allra vinsælasti læknirinn í enska boltanum. Það hjálpar heldur ekki Mourinho í þessu skrýtna máli að hann var að gera lítið úr konu með þessari ákvörðun sinni. Það hefur líka komið í ljós að samkvæmt reglum leiksins þá er má læknaliðið ekki fara inn á völlinn nema með leyfi dómarans. Michael Oliver, dómari leiks Chelsea og Swansea, kallaði ekki einu sinni heldur tvisvar á Evu Carneiro og sjúkraþjálfara hennar í umræddum meiðslum Eden Hazard. Eva var því ekki að óhlýðnast Mourinho heldur að fylgja reglum leiksins. Peter Brukner, fyrrum læknir Liverpool, heimtar afsökunarbeiðni frá portúgalska stjóranum fyrir að niðurlægja Evu opinberlega. Hann segir að Jose Mourinho hafi hundrað prósent rangt fyrir sér. „Hann ætti að biðja hana afsökunar og félagið ætti sjálft að sjá til þess að hvorki læknirinn né sjúkraþjálfarinn verði lækkuð í tign vegna þessa máls," sagði Peter Brukner við BBC Radio 5 en hann vinnur nú hjá ástralska krikket landsliðinu. Peter Brukner er langt frá því að vera sá eini sem hefur komið til varnar Evu en hún hefur fengið mikinn stuðning frá fremstu mönnum innan lækna- og sjúkraþjálfara hóps enskra íþrótta. Eva Carneiro er 41 árs gömul og kom fyrst til Cheslea árið 2009. Hún vann fyrst með varaliði Chelsea en það var André Villas-Boas sem gaf henni stöðuhækkun og tók hana inn í aðallliðið. Hún hefur unnið fyrir knattspyrnustjórana Villas-Boas, Roberto Di Matteo, Rafael Benítez og José Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira